Á döfinni

HH setja þjóðaratkvæðagreiðslu á dagskrá

Þann 1. október 2011 afhenti formaður Hagsmunasamtaka heimilanna forsætisráðherra undirskriftir 33.525 einstaklinga sem krefjast afnáms verðtryggingar og almennra leiðréttinga á lánum heimilanna.  Hafi stjórnvöld ekki orðið við kröfunni fyrir 1. janúar 2012 jafngilda undirskriftirnar kröfu um þjóðaratkvæðagreiðslu um kröfugerðina.  Hægt verður að skrifa undir til áramóta á vefslóðinni undirskrift.heimilin.is.

Lesa áfram...

Viljayfirlýsing HH við stjórnvöld

Hagsmunasamtök heimilanna nálguðust forsætisráðherra fyrir nokkru síðan með tilbúna viljayfirlýsingu sem þau vildu ræða við stjórnvöld í framhaldi af afhendingu undirskrifta rúmlega 34 þúsund manns þann 1. okt. Komið hefur í ljós að enginn vilji er af hálfu stjórnvalda til að skrifa undir viljayfirlýsingu í hvaða útgáfu sem hún kynni að vera og er stjórn samtakanna ljóst að enginn vilji er af hálfu stjórnvalda til að stíga hið pólitíska skref sem til þarf í átt að almennum leiðréttingum lána heimilanna. Viljayfirlýsingin er birt hér.

Lesa áfram...

HH krefja FME um íhlutun og nauðsynleg svör

Hagsmunasamtök heimilanna hafa nú sent erindi til Fjármálaeftirlitsins þar sem settar eru fram nokkrar af þeim spurningum sem mikið hefur verið fjallað um að undanförnu í fjölmiðlum og nýlega á borgarafundi í Háskólabíó. Samtökunum hafa borist fjölmargar fyrirspurnir frá félagsmönnum um hvernig beri að meðhöndla skuldabréf lögum samkvæmt. Hvort beri að þinglýsa þeim, hver hafi heimild til að innheimta þau og frá hvaða tíma og hvernig beri að skilja fullnaðargildi kvittana. Hafa samtökin gert sjálfstæða athugun á því og fá ekki betur séð en að á þessum atriðum séu hnökrar í núverandi framkvæmd ýmissa fjármálastofnana.

Lesa áfram...

Raddir fólksins og Tökum torgin á laugardag kl. 15

Á laugardag 15. október kl. 15:00 hefja Raddir fólksins upp raust sína undir stjórn Harðar Torfasonar. Viðburðurinn er hluti af alþjóðlegum mótmælum gegn fjármálakerfi sem hefur yfirdrifin völd án nokkurs lýðræðislegs umboðs.

Formaður HH, Andrea J Ólafsdóttir flytur erindi fyrir hönd samtakanna. Félagsmenn eru hvattir til að mæta.

Lesa áfram...

Viljayfirlýsing HH í skoðun

Í morgun átti formaður HH fund með forsætisráðherra um þá viljayfirlýsingu sem samtökin sendu ráðherra í gærkvöldi. Samtökin setja það sem skilyrði fyrir samstarfi að rætt verði saman og komist að sameiginlegri niðurstöðu um nálgun á viðfangsefnið með viljayfirlýsingu. Viljayfirlýsingin er nú í skoðun. Báðum aðilum þykir ákaflega mikilvægt að komast af stað með verkefnið hið fyrsta, en HH vilja tryggja rétta nálgun og kortleggja verkefnin áður en farið er af stað.

Lesa áfram...

Hagsmunasamtök heimilanna hefja viðræður við forsætisráðherra

Í kjölfar fjölmennra mótmæla fyrir ári síðan sáu stjórnvöld sér þann leik helstan á borði að bjóða fulltrúa Hagsmunasamtaka heimilanna að borðinu til að reikna út, í félagi við fulltrúa úr stjórnkerfinu og fjármálageiranum, hvað hinar ýmsu aðgerðir myndu koma til með að kosta og hvernig þær myndu gagnast fólki. Að endingu fór hins vegar svo að sjónarmið samtakanna voru blásin út af borðinu og fulltrúi samtakanna sá sig tilneyddan til að skila séráliti sem stjórnvöld hafa neitað að birta.

Lesa áfram...

HH harma efnahagslegt og líkamlegt ofbeldi

Hagsmunasamtök heimilanna afhentu forsætisráðherra 33.525 undirskriftir á Austurvelli í gær, þann 1. október, en söfnunin heldur samt sem áður áfram til áramóta og getur fólk enn sagt hug sinn í þessum efnum á www.heimilin.is. Samtökin lýsa yfir ánægju með stuðning og samstöðu um kröfur og þakka öllum þeim sem skrifað hafa undir undirskriftarsöfnun.

Lesa áfram...

Kastljós viðtal og staðreyndavillur

Andrea J. Ólafsdóttir, formaður HH, sat fyrir svörum í Kastljósi gærkveldsins og benti á hvernig heimilin bera ekki ábyrgð á þeim forsendubresti sem orðið hefur í lánasamningum. Hvernig einstaklingurinn skrifar ekki undir lánasamninga með það fyrir augum að fjármálakerfið fari síðan í fjárhættuspil í formi stórfelldrar markaðsmisnotkunar og stöðu gegn krónunni.

Lesa áfram...

Kvörtun til Umboðsmanns Alþingis

Hagmsunasamtök heimilanna hafa nú sent Umboðsmanni Alþingis frekari skýringar og gögn er varðar kvörtun samtakanna yfir reiknireglum Seðlabanka Íslands og þeirri aðferðarfræði sem notuð er á verðtryggðum lánum. Í svari Seðlabankans kemur fram augljós misskilningur á því sem við er átt og eins hefur opinber umræða verið á verulegum villigötum. Leitast samtökin nú við að skýra hvaða áhrif þessi aðferðarfræði hefur í samanburði við þá aðferð sem samtökin telja réttmæta og löglega.

Lesa áfram...

Er forseti ASÍ að vakna af Þyrnirósarsvefni?

Gylfi Arnbjörnsson, forseti Alþýðusambands Íslands, segir óskiljanlegt að á meðan bankarnir skila ofsagróða þurfi fólk sem á í erfiðum greiðsluvandræðum að bíða mánuðum og jafnvel árum saman eftir úrlausn sinna mála.

Lesa áfram...

Lýðræðisleg vinnubrögð og lánapólitík

Stjórn Hagsmunasamtaka heimilanna þakkar fráfarandi stjórnarmönnum, þeim Elíasi Péturssyni, Gunnari Kr. Þórðarsyni og Matthildi Skúladóttur samstarfið það sem af er þessu starfsári. Jafnframt lýsir stjórn yfir vonbrigðum með að ekki hafi tekist að leysa þann málefnalega ágreining sem nú birtist í úrsögn stjórnarmanna. Ákvarðanir hafa ávallt verið teknar á lýðræðislegan hátt og þeim fylgt eftir sem slíkum.

Lesa áfram...

Stjórn þakkar samstarfið

Stjórn Hagsmunasamtaka heimilanna þakkar Helgu Guðrúnu Jónasdóttur samstarfið og góða viðkynningu í sumar. Helga Guðrún var ráðin sem starfsmaður stjórnar í tímabundna verkefnastöðu með starfslokum í lok ágúst.

 

Lesa áfram...
Subscribe to this RSS feed

© Hannað af Filmís 

Hagsmunasamtök heimilanna voru stofnuð 15. janúar 2009 og eru frjáls og óháð hagsmunasamtök á neytendasviði, til varnar og hagsbóta fyrir heimilin í landinu.

Orð frá formanni

CEO 

Orð frá formanni Varlega áætlað hafa 15.000 fjölskyldur, 45.000 einstaklingar misst heimili sín frá hruni. Enginn hefur svarað fyrir það, hvað þá axlað á því ábyrgð. 

Þegar 15% þjóðarinnar missa heimili sín, gætir áhrifanna víða. Við sjáum þau í ástandinu á leigumarkaði og við sjáum þau líka í auknum kvíða meðal ungmenna og kulnun hjá þeim sem eldri eru.

Þegar fólk er svipt heimilum sínum glatar það öryggi sínu sínu og fótfestu. Þegar við bætist magnvana reiði og örvænting vegna óréttlætisins sem það stendur frammi fyrir ásamt hjálpar- og varnaleysinu sem það upplifir þegar heimilinu er hreinlega stolið af því, er ekki nema von að eitthvað láti undan.

Spillingin í þjóðfélaginu er djúp og hún á sér margar hliðar. Hún birtist ekki bara í háu húsnæðisverði og skelfilegum leigumarkaði eða háum vöxtum og verðtryggingu, hún birtist ekki bara í því hvernig lífeyrissjóðirnir misfara með fé okkar allra eða í „krónu á móti krónu“ skerðingu, hún birtist ekki bara í lágum launum verkafólks á meðan sjálftökufólk af ýmsum toga skammtar sjálfu sér milljónir, hún birtist ekki bara í spilltum dómstólum sem gæta hagsmuna „hinna sterku“ í dómum sínum eða í því hvernig lög- og stjórnaskrárvarin réttindi hafa verið brotin á neytendum frá hruni með skelfilegum afleiðingum.

Nei, hún birtist í þessu öllu og meiru til. Spillingin er djúp og teygir anga sína víða. Hana þarf að rífa upp með rótum til að hægt sé að byggja upp nýtt og betra þjóðfélag.

Fyrsta skrefið væri að að afnema verðtryggingu á lánum heimilanna! Öðruvísi er ekki hægt að skapa eðlilegan húsnæðismarkað eða stöðva sjálftöku fjármálastofnanna á tekjum fólks.

En til að takast á við ræturnar þarf að fara fram rannsókn á aðgerðum stjórnvalda eftir hrun. Jú það var líka spilling fyrir hrun, en þá urðu ákveðin vatnaskil og það var þá sem meðvituð ákvörðun var tekin um að fórna heimilum landsins fyrir bankana.

15.000 heimili eiga skilið að fá svör og uppreist æru.

Við biðjum ykkur um að styðja kröfuna um Rannsóknarskýrslu heimilanna!

Ásthildur Lóa Þórsdóttir
Formaður HH

Fylgstu með á samfélagsmiðlum