Símatími

Mán - þri kl. 10-13

Hafa samband

heimilin@heimilin.is

Á döfinni

Ný stjórn HH skiptir með sér verkum.

Ný stjórn HH sem kosin var á aðalfundi samtakanna 15. maí hefur nú skipt með sér verkum. Margir af þeim sem sátu í stjórn síðasta stjórnarár buðu sig fram til áframhaldandi stjórnarsetu, en einnig eru nokkrir nýliðar í hópnum. Stjórn HH 2014-2015 hlakkar til að takast á við þau mikilvægu verkefni sem framundan eru.

Lesa áfram...

Frávísunarkröfu Íbúðalánasjóðs í verðtryggingarmáli HH hafnað

Í morgun var kveðinn upp úrskurður í Héraðsdómi Reykjavíkur varðandi frávísunarkröfu Íbúðalánasjóðs í dómsmáli vegna verðtryggðs láns sem Hagsmunasamtök heimilanna standa að baki. Niðurstaðan er sú að frávísunarkröfu var hafnað.  Málið hefur nú þvælst innan dómskerfisins á annað ár, en það var upphaflega þingfest fyrir héraðsdómi þann 18. október 2012. Íbúðalánasjóður fór fram á frávísun málsins sem héraðsdómur samþykkti. HH áfrýjaði þeim úrskurði til Hæstaréttar sem staðfesti úrskurð héraðsdóms um frávísun í maí 2013.

Lesa áfram...

Ný stjórn HH og ályktun aðalfundar 2014

Hagsmunasamtök heimilanna héldu árlegan aðalfund sinn fimmtudagskvöldið 15. maí sl. Á fundinum var kjörin ný stjórn samtakanna sem nú skipast þannig: Vilhjálmur Bjarnason, Þórarinn Einarsson, Guðrún Harðardóttir, Páll Böðvar Valgeirsson, Pálmey Gísladóttir, Róbert Bender, Sigrún Jóna Sigurðardóttir. Varamenn eru: Bjarni Bergmann, Jón Helgi Óskarsson, Erlingur Þorsteinsson, Jóhann Rúnar Sigurðsson, Guðrún Indriðadóttir, Sigurður Bjarnason, Kristján Þorsteinsson.

Lesa áfram...

Vegna bilunar í póstkerfi Vodafone hefur fundarboð um aðalfund HH ekki borist öllum félagsmönnum

Stjórn HH hefur verið gert viðvart um að sumir félagsmenn hafi ekki fengið fréttabréf sem sent var út til að boða aðalfund samtakanna. Eftir athugun hefur komið í ljós að vandamálið er bundið við netföng á lénum sem hýst eru hjá Vodafone. Stjórn HH harmar þetta og vonar að tilkynningar um aðalfundinn hafi þrátt fyrir þetta borist viðkomandi félagsmönnum, en þær voru birtar hér á heimasíðunni og á Facebook síðu samtakanna.

Aðalfundur HH 2014 verður sem áður sagði haldinn fimmtudaginn 15. maí kl. 20 í sal Stýrimanna skólans við Háteigsveg. Félagsmenn eru hvattir til að fjölmenna á fundinn!

 

Lesa áfram...

Húsnæðislán gætu lækkað verulega vegna dómsmáls

Dómari dæmdur til að dæma í máli á vegum Hagsmunasamtaka heimilanna. -

Síðastliðinn föstudag úrskurðaði Hæstiréttur í máli sem höfðað hefur verið með stuðningi Hagsmunasamtaka heimilanna vegna verðtryggðs láns frá Íbúðalánasjóði. Kærður var úrskurður héraðsdóms þar sem héraðsdómari tilkynnti að hann myndi víkja sæti í málinu vegna þess að hann hefði tekið lán hjá Íbúðalánasjóði árið 2007, en lánið hefði hækkað umtalsvert síðan þá og í ljósi þess gæti hann ekki fjallað efnislega um málið því þá yrði hægt að draga óhlutdrægni hans í efa við úrlausn um lögmæti slíks láns.

Lesa áfram...

Lög um frestun á nauðungarsölum

Stjórn HH vill vekja athygli á lögum sem samþykkt voru á Alþingi nú rétt fyrir jól um frestun á nauðungarsölum, eftir mikla eftirfylgni og aðhaldi af hálfu HH og með hjálp nokkurra góðra aðila. Þeir sem standa frammi fyrir nauðungarsölu á heimili sínu geta nú sótt um frestun uppboðsins fram yfir 1. september 2014 á sérstöku eyðublaði með ákveðnum skilyrðum sem þar koma fram. Einnig geta þeir sem nýlega hafa misst heimili sín á nauðungarsölum, í þeim tilfellum þar sem samþykkisfrestur er ekki útrunninn, sótt um frest fram yfir 1. september á sama eyðublaði. Hafa ber í huga að samþykkisfrestur er yfirleitt aðeins þrjár vikur og að umsókn þeirra sem þegar hafa misst eignir sínar er háð samþykki kröfuhafa. Þeir aðilar sem eru í þessari stöðu þurfa því að hafa hraðar hendur! Ofangreindur frestur til 1. september 2014 getur nýst heimilum til nýta sér þau úrræði sem boðuð hafa verið eða grípa til varna. Eru félagsmenn HH sem og aðrir hvattir til að kynna sér vel réttindi sín í þessum efnum á meðan fresturinn er í gildi.

 

Lesa áfram...

Jólakveðja til allra heimila

Hagsmunasamtök heimilanna óska félagsmönnum sem og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og til hamingju með þann árangur sem náðst hefur fyrir heimilin á þessu ári.

 

Lesa áfram...

Endurkröfubréf vegna neytendalána

Hagsmunasamtök heimilanna hafa útbúið staðlað bréf fyrir neytendur sem þeir geta notað til að krefjast endurgreiðslu ofgreidds lánskostnaðar vegna ólögmætra skilmála á borð við gengistryggingu eða óréttmætra skilmála, til að mynda í samningum um neytendalán sem ekki tilgreina upplýsingar um lánskostnað með skýrum hætti.

Samkvæmt ráðleggingum sem koma fram í lögfræðiáliti sem samtökin létu gera fyrr á þessu ári eru neytendur sem telja að á réttindum sínum sé brotið eða þeir kunni að eiga rétt á endurgreiðslu, hvattir til þess að senda lánveitendum kröfubréf þar sem farið er fram á endurgreiðslu auk dráttarvaxta.

Leiðbeiningar: Hlaðið niður meðfylgjandi eyðublaði og prentið það út. Fyllið eyðublaðið út með upplýsingum um stað, dagsetningu, viðtakanda og sendanda, auk númers lánssamningsins. Upplýsingar um heimilisföng og kennitölu fjármálafyrirtækja má finna á vefsíðum þeirra (gjarnan neðst á síðu). Sendið lánveitanda bréfið með ábyrgðarpósti, kostnaður við það er 1.115 kr. skv. gjaldskrá Póstsins. Mikilvægt: óskið eftir afhendingu til skráðs viðtakanda hjá fyrirtækinu, og að fá móttökukvittun. Hafið upp frá þessu öll frekari samskipti bréfleg og varðveitið skjöl, bréf og önnur gögn skipulega.

ENDURKRÖFUBRÉF VEGNA NEYTENDALÁNA

2014-Endurkröfubréf-Neytend... by Hagsmunasamtök heimilanna

ÁLITSGERÐ UM RÉTT LÁNTAKENDA TIL AÐ HALDA EFTIR EIGIN GREIÐSLU

2013-02-20-Álitsgerð-Haldsr... by Hagsmunasamtök heimilanna

Lesa áfram...

Endurútreikningur neytendalána

Hagsmunasamtök heimilanna hafa ákveðið að bjóða félagsmönnum sínum og öðrum lántakendum upp á endurútreikning neytendalána gegn gjaldi. Útreikningarnir byggja á gildandi lögum um neytendarétt hér á landi, nánar tiltekið á lögum um neytendalán (nr. 121/1994), ákvæðum samningalaga (nr. 7/1936), ákvæðum vaxtalaga (nr. 38/2001), ásamt öðrum gildandi lögum og réttarreglum eftir því sem kann að eiga við um málsatvik hverju sinni.

Grunnverð fyrir endurútreikning er 31.375 kr. fyrir félagsmenn HH og 43.925 fyrir aðra. Ef um er að ræða flókna greiðslusögu bætast 6.275 kr. við verðið fyrir hverja skilmálabreytingu.

Þeir sem áhuga hafa á að nýta sér þessa þjónustu geta sent tölvupóst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. og fengið allar nánari upplýsingar.

Fyrirvari: þjónustan nær eingöngu til staðlaðra neytendalána og er jafnframt áskilinn sá réttur að synja beiðni um þjónustuna í sérstökum tilvikum sem teljast óvenjuleg eða þar sem hinar stöðluðu reikniaðferðir fyrir neytendalán teljast af einhverjum ástæðum ekki eiga við.

Lesa áfram...

Ný heimasíða: "Fólk í fjötrum Dróma".

Ný heimasíða hefur verið sett í loftið undir yfirskriftinni:  "Fólk í fjötrum Dróma". Tilgangurinn er að sýna þá meðhöndlun sem "viðskiptavinir" fyrirtækisins hafa mátt þola, eða eins og það er orðað á síðunni "að sýna hvernig Drómi pönkast á "viðskiptavinum" sínum". Á síðunni má meðal annars lesa kærusem send hefur verið til sérstaks saksóknara á hendur Dróma fyrir skipulagða glæpastarfsemi.

 

Lesa áfram...

Frestun á nauðungarsölum fagnað

Stjórn Hagsmunasamtaka heimilanna (HH) fagnar því að innanríkisráðherra, Hanna Birna Kristjánsdóttir, skuli loks hafa brugðist við ítrekuðum áskorunum samtakanna um að stöðva nauðungarsölur á heimilum neytenda.

Fulltrúar samtakanna áttu fund með innanríkisráðherra þann 9. október þar sem þessi krafa var sett fram, annars vegar vegna þess að samtökin telja nauðungaruppboð vera óréttmæt nema að undangengnum dómsúrskurði og hins vegar vegna þess að ótækt væri að bjóða upp húsnæði fólks á meðan beðið væri boðaðra aðgerða ríkisstjórnarinnar. Svör ráðherrans við kröfum samtakanna voru á þá leið að stöðvun nauðungaruppboða gengi gegn stjórnarskárvörum réttindum kröfuhafa. Þegar ráðherrann var spurð nánar út í þetta í fjölmiðlaumræðum um nauðungaruppboð í kjölfar fundarins svaraði ráðherra því til að þetta væri samkvæmt áliti “helstu sérfræðinga á þessu sviði”.

Lesa áfram...
Subscribe to this RSS feed

© Hannað af Filmís 

Hagsmunasamtök heimilanna voru stofnuð 15. janúar 2009 og eru frjáls og óháð hagsmunasamtök á neytendasviði, til varnar og hagsbóta fyrir heimilin í landinu.

Orð frá formanni

CEO 

Orð frá formanni Varlega áætlað hafa 15.000 fjölskyldur, 45.000 einstaklingar misst heimili sín frá hruni. Enginn hefur svarað fyrir það, hvað þá axlað á því ábyrgð. 

Þegar 15% þjóðarinnar missa heimili sín, gætir áhrifanna víða. Við sjáum þau í ástandinu á leigumarkaði og við sjáum þau líka í auknum kvíða meðal ungmenna og kulnun hjá þeim sem eldri eru.

Þegar fólk er svipt heimilum sínum glatar það öryggi sínu sínu og fótfestu. Þegar við bætist magnvana reiði og örvænting vegna óréttlætisins sem það stendur frammi fyrir ásamt hjálpar- og varnaleysinu sem það upplifir þegar heimilinu er hreinlega stolið af því, er ekki nema von að eitthvað láti undan.

Spillingin í þjóðfélaginu er djúp og hún á sér margar hliðar. Hún birtist ekki bara í háu húsnæðisverði og skelfilegum leigumarkaði eða háum vöxtum og verðtryggingu, hún birtist ekki bara í því hvernig lífeyrissjóðirnir misfara með fé okkar allra eða í „krónu á móti krónu“ skerðingu, hún birtist ekki bara í lágum launum verkafólks á meðan sjálftökufólk af ýmsum toga skammtar sjálfu sér milljónir, hún birtist ekki bara í spilltum dómstólum sem gæta hagsmuna „hinna sterku“ í dómum sínum eða í því hvernig lög- og stjórnaskrárvarin réttindi hafa verið brotin á neytendum frá hruni með skelfilegum afleiðingum.

Nei, hún birtist í þessu öllu og meiru til. Spillingin er djúp og teygir anga sína víða. Hana þarf að rífa upp með rótum til að hægt sé að byggja upp nýtt og betra þjóðfélag.

Fyrsta skrefið væri að að afnema verðtryggingu á lánum heimilanna! Öðruvísi er ekki hægt að skapa eðlilegan húsnæðismarkað eða stöðva sjálftöku fjármálastofnanna á tekjum fólks.

En til að takast á við ræturnar þarf að fara fram rannsókn á aðgerðum stjórnvalda eftir hrun. Jú það var líka spilling fyrir hrun, en þá urðu ákveðin vatnaskil og það var þá sem meðvituð ákvörðun var tekin um að fórna heimilum landsins fyrir bankana.

15.000 heimili eiga skilið að fá svör og uppreist æru.

Við biðjum ykkur um að styðja kröfuna um Rannsóknarskýrslu heimilanna!

Ásthildur Lóa Þórsdóttir
Formaður HH

Fylgstu með á samfélagsmiðlum