Lögfræðiálit HH um gengislánadóm Hæstaréttar nr. 600/2011
Hagsmunasamtök heimilanna hafa látið vinna lögfræðiálit um gengislánadóm Hæstaréttar nr. 600/2011 út frá sjónarhorni neytenda. Hér má lesa lögfræðiálitið í heild sinni, og er vakin athygli á að þar fyrir aftan má finna stutta samantekt helstu atriða.
Ákvörðunar sýslumanns um lögbann á innheimtu að vænta fyrir mánaðarmót
Í boðaðri fyrirtöku hjá sýslumanni í síðustu viku vegna lögbannsbeiðni HH og talsmanns neytenda (TN) var lögmanni gerðarbeiðenda (HH og TM) gefinn frestur þar til í dag, til að kynna sér þau gögn sem gerðarþoli (Landsbankinn) lagði þar fram. Lögbannsbeiðnin beinist að Landsbankanum (en er fordæmisgefandi) og er þar óskað eftir því að stöðvuð verði öll innheimta greiðsluseðla gengistryggðra lána.
í dag mættu HH og TN aftur til boðaðrar fyrirtöku þar sem sýslumaður frestaði málinu enn um viku til að Landsbankinn geti kynnt sér álitsgerð HH um Hæstaréttardóm nr. 600/2011, en álitið var lagt fram sem viðbótargögn í dag.
Ákvörðunar sýslumanns um það hvort lögbann verði lagt á innheimtu má vænta fyrir mánaðarmót og því réttast fyrir lántakendur að greiða ekki greiðsluseðla fyrr en í fyrsta lagi á eindaga.
Lögbannsbeiðni á innheimtu gengistryggðra lána
Lögbannsbeiðni á innheimtu gengistryggðra lána sem HH hefur lagt fram ásamt talsmanni neytenda verður tekin fyrir hjá Sýslumanninum í Reykjavík að Skógarhlíð 6 fimmtudaginn 12. apríl, kl. 13.30. Lögbannsbeiðnin beinist að Landsbankanum en er fordæmisgefandi. Í beiðninni er óskað eftir því að stöðvuð verði öll innheimta greiðsluseðla gengistryggðra lána vegna þess að þeir eru í öllum tilvikum rangt reiknaðir og því um ólöglega innheimtu að ræða. Eftir dóm Hæstaréttar þar sem afturvirkir vaxtaútreikningar voru dæmdir ólögmætir er ljóst að bankarnir eru í vanskilum við lántakendur sem hafa ofgreitt af þessum lánum um langa hríð.
Svar Sérstaks Saksóknara vegna kæru HH á hendur bankastjórnendum
Þann 15. febrúar síðast liðinn lögðu samtökin fram til embættis Sérstaks saksóknara kæru á hendur bankastjórnendum fyrir að veita gengistryggð lán og fyrir innheimtu á endurútreiknuðum ólögmætum lánum. Eftirfarandi svar við kærunni hefur borist frá embættinu, en kæruna má lesa í heild hér.
Verðtrygging og vextir: seinni hluti eftir Ólaf Margeirsson
umfjölluninni hér á eftir verður gengið út frá því að engin vandamál séu varðandi mælingu á verðbólgu, þ.e. virðisrýrnun gjaldmiðilsins, líkt og í fyrri hlutanum er bent á að hækki raunvexti lána. Slík forsenda er vitanlega empíriskt fráleit en jafnvel þótt hún eigi við er sýnt fram á að Fisher kenningin á ekki endilega alltaf við; það skiptir m.ö.o. máli hvernig verðtrygging er framkvæmd.
Opið bréf til Alþingismanna í efnahags- og viðskiptanefnd - um afnám verðtryggingar
Í ljósi ákalls þjóðarinnar um að afnema beri vísitölu á neytendalánum harmar stjórn Hagsmunasamtaka heimilanna að alþingismenn í stjórn og stjórnarandstöðu hafi á fundi efnahags- og viðskiptanefndar þann 26. mars 2012 ekki getað komið sér saman um að hrinda svo brýnu máli í framkvæmd.
HH og Talsmaður neytenda óska eftir lögbanni á innheimtu
HH og talsmaður neytenda hafa lagt fram lögbannsbeiðni til Sýslumannsins í Reykjavík þar sem farið er fram á lögbann við því að Landsbankinn sendi út og innheimti greiðsluseðla vegna áður gengistryggðra lána.
Fyrsta lögbann sinnar tegundar
Í gær tók sýslumaðurinn í Reykjavík fyrir fyrstu lögbannsbeiðni sinnar tegundar, á grundvelli laga nr. 141/2001 til verndar heildarhagsmunum neytenda. Var það beiðni Hagsmunasamtaka heimilanna (HH) og talsmanns neytenda (TN) um að lagt yrði lögbann vegna vörslusviptinga án atbeina handhafa opinbers valds, þ.e. án heimildar dómara eða sýslumanns. Sýslumaður gerði kröfu um tryggingu að fjárhæð 3.000.000 kr. og féll ekki frá henni þrátt fyrir rökstudd mótmæli HH og TN í þá veru að trygging ætti ekki við í slíkum málum auk þess sem beiðnin lyti aðeins að því að farið væri að lögum. Sýslumaður hefur heimild til þess að víkja frá tryggingarkröfu ef réttmæti lögbanns er "tvímælalaust í ljósi atvika." Neitaði hann að rökstyðja afstöðu sína í því efni.
Undirskriftasöfnun um afnám verðtryggingar
Undirskriftasöfnun vegna verðtryggðra lána hefur verið lokað. 37743 undirskriftir söfnuðust.
Fordæmisgildi Evrópudóms fyrir gengislán hérlendis
Úrskurður Evrópudómstólsins frá því í síðustu viku í slóvensku máli kann að hafa fordæmisgildi fyrir uppgjör gengislána hér á landi, neytendum í hag. Evróputilskipun sú sem dómurinn byggir á, þ.e. 93/13/EEB um ósanngjarna skilmála í neytendasamningum, hefur verið innleidd í íslensk lög.
Svar hefur borist frá ESA
Í desember 2011 barst svar frá ESA vegna kvörtunar Hagsmunasamtaka heimilanna, Samtaka lánþega og hóps einstaklinga sem gerðust beinir aðilar að kvörtuninni. Í stuttu máli var svarið á þá lund að ESA tæki ekki afstöðu og vísaði málinu frá. Kvörtunaraðilum var gefinn um mánuður til að gera athugasemdir sem var og gert. Endanlegur úrskurður ESA barst okkur um 7. mars eða svo og er hann á sama veg og áður. ESA var ekki haggað til að taka efnislega afstöðu til kvörtunarinnar og taldi umkvörtunaratriðin ekki falla undir umsýslusvið stofnunarinnar.