Símatími

Mán - þri kl. 10-13

Hafa samband

heimilin@heimilin.is

Á döfinni

Fordæmisgildi Evrópudóms fyrir gengislán hérlendis

Úrskurður Evrópudómstólsins frá því í síðustu viku í slóvensku máli kann að hafa fordæmisgildi fyrir uppgjör gengislána hér á landi, neytendum í hag. Evróputilskipun sú sem dómurinn byggir á, þ.e. 93/13/EEB um ósanngjarna skilmála í neytendasamningum, hefur verið innleidd í íslensk lög.

Lesa áfram...

Svar hefur borist frá ESA

Í desember 2011 barst svar frá ESA vegna kvörtunar Hagsmunasamtaka heimilanna, Samtaka lánþega og hóps einstaklinga sem gerðust beinir aðilar að kvörtuninni. Í stuttu máli var svarið á þá lund að ESA tæki ekki afstöðu og vísaði málinu frá. Kvörtunaraðilum var gefinn um mánuður til að gera athugasemdir sem var og gert. Endanlegur úrskurður ESA barst okkur um 7. mars eða svo og er hann á sama veg og áður. ESA var ekki haggað til að taka efnislega afstöðu til kvörtunarinnar og taldi umkvörtunaratriðin ekki falla undir umsýslusvið stofnunarinnar.

Lesa áfram...

Viðhorfskönnun hjá félagsmönnum HH

Hagsmunasamtök heimilanna stóðu fyrir viðhorfskönnun meðal félagsmanna í byrjun mars. Margt er athyglisvert í niðurstöðunum en í þeim kemur einnig fram samanburður milli ára á nokkrum þáttum (sambærilegar kannanir voru gerðar 2009 og 2010). Aðeins þeir félagsmenn sem höfðu merkt við að þeir svari könnunum samtakanna fengu þátttöku hlekk í tölvupósti. Svarhlutfall var 32% eða 2450 af 7563.

Lesa áfram...

Tilkynning til framteljanda vegna lánsveða

Tilkynning til framteljanda sem hafa tapað endurkröfu vegna lánsveðs eða annara ábyrgða

Hagsmunasamtök heimilanna vilja vekja athygli framteljenda sem veitt hafa þriðju aðilum lánsveð á því, að hafi slík veðsetning leitt til taps vegna greiðsluþrots skuldarans er líklegt að veðsali eigi rétt á lækkun tekjuskattstofns og þar með afslætti af tekjuskatti.

Lesa áfram...

Lögsókn gegn verðtryggingu neytendalána

Stofnaður hefur verið sérstakur reikningur í nafni Hagsmunasamtaka heimilanna til að fara í málarekstur til að fá úr því skorið hvort verðbindandi ákvæði í neytendalánum standist lög. Lagateymi HH hefur verið að hittast að undanförnu til að ræða áætlun um málsókn og hafa fundist þó nokkrar gapandi holur í lagagrunni verðtryggingar. Komin er gróf mynd á áætlunina og mun hún skerpast enn frekar á næstu vikum.

Lesa áfram...

Samkeppniseftirlitið krefst frestunar fullnustuaðgerða vegna gengistryggðra lána - HH láta vinna lögfræðiálit

Neytendur og lántakendur unnu áfangasigur með ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 4/2012 um undanþágubeiðni Samtaka Fjármálafyrirtækja vegna fyrirhugaðs samráðs um viðbrögð við dómi hæstaréttar í máli 600/2011 þar sem afturvirk endurákvörðun og innheimta seðlabankavaxta af áður gengistryggðu láni var dæmd ólögmæt. Í innsendum umsögnum Hagsmunasamtaka heimilanna vegna málsins var mælt gegn því að beiðnin yrði samþykkt og gerð athugasemd við að ekki væri gert ráð fyrir þeim aðilum og stofnunum sem eiga að gæta hagsmuna neytenda.

Lesa áfram...

Ályktun félagsfundar HH

Félagsfundur HH sem haldinn var síðastliðinn laugardag samþykkti eftirfarandi ályktun:

,,Félagsfundur Hagsmunasamtaka heimilanna, haldinn í Tækniskólanum þann 10. mars 2012, samþykkir að beina því til stjórnar HH að undirbúa umsókn samtakanna að nýju landsambandi félagasamtaka sem hafi það markmið að samþætta launa- og lánakjarabaráttu.  Umsóknin verði lögð fyrir á næsta aðalfundi HH."

Óformlegar viðræður eru nú þegar hafnar við verkalýðsfélög um nýja landssambandið.  Á félagsfundinum voru kynntar helstu niðurstöðu könnunar sem send var öllum félagsmönnum HH, en þar kemur fram að 61% félagsmanna eru fylgjandi þessu skrefi.

Á fundinum var einnig ákveðið að Hagsmunasamtök heimilanna láti vinna lögfræðiálit vegna dóms Hæstaréttar nr. 600/2011 þar sem afturvirkir vextir endurútreikninga á áður gengisbundnu láni voru dæmdir ólögmætir.

Lesa áfram...

Hagsmunasamtök heimilanna hafa ávallt fordæmt ofbeldi í öllum birtingarmyndum

Vegna þeirrar opinberu umræðu sem skapast hefur um líkamsárásir á starfsmenn fjármála- og innheimtufyrirtækja vill stjórn Hagsmunasamtaka heimilanna koma því á framfæri að samtökin fordæma ofbeldi í öllum birtingarmyndum þess og hafa alltaf gert Samtökin hafa alla tíð starfað með friðsamlegum og málefnalegum hætti, hvatt til samstöðu án ofbeldis og aldrei í neinum tilvikum réttlætt ofbeldi af neinu tagi.

Lesa áfram...

Aðgerðir Hagsmunasamtakanna vegna vaxtadóms Hæstaréttar nr. 600/2011

Frá því að Hæstiréttur kvað upp dóm í máli nr. 600/2011 þann 15. febrúar síðast liðinn þar sem endurútreikningar áður gengistryggðra lána voru dæmdir ólöglegir hafa fulltrúar  Hagsmunasamtaka heimilanna setið tvo fundi með efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis og einnig farið á fund innanríkisráðherra þar sem Hæstaréttardómurinn og áhrif hans hafa verið rædd. 

Lesa áfram...

Stjórn Hagsmunasamtaka heimilanna fundaði með forsetanum.

Stjórn Hagsmunasamtaka heimilanna (HH) átti í gær fund á Bessastöðum með forseta Íslands, Ólafi Ragnari Grímssyni, þar sem honum voru afhentar undirskriftir þeirra tæplega 38.000 Íslendinga sem safnast hafa í undirskriftasöfnun samtakanna til stuðnings kröfunni um almenna og  réttláta leiðréttingu á stökkbreyttum lánum heimilanna og afnám verðtryggingar eða þjóðaratkvæðagreiðslu þar um.

Stjórn HH var vel tekið af forsetanum sem bauð upp á bollur á Bessastöðum. Á fundinum fóru fram athyglisverðar umræður um baráttumál samtakanna og það með hvaða leiðum íslensk stjórnskipun og réttarríki geta verndað hagsmuni heimilanna í landinu, m.a. í ljósi dómsúrskurða Hæstaréttar. Augljóst er að forsetinn hefur hugsað mikið um þau mál sem brenna á samtökunum, skuldavanda heimilanna og íhugað stöðu og réttindi lántakenda og virðist sammála stjórn HH um að finna þurfi úrlausn þeirra mála með einum eða öðrum hætti.

Undirskriftir þeirra þúsunda Íslendinga sem hafa lýst sig sammála kröfum HH með undirskrift sinni eru því í höndum forseta Íslands núna sem er hluti af stjórnvöldum landsins. Áhugavert verður að fylgjast með því á næstunni hvað forsetinn gerir með þær og hvort hann bregst við með einum eða öðrum hætti til verndar almannahagsmunum.

 

Sjá einnig áhugaverðar umræður og fyrirlestur um aðgerðir HH varðandi þrýsting forsetann til að beita stjórnarskránni

 

Lesa áfram...

Stéttabarátta 21. aldarinnar og framtíð Hagsmunasamtaka heimilanna

Hagsmunasamtök heimilanna (HH) hafa verið starfandi í rúm þrjú ár. Starf samtakanna hefur mestmegnis verið borið uppi af félagsmönnum í sjálfboðavinnu. Starfið hefur verið mjög krefjandi og gefandi. Gott er að geta orðið að liði í baráttu gegn svíðandi óréttlæti. Þó að stjórnvöld hafi ekki enn orðið við meginkröfum samtakanna um leiðréttingu lána og afnám verðtryggingar njóta þær fylgis 80% þjóðarinnar samkvæmt skoðanakönnunum. Þá hafa um 37.500 undirskriftir safnast kröfunum til stuðnings. Það er ekki hvað síst í viðhorfi almennings til málstaðs samtakanna sem við upplifum árangur. Betur má þó ef duga skal.

 

Lesa áfram...
Subscribe to this RSS feed

© Hannað af Filmís 

Hagsmunasamtök heimilanna voru stofnuð 15. janúar 2009 og eru frjáls og óháð hagsmunasamtök á neytendasviði, til varnar og hagsbóta fyrir heimilin í landinu.

Orð frá formanni

CEO 

Orð frá formanni Varlega áætlað hafa 15.000 fjölskyldur, 45.000 einstaklingar misst heimili sín frá hruni. Enginn hefur svarað fyrir það, hvað þá axlað á því ábyrgð. 

Þegar 15% þjóðarinnar missa heimili sín, gætir áhrifanna víða. Við sjáum þau í ástandinu á leigumarkaði og við sjáum þau líka í auknum kvíða meðal ungmenna og kulnun hjá þeim sem eldri eru.

Þegar fólk er svipt heimilum sínum glatar það öryggi sínu sínu og fótfestu. Þegar við bætist magnvana reiði og örvænting vegna óréttlætisins sem það stendur frammi fyrir ásamt hjálpar- og varnaleysinu sem það upplifir þegar heimilinu er hreinlega stolið af því, er ekki nema von að eitthvað láti undan.

Spillingin í þjóðfélaginu er djúp og hún á sér margar hliðar. Hún birtist ekki bara í háu húsnæðisverði og skelfilegum leigumarkaði eða háum vöxtum og verðtryggingu, hún birtist ekki bara í því hvernig lífeyrissjóðirnir misfara með fé okkar allra eða í „krónu á móti krónu“ skerðingu, hún birtist ekki bara í lágum launum verkafólks á meðan sjálftökufólk af ýmsum toga skammtar sjálfu sér milljónir, hún birtist ekki bara í spilltum dómstólum sem gæta hagsmuna „hinna sterku“ í dómum sínum eða í því hvernig lög- og stjórnaskrárvarin réttindi hafa verið brotin á neytendum frá hruni með skelfilegum afleiðingum.

Nei, hún birtist í þessu öllu og meiru til. Spillingin er djúp og teygir anga sína víða. Hana þarf að rífa upp með rótum til að hægt sé að byggja upp nýtt og betra þjóðfélag.

Fyrsta skrefið væri að að afnema verðtryggingu á lánum heimilanna! Öðruvísi er ekki hægt að skapa eðlilegan húsnæðismarkað eða stöðva sjálftöku fjármálastofnanna á tekjum fólks.

En til að takast á við ræturnar þarf að fara fram rannsókn á aðgerðum stjórnvalda eftir hrun. Jú það var líka spilling fyrir hrun, en þá urðu ákveðin vatnaskil og það var þá sem meðvituð ákvörðun var tekin um að fórna heimilum landsins fyrir bankana.

15.000 heimili eiga skilið að fá svör og uppreist æru.

Við biðjum ykkur um að styðja kröfuna um Rannsóknarskýrslu heimilanna!

Ásthildur Lóa Þórsdóttir
Formaður HH

Fylgstu með á samfélagsmiðlum