Heimilin eiga að vera friðhelg
Fyrsti maí 2023
Öryggisleysið í húsnæðismálum Íslendinga er afhjúpað í hárri verðbólgu, síendurteknum hækkunum stýrivaxta og sinnuleysi stjórnvalda. Þetta er óumdeilanlegt fyrir þá einstaklinga sem greiða alltof hátt hlutfall launa sinna í leigukostnað og þeirra sem eiga í erfiðleikum með að mæta hækkandi greiðslubyrði húsnæðislána eða einfaldlega geta það ekki lengur. Rétturinn til eigna er því misskiptur og rétturinn til öryggis á leigumarkaði er vanvirtur. Í þessum sívaxandi húsnæðisvanda vekur furðu að stjórnvöld ætli ekki að bregðast við. Enn fjarlægari virðast áform um að sækja skatttekjur til þeirra sem hafa beinlínis rakað að sér auði í verðbólgu eða aukið álögur sínar og hagnað á kostnað heimilanna.
Fyrsta maí mótmæltu Hagsmunasamtök heimilanna og Samtök leigjenda í sameiningu þessu öryggisleysi og misrétti í húsnæðismálum í kröfugöngu launafólks.
Fátækragildra verðtryggðra lána
Í síðasta tölublaði Stundarinnar (September 2022) var fjallað um áhrif vaxtahækkana á lántakendur og viðhorf þeirra og sérfræðinga til stöðunnar á húsnæðismarkaði. Í umfjöllun Stundarinnar koma fram sjónarmið sem að jafnaði eru ekki ofarlega í umræðu um húsnæðismál eða verðtryggð lán. Úttekt Stundarinnar gefur innsýn í fjárhagslegt og félagslegt misrétti sem lítið sem ekkert hefur verið fjallað um hingað til, en Hagsmunasamtök heimilanna þekkja mætavel.
Aldrei aftur verðtryggt lán
Það kemur þeim hagfræðingum sem Stundin ræddi við ekki á óvart að lántakendur haldi tryggð við óverðtryggð lán þrátt fyrir miklar hækkanir vaxta. Heilt yfir er það mat sérfræðinganna sem Stundin ráðfærir sig við að fólk sé að halda í óverðtryggð lán í lengstu lög og því hafi færri fært sig yfir í verðtryggð lán en kannski mátti búast við. Staðan gæti þó breyst og lántakendur gætu í auknum mæli þurft að færa sig yfir í verðtryggð lán, til að létta greiðslubyrðina (tímabundið).
Skýr samhljómur virtist vera meðal viðmælenda, bæði sérfræðinga og leikmanna um að verðtryggð lán séu lakasti kosturinn í íbúðarkaupum.
Að verja heimilin með því að merja þau
Vextir hafa hækkað um 633% en launþegar eiga að sýna „skynsemi“ í launakröfum.
„Eigi skal höggva“, sagði Snorri Sturluson áður en hann var veginn. Þau orð eiga vel við núna því vaxtahækkun Seðlabankans í morgun er enn einn rýtingur í bakið á heimilum landsins. Aftur skal hoggið í sama knérunn og aftur eru það þau sem minnst hafa og mest skulda sem verst verða úti.
Vaxtahækkanir eru ekki lögmál og alls í ekki í þeim mæli sem Seðlabanki Íslands er að leyfa sér að beita þeim á þessum tímum. Heimili landsins munu langflest standa undir hækkandi vöruverði vegna verðbólgunnar, en þegar „lækningin“ margfaldar byrðar hennar, er hætt við að eitthvað láti undan.
Íþyngjandi skattar eiga aldrei að hækka sjálfkrafa
Samtökin hafa sent áskorun til stjórnvalda um húsnæðismál og hækkun fasteignamats
Í síðustu viku tilkynnti Þjóðskrá nýtt fasteignamat sem mun hækka um tugi prósenta á einu bretti um næstu áramót. Sé litið til ástandsins á fasteignamarkaði og gríðarlegra verðhækkana á húsnæði kom þetta ekki sérstaklega á óvart og eðlilegt er að fasteignamat endurspegli raunverð á markaði.
Þar með er þó ekki öll sagan sögð.
Það er staðreynd að hærra fasteignamat hækkar ekki ráðstöfunarfé heimila eða fyrirtækja. Jákvæð áhrif eru í raun engin, nema kannski “á pappírum” en neikvæðu áhrifin eru hins vegar þó nokkur og munu m.a. birtast í auknum útgjöldum vegna gjalda sem miðast við fasteignamat.
Áhrif hækkunar fasteignamats
Þar má fyrst nefna fasteignagjöld sem munu hækka um tugi þúsunda af meðalíbúð vegna þessarar hækkunar á fasteignamati. Á sama tíma og það gerist horfast bæði heimili og fyrirtæki í augu við gríðarlegar hækkanir á afborgunum lána auk þess sem allar nauðsynjavörur hafa hækkað mikið.