Málshöfðun gegn verðtryggingu
Dómsmál höfðað um lögmæti verðtryggðra neytendalána Íbúðalánasjóðs
Um liðna helgi voru fjögur ár liðin síðan útblásið bankakerfi Íslands hrundi með slíkum látum að þáverandi forsætisráðherra sá tilefni til að ákalla drottinn, hugsanlega í von um að stjórnvöld yrðu bænheyrð í ráðaleysi sínu. Hagsmunasamtök heimilanna hafa lengst af þessu tímabili beitt sér fyrir því að stemmt verði stigu við stökkbreytingum sem orðið hafa á lánum heimilanna í tengslum við fjármálakreppuna sem opinberaðist árið 2008 og sér enn ekki fyrir endann á. Stærsti einstaki liðurinn í þeirri baráttu hefur verið krafan um sanngjarna leiðréttingu á stökkbreyttum höfuðstól vegna verðtryggingar og vísitölutengingar neytendalána.
Íbúðalánasjóði stefnt
FRÉTTATILKYNNING
HH2012V3.2F1
27.09.2012
Málsókn gegn Íbúðalánasjóði vegna verðtryggðs láns
Birt hefur verið stefna fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í málsókn á hendur Íbúðalánasjóði sem er sú fyrsta vegna verðtryggðs fasteignaláns. Stefnan markar tímamót í baráttunni gegn verðtryggingu fasteignaveðlána. Hagsmunasamtök heimilanna (HH) hafa staðið að undirbúningi málsins og munu nánari upplýsingar um framgang þess birtast á heimasíðu samtakanna (www.heimilin.is).
Synjun á lögbannskröfu kærð til Hæstaréttar
Kærð hefur verið til Hæstaréttar synjun Héraðsdóms Reykjavíkur á kröfu Hagsmunasamtaka heimilanna (HH) og talsmanns neytenda (TN) um lögbann á innheimtu Landsbankans vegna ólögmætra gengistryggðra lána.
HH kæra Dróma til Samkeppniseftirlitsins
Hagsmunasamtök heimilanna hafa beint formlegu erindi til Samkeppniseftirlitsins þar sem óskað er eftir rannsókn á fullnustugerðum af hálfu fjármálafyrirtækja og Dróma hf. á meðan skilyrði um frestun þeirra voru í gildi, samkvæmt ákvörðun Samkeppniseftirlitsins um undanþágu til samstarfs um úrvinnslu mála vegna ólöglegra gengistryggingarákvæða í lánasamningum.
Neytendastofa hefur rannsókn á svokölluðu “vaxtagreiðsluþaki” Íslandsbanka
Neytendastofa hefur að beiðni Hagsmunasamtaka heimilanna hafið rannsókn á viðskiptaháttum Íslandsbanka við markaðssetningu á svokölluðu “vaxtagreiðsluþaki”.
Aðalmeðferð vegna lögbannskröfu á innheimtu ólögmætra gengislána
Í gær fór fram aðalmeðferð í Héraðsdómi Reykjavíkur í máli HH og talsmanns neytenda (TN) gegn Landsbankanum. Þann 1. júní hafnaði Sýslumaðurinn í Reykjavík kröfu HH og TN um að sett yrði lögbann á útsendingu greiðsluseðla vegna ólögmætra gengistryggðra lána. Þessa ákvörðun sýslumanns kærðu stefnendur til Héraðsdóms Reykjavíkur.
Eins og kunnugt er ríkir mikil óvissa um endurútreikninga áður gengistryggðra lána eftir hæstaréttardóm í máli 600/2011 frá 15. febrúar síðastliðnum þar sem afturvirkir vaxtaútreikningar voru dæmdir ólögmætir. Bankarnir hafa hins vegar haldið áfram að senda út greiðsluseðla eins og ekkert hafi í skorist.
Dagsetning er ekki enn komin fyrir dómsuppkvaðningu, en búast má við niðurstöðu innan fárra vikna.
Framkvæmdavald meðvirkt með fjármálaöflum
Full ástæða til rannsóknar Samkeppniseftirlitsins
Fljótlega eftir að samráð fjármálafyrirtækja hófst varðandi flýtimeðferð úrskurðar um gengistryggðra lánasamninga vöknuðu grunsemdir hjá stjórnarmönnum Hagsmunasamtaka heimilanna (HH) um að hagsmunir lántaka yrðu fyrir borð bornir í þessu samráði. HH lagði fram athugasemd til Samkeppniseftirlitsins (SE) um að slíkt samráð þyrfti að vera innan skýrra marka. Samkeppniseftirlitið var á sama máli og veitti undanþágu gegn ströngum skilyrðum. Eitt af skilyrðum SE var að Samtök Fjármálafyrirtækja (SFF) kæmu ekki að samráðinu nema í mesta lagi með því að veita fundaraðstöðu og ritara. Þetta var skýrt tilgreint af hendi SE og að opinber fulltrúi skuldara þ.e. Umboðsmaður skuldara væri einnig beinn aðili að samkomulaginu og Talsmaður Neytenda hefði valkvæða aðkomu.
HH krefjast rannsóknar á svokölluðu “vaxtagreiðsluþaki”
Hagsmunasamtök heimilanna hafa beint erindum til Neytendastofu, Fjármálaeftirlitsins, Talsmanns neytenda og Umboðsmanns skuldara þar sem vakin er athygli á og farið fram á rannsókn á viðskiptaháttum Íslandsbanka við markaðssetningu á lánveitingum og þjónustu þeim tengdum sem gengur undir markaðsheitinu “vaxtagreiðsluþak óverðtryggðra húsnæðislána”.
Rannsóknar krafist á aðkomu SFF að samráði vegna Hæstaréttardóms nr. 600/2011
HH hafa beint formlegu erindi til Samkeppniseftirlitsins með ósk um að hafin verði rannsókn á aðkomu Samtaka fjármálafyrirtækja (SFF) að samstarfi fjármálafyrirtækja og opinberra aðila í kjölfar dóms Hæstaréttar í máli nr. 600/2011 um fullnaðargildi kvittana o.fl.
Hagsmunasamtök heimilanna kæra Umboðsmann skuldara til Úrskurðarnefndar um upplýsingamál
Hagsmunasamtök heimilanna (HH) hafa sent kæru til Úrskurðarnefndar um upplýsingamál vegna synjunar Umboðsmanns skuldara (UMS) á beiðni HH um aðgang að gögnum um samráð fjármálafyrirækja og UMS, ásamt Neytendastofu og Talsmanni neytenda, sem stofnað var til í kjölfar dóms Hæstaréttar í máli nr. 600/2012 um gengistryggð lán.
Ekki taka verðtryggð lán
Ekki taka verðtryggð lán ef þér er annt um fjárhagslega framtíð þína
Verðtryggingin er að mati stjórnar HH mikil ógn við fjárhagslega heilsu yfir 50% heimila í landinu. Reyndar er svo nú að allt að 20% heimila eru gjaldþrota eða hafa ígildi þeirra stöðu (greiðsluaðlögun). Önnur 20% til 30% heimila eru í hættu þar eð lítið má út af bera í fjármálum til að valda kollsteypu niður í fjárhagslegt kviksyndi. Til að vera sanngjarn að þá er ekki hægt að kenna verðtryggingu um öll málin með beinum hætti en hinar óbeinu afleiðingar verðtryggingar eru mjög afgerandi í íslensku hagkerfi þó ekki sé minnst á bein og mjög augljós neikvæð áhrif.
Formaður kveður
Núverandi formaður stjórnar, Ólafur Garðarsson afhendir fyrrum formanni, Andreu J. Ólafsdóttur blómvönd frá stjórninni með þökkum fyrir gott starf á liðnu ári. Vegna anna Andreu við framboð til forseta varð þessi látlausa athöfn að bíða en aðalfundur samtakanna var 30. maí.