Áhrif dóms Héraðsdóms Suðurlands enn ekki ljós
Nýgenginn dómur Héraðsdóms Suðurlands heimilar þvert á viðteknar meginreglur laga afturvirka vaxtatöku við endurútreikninga á gengistryggðum lánum.
Í grunninn eru rökin þau, að þar sem vextir séu ekki bara vextir hér á landi, heldur einnig verðtrygging, megi reikna þá afturvirkt á verðtryggðum lánum, eins sagt er nánar frá hér.
Standi þessi dómur, hefur lagalegur réttur fjármálakerfisins á því að verðtryggja útlán því líklega verið úrskurðaður sterkari lagalegum rétti lántakenda skv. íslenskum kröfurétti og neytendarétti. Eftir stendur spurningin um Evrópurétt lántakenda í þessum efnum, en eins og fram hefur komið ítrekað í fjölmiðlum virðist áhugi íslenskra dómsstóla ekkert sérstakur á réttarstöðu fólks með hliðsjón af lögum og reglum Evrópska efnahagssvæðisins.
Nýgenginn dómur Héraðsdóms Suðurlands heimilar þvert á viðteknar meginreglur laga afturvirka vaxtatöku við endurútreikninga á gengistryggðum lánum.
Í grunninn eru rökin þau, að þar sem vextir séu ekki bara vextir hér á landi, heldur einnig verðtrygging, megi reikna þá afturvirkt á verðtryggðum lánum, eins sagt er nánar frá hér.
Standi þessi dómur, hefur lagalegur réttur fjármálakerfisins á því að verðtryggja útlán því líklega verið úrskurðaður sterkari lagalegum rétti lántakenda skv. íslenskum kröfurétti og neytendarétti. Eftir stendur spurningin um Evrópurétt lántakenda í þessum efnum, en eins og fram hefur komið ítrekað í fjölmiðlum virðist áhugi íslenskra dómsstóla ekkert sérstakur á réttarstöðu fólks með hliðsjón af lögum og reglum Evrópska efnahagssvæðisins.
Hagsmunasamtök heimilanna líta svo á að réttur fjármálafyrirtækja til afturvirkrar vaxtatöku sé óljós þar til 3 mánaða frestur til áfrýjunar dómsins til Hæstaréttar er liðinn eða Hæstiréttur hefur úrskurðað um málið, verði því áfrýjað.
Þá er héraðsdómurinn enn ein staðfestingin á mikilvægi þess að ólögin nr. 151/2010 verði numin úr gildi.
Niðurstaða héraðsdómsins þýðir í reynd að klúðri fjármálakerfið verðtryggingu hjá sér, með því t.d. að verðtryggja með ólöglegri gengistryggingu, er lántakendum gert að bera hallann af því afturvirkt frá lántökudegi, án tillits til áhrifa þess á greiðslubyrði eða heildarkostnað.
Sú niðurstaða hlýtur að teljast kostuleg, ekki hvað síst með hliðsjón af þeim skýra rétti sem lántakendur eiga á aðgengilegum og gagnsæjum upplýsingum um þær framtíðarskuldbindingar sem fjárkröfur fela í sér. Standi þessi úrskuður, er staðreyndin þó engu að síður sú, að slík afturvirk vaxtataka verður heimil að lögum.
Á dögunum gáfu HH út almennar leiðbeiningar í lánamálum heimilana. Á meðal ráðlegginga er að hafna nýjum lánasamningum fjármálafyrirtækja, m.a. á þeirri forsendu að afturvirk vaxtataka brjóti í bága við lög.
Þessar leiðbeiningar standa að mati samtakanna enn sem komið er eða þar til kemur í ljós hvort úrskurður Héraðsdóms Suðurlands komi til kasta Hæstaréttar. Frestur til að áfrýja málinu til Hæstaréttar er þrír mánuðir og standa leiðbeiningarnar í það minnsta þar til sá frestur er runninn út (24. sept.) eða þar til Hæstiréttur hefur tekið afstöðu til héraðsdómsins.
Samtökin ítreka af þessu tilefni að þau hafa ekki forsendur til að veita einstaklingsbundna fjármálaráðgjöf. Þeim sem eru leita sér óháða ráðgjöf, er bent á að leita til lögfræðinga eða Umboðsmanns skuldara. Þá brýna samtökin fyrir lántakendum að undirrita ekki nýja samninga nema gerður sé skýr fyrirvari um betri rétt neytenda í samningstextandum og niðurstöðu lögsókna og úrskurða og að greiða ekki af nýjum lánasamningum sem settir eru í innheimtu án þess að leitað hafi verið samþykki þeirra fyrst með lögmætri undirritun.
Dómur Héraðsdóms Suðurlands breytir í engu þeirri afstöðu Hagsmunasamtaka heimilanna að verðtrygging er í þeirri mynd sem hún hefur verið útfærð hér á landi ólögmæt, vegna þess að hún veitir allri gengis- og verðbólguáhættu yfir á lántakanda með ógagnsæjum og ófyrirsjáanlegum hætti.
Dómur Héraðsdóms Suðurlands breytir heldur engu um afstöðu samtakanna til ólaganna nr. 151/2010, sem Alþingi ber að nema úr gildi eða taka til rækilegrar endurskoðunar, þó ekki væri nema vegna þeirra afturvirku útreikninga sem þau heimila.
Það stenst ekki meginreglu íslenskra laga eða stjórnarskrá Íslands og mjög ólíklega meginreglu Evróputilskipana að skylda lántaka til að bera allan verðbólgukostnað af verðtryggingu, sem felur í sér ógagnsæjar og ófyrirsegjanlegar framtíðarskuldbindingar. Vandinn er kannski sá, að þjóðfélagið okkar er svo gegnsýrt af meinvillu verðtryggingarinnar og vantrúin að íslensku krónuna svo sterk að jafnvel helstu máttarstoðir þess sjá ekki fyrir sér Ísland án verðtryggðs gjaldmiðils.
Þá er ekki síður umhugsunarverð sú alvarlega brotalöm, að borgararnir – venjulegt fólk – er gert að kosta prófmál vegna hrunsins. Í tilviki úrskurðar Héraðsdóms Suðurlands, gæti þetta gert að verkum að málið nái aldrei upp í Hæstarétt. Það vekur upp spurningar um hvort stjórnvöld verði ekki að veita rýmri fjárhagsaðstoð til fólks sem stendur frammi fyrir mikilvægum prófmálum af völdum hrunsins. Að öðrum kosti verður réttlætið endanlega að rándýrri munaðarvöru einungis á færi fárra útvalinna.
Sjá úrskurð Héraðsdóms Suðurlands E-146/2010
Sjá leiðbeiningar í lánamálum heimilanna
Sjá sýnisbréf um höfnun á nýjum lánasamningi