Símatími

Mán - þri kl. 10-13

Hafa samband

heimilin@heimilin.is

Á döfinni

Frambjóðendur til stjórnar 2013

Framboð til aðalstjórnar

Bjarni Bergmann

Guðrún Harðardóttir

Gunnar Magnússon    

Kristján Þorsteinsson

Þórarinn Einarsson

 

Framboð til varastjórnar

Björk Sigurgeirsdóttir 

Jón Tryggvi Sveinsson 

Sigrún Jóna Sigurðardóttir

Una Eyrún Ragnarsdóttir

Sigrún Viðarsdóttir

Lesa áfram...

Áskorun til Fjármálaeftirlitsins

Hagsmunasamtök heimilanna hafa kannað úrtak endurútreikninga áður gegnistryggðra lána frá lánastofnunum og fyrirtækjum í slitameðferð. Ljóst er að endurútreikningar eru rangir í meirihluta tilfella þar eð brotið er á rétti skuldarans til seðlabankavaxta af ofgreiddum afborgunum. Munað getur töluverðum upphæðum ef ofgreiðslur áttu sér stað yfir langt tímabil. Skuldarinn á rétt á svokölluðum seðlabankavöxtum af þeirri fjárhæð sem var umfram réttmæta afborgun frá þeim degi sem ofgreiðsla fór fram. Ekki er ásættanlegt að draga endurgreiðsluna einungis frá höfuðstól þar sem skuldarinn er þá hlunnfarinn um mismun á milli þeirra vaxta er greiddir voru af láninu og seðlabankavaxta sem falla eiga í hlut lántaka. Fjármálafyrirtæki eru hér með áminnt um að þau lög sem gilda um þennan hluta endurútreikninganna, eru einkum lög um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001 en þar segir:

Lesa áfram...

Athygli vakin á tilmælum FME til lánastofnana

Nýverið gaf Fjármálaeftirlitið út tilmæli sem send voru með dreifibréfi til lánastofnana, slitastjórna og dótturfélaga vegna svonefndra gengistryggðra lána. Hagmunasamtök heimilanna vilja vekja athygli á tilmælunum því þau eiga brýnt erindi til fjármálafyrirtækja og þó fyrr hefði verið. Samtökin taka undir með FME um að fjármálafyrirtæki sinni skyldum og virði lögmætan rétt viðskiptavina til skjótra úrlausna sinna mála. Hagsmunasamtök heimilanna brýna fyrir lánveitendum, slitastjórnum og dótturfélögum að neytendur skulu ávallt njóta vafa þar til allri réttaróvissu hefur verið eytt.

Rétt er að taka fram að lán sem nefnd eru í tilmælum lögleg erlend lán eru ekki til nema um erlenda lánastofnun sé að ræða eða lán til erlends aðila (sjá nánari skýringar í svari við fyrirspurn spyr.is). Hagsmunasamtök heimilanna taka eftir sem áður undir tilmæli FME um að lántakar fái lagalegar skýringar í hendur um það hvernig lán geti talist gjaldeyrislán en ekki gengistryggt lán. Lánastofnanir geta ekki einhliða tekið slíka ákvörðun varðandi nein gengistengd lán að mati samtakanna. Fjármálastofnanir þurfa að sanna að um lögmætt gjaldeyrislán sé að ræða. Í því sambandi er FME hvatt til að senda út leiðsögn til fjármálafyritækja um að sönnunarbyrði liggi þeirra megin, sérstaklega þegar um neytendur er að ræða, enda sé ekki nema eðlilegt að minnimáttar í viðskiptasambandi njóti vafans.

Sjá tilmæli FME

f.h. Hagsmunasamtaka heimilanna

Ólafur Garðarsson

formaður stjórnar

 

Lesa áfram...

Varaformannsskipti hjá samtökunum

Kristján Þorsteinsson hefur tekið við varaformannsembætti í Hagsmunasamtökum heimilannna af Vilhjálmi Bjarnasyni, en Vilhjálmur sagði af sér varaformennsku þar sem hann hyggur á framboð til Alþingiskosninga þann 27. apríl. Vilhjálmur víkur auk þess úr aðalstjórn samtakanna, en Jón Tryggvi Sveinsson næsti varamaður tekur þess í stað sæti í aðalstjórn.

 

Lesa áfram...

Ábending vegna flutnings yfirdráttaheimilda milli banka

Hagsmunasamtök heimilanna (HH) beindi nýverið fyrirspurn til Persónuverndar um það álitaefni hvort yfirfærsla persónuupplýsinga (þ.e. upplýsingar um viðskiptasögu einstaklinga) milli gömlu og nýju bankanna, án samþykkis þeirra, stæðist ákvæði laga um bankaleynd (einkum 58. og 60. gr. laga um fjármálafyrirtæki nr. 161/2002). Samtökunum hefur borist svar en í því er vísað til svars Persónuverndar við sambærilegum fyrirspurnum frá janúar 2012, þar sem m.a. kemur fram að:

Lesa áfram...

Aðvörun til greiðenda íbúðalána um eindagafrest

Nýlega tók stjórn Íbúðalánasjóðs þá ákvörðun að stytta þann greiðslufrest sem veittur er frá gjalddaga afborgana af útlánum sjóðsins, þar til greiðsla fellur í eindaga. Hagsmunasamtökum heimilanna hafa í kjölfarið borist fjöldi fyrirspurna frá almenningi um þessa breytingu, meðal annars varðandi almennt réttmæti hennar, og er eftirfarandi ályktun stjórnar samtakanna.

Lesa áfram...

Málflutningur um frávísunarkröfu Íbúðalánasjóðs

Í gær fór fram málflutningur í Héraðsdómi Reykjavíkur þar sem tekist var á um frávísunarkröfu í prófmáli gegn Íbúðalánasjóði (ÍLS) vegna verðtryggðs fasteignaláns sem Hagsmunasamtök heimilanna hafa staðið að undirbúningi á. Ríkislögmaður fer með málið fyrir hönd ÍLS og krafðist frávísunar málsins frá dómi vegna meintra formgalla. Í stefnunni gegn ÍLS er byggt á lögum um neytendalán (nr. 121/1994), og rök færð fyrir því að verðtryggðir lánasamningar sem brjóta gegn skýrum ákvæðum laganna um upplýsingagjöf um heildarlántökukostnað til neytenda séu ólöglegir og því óheimilt sé að innheimta kostnað af þeim.

Úrskurður dómara um frávísunarkröfuna mun liggja fyrir á næstu vikum. Hafni dómarinn frávísunarkröfu mun lögmaður stefnenda fara fram á flýtimeðferð í aðalmeðferð málsins, en í nýjum lögum um neytendalán er að finna ákvæði um flýtimeðferð mála um lögmæti verðtryggingar lána, sem var samþykkt á Alþingi rétt fyrir þinglok. Hagsmunasamtök heimilanna vekja athygli á því að ákvæðið um flýtimeðferð gildir jafnt fyrir alla sem vilja leita úrlausnar dómstóla um ágreining vegna verðtryggingar neytendalána, einnig þeirra sem eru verðtryggð miðað við gengi erlendra gjaldmiðla.

Lesa áfram...

Yfirlýsing vegna framboða til Alþingiskosninga

Í ljósi fjölmiðlaumræðu síðustu daga um ný framboð vill stjórn HH árétta að samtökin styðja ekkert eitt framboð til Alþingiskosninga umfram annað. Samtökin hafa frá upphafi unnið þverpólitískt starf og verið vettvangur um hagsmuni heimilanna í landinu þar sem ALLIR, án tillits til stjórnmálaflokka, geta látið til sín taka og leitað málefnalegra lausna.

Í fréttatilkynningu frá nýstofnuðum stjórnmálaflokki síðastliðinn sunnudag, kemur fram að “áhugahópur úr Hagsmunasamtökum heimilanna” sé einn þeirra hópa sem standi að stofnun flokksins. Stjórn HH harmar þessa grófu misnotkun á nafni samtakanna. Hvorki stjórnarmenn né almennir félagsmenn hafa rétt á að spyrða samtökin við tiltekin stjórnmálaöfl eða starfa innan þeirra í nafni HH.

Það er ekkert að því að tileinka sér málstað heimilanna og nota stefnu Hagsmunasamtaka heimilanna til málefnalegs grundvallar, nú þegar hafa nokkrar stjórnmálahreyfingar gert slíkt og er það vel. Frekari tengingar en svo, eru og verða í óþökk stjórnar og þorra félagsmanna. Stjórnmálaflokkar eru beðnir að virða hlutlægni samtakanna en þeim er frjálst að styðjast við stefnumál samtakanna með málefnalegum hætti.

Stjórn Hagsmunasamtaka heimilanna

Lesa áfram...
Subscribe to this RSS feed

© Hannað af Filmís 

Hagsmunasamtök heimilanna voru stofnuð 15. janúar 2009 og eru frjáls og óháð hagsmunasamtök á neytendasviði, til varnar og hagsbóta fyrir heimilin í landinu.

Orð frá formanni

CEO 

Orð frá formanni Varlega áætlað hafa 15.000 fjölskyldur, 45.000 einstaklingar misst heimili sín frá hruni. Enginn hefur svarað fyrir það, hvað þá axlað á því ábyrgð. 

Þegar 15% þjóðarinnar missa heimili sín, gætir áhrifanna víða. Við sjáum þau í ástandinu á leigumarkaði og við sjáum þau líka í auknum kvíða meðal ungmenna og kulnun hjá þeim sem eldri eru.

Þegar fólk er svipt heimilum sínum glatar það öryggi sínu sínu og fótfestu. Þegar við bætist magnvana reiði og örvænting vegna óréttlætisins sem það stendur frammi fyrir ásamt hjálpar- og varnaleysinu sem það upplifir þegar heimilinu er hreinlega stolið af því, er ekki nema von að eitthvað láti undan.

Spillingin í þjóðfélaginu er djúp og hún á sér margar hliðar. Hún birtist ekki bara í háu húsnæðisverði og skelfilegum leigumarkaði eða háum vöxtum og verðtryggingu, hún birtist ekki bara í því hvernig lífeyrissjóðirnir misfara með fé okkar allra eða í „krónu á móti krónu“ skerðingu, hún birtist ekki bara í lágum launum verkafólks á meðan sjálftökufólk af ýmsum toga skammtar sjálfu sér milljónir, hún birtist ekki bara í spilltum dómstólum sem gæta hagsmuna „hinna sterku“ í dómum sínum eða í því hvernig lög- og stjórnaskrárvarin réttindi hafa verið brotin á neytendum frá hruni með skelfilegum afleiðingum.

Nei, hún birtist í þessu öllu og meiru til. Spillingin er djúp og teygir anga sína víða. Hana þarf að rífa upp með rótum til að hægt sé að byggja upp nýtt og betra þjóðfélag.

Fyrsta skrefið væri að að afnema verðtryggingu á lánum heimilanna! Öðruvísi er ekki hægt að skapa eðlilegan húsnæðismarkað eða stöðva sjálftöku fjármálastofnanna á tekjum fólks.

En til að takast á við ræturnar þarf að fara fram rannsókn á aðgerðum stjórnvalda eftir hrun. Jú það var líka spilling fyrir hrun, en þá urðu ákveðin vatnaskil og það var þá sem meðvituð ákvörðun var tekin um að fórna heimilum landsins fyrir bankana.

15.000 heimili eiga skilið að fá svör og uppreist æru.

Við biðjum ykkur um að styðja kröfuna um Rannsóknarskýrslu heimilanna!

Ásthildur Lóa Þórsdóttir
Formaður HH

Fylgstu með á samfélagsmiðlum