Símatími

Mán - þri kl. 10-13

Hafa samband

heimilin@heimilin.is

Á döfinni

Íslendingar mótmæla

Töluverður fjöldi mótmælti við setningu Alþingis 1. okt. 2010. Megin krafan var það sem HH hefur barist fyrir þ.e. leiðrétting stökkbreyttra skulda heimilanna. Við nálgumst óðum þann veruleika sem samtökin vöruðu við frá upphafi. Skaðinn er þegar geigvænlegur. Hvenær ætla stjórnvöld að láta segjast? Hvað þarf að ganga langt til að menn fari að opna augun?

NÆSTU MÓTMÆLI ERU MÁNUD. 4. OKT. KL. 19:30 VIÐ AUSTURVÖLL

Lesa áfram...

Nágrannavarsla heimilanna

Frést hefur af grunsamlegum mönnum á ferð að taka myndir af heimilum fólks. Við látum hér bréf aðstoðar yfirlögregluþjóns fylgja með um leið og við hvetjum fólk til að hafa augu og eyru opin.

"Sæll Jón Ragnar.

Við höfum verðir að fá tilkynningar um grunsamlegar
mannaferðir í ásunum þ.e. Heiðarási, Grundarási, Klapparási
og fleiri götum þar sem um er að ræða gangandi menn á
aldrinum 20 til 30 ára.  Í einhverjum tilvikum hafa þeir
verið að taka ljósmyndir af húsum og í öðrum hafa þeir
vakið athygli árvökulla íbúa og þótt grunsamlegir.  Styggð
hefur komið að mönnum í einhverjum tilvikum þegar þeir
veittu því athygli að íbúar voru að fylgjast með þeim.
Lesa áfram...

Blaðamannafundur 24. sept. 2010

Stjórn HH hélt mjög vel heppnaðan blaðamannafund föstudaginn 24. sept. 2010 í tilfefni af kynningu á tillögum stjórnar samtakanna til lausnar skuldavanda heimilanna.

Lesa áfram...

Hæstaréttardómur er áfall fyrir lántaka

Hæstaréttardómur er féll 16. september, nákvæmlega 3 mánuðum eftir að sami réttur dæmdi gengistryggingu ólöglega, hefur ekki gert neitt til að draga úr óvissu með skuldastöðu lántaka gengistryggðra fasteignalána. Satt best að segja hefur óvissan aldrei verið meiri. Reikna má þó með að fjármálastofnanir telji sig vera komnar á beinu brautina og fjárnám og nauðungarsölur fari nú af stað af enn meiri þunga en þegar er orðið.

Hagsmunasamtök heimilanna minna á að greiðsluverkfall er enn í fullu gildi. Þúsundir hafa verið í greiðsluverkfalli í allt að tvö ár og nú munu bætast þúsundir í hópinn. Fleiri og fleiri telja glórulaust að setja peninga þá botnlausu hít sem kerfið er orðið.

Von er á ályktun Hagsmunasamtaka heimilanna vegna hæstaréttardómsins. Vinsamlega fylgist með heimasíðunni.

 

Lesa áfram...

Hópmálssóknir samþykktar

Neytendaréttur hefur unnið góðan áfangasigur með nýjum lögum um hópmálssóknir. Hópmálssóknir ganga út á að þrír eða fleiri aðilar sem ,,eiga kröfur á hendur sama aðila sem eiga rætur að rekja til sama atviks, aðstöðu eða löggernings" geti stofnað ,,málssóknarfélag" í þessum eina tilgangi. Félagið er þá samnefnari félagsmanna og fer með þann rétt til málssóknar sem hver þeirra hefur sem einstaklingur eða lögaðili. Með nýju lögunum opnast möguleiki á að ná mun fyrr fram niðurstöðum í miklum fjölda lagalegra deilumála sem hafa hlotist af bankahruninu. Álagi á dómskerfið kann að létta í heildina miðað við það sem annars lá fyrir. Líkur aukast á að fleiri fá réttarbætur og eða niðurstöðu í málum og geti haldið áfram með lífið með slík mál að baki. HH hafa verið eindregnir talsmenn þessarar réttarbótar fyrir almenning og veitt nefndum Alþingis umsagnir ofl. í þessu sambandi. Við óskum Alþingi og þjóðinni til hamingju með þennan áfanga.

 

Lesa áfram...

Bréf Gunnars Tómassonar hagfræðings til Alþingis

Ritstjóri vefs HH vill vekja athygli lesenda á nýju bréfi Gunnars Tómassonar til Alþingismanna. GT bendir á mál sem eru mikið áhyggjuefni þ.e. að sú hugmyndafræði sem byggt hefur verið á við fjármálastjórn ríkja eins og Íslands gangi ekki upp. Þetta eru ekki bara fræðilegar vangaveltur lengur, almenningur hefur fengið að finna á eigin skinni hverjar afleiðingarnar eru.

Lesa áfram...

Umboðsmaður Alþingis krefur SÍ og FME svara

Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis hefur sent Seðlabanka Íslands og Fjármálaeftirlitinu fyrirspurn vegna tilmæla þeirra síðarnefndu til fjármálafyrirtækja varðandi dóm Hæstaréttar um lögmæti gengistryggingar lánasamninga. UA gefur engar undankomuleiðir í bréfinu. Svörin skulu tilgreina og rökstyðja lagagrundvöll og ásetning tilmælanna auk þess að afhend skulu þau gögn sem rökstuðningur og ákvarðanaferlið byggja á.

Að mati Hagsmunasamtaka heimilanna brutu FME og SÍ lög með tilmælunum eins og umboðsmaður vísar til að kunni að vera raunin. Stofnanir þessar gengu fram grímulaust sem einhverskonar sérlegir verndarar eða talsmenn fjármálafyrirtækja og eigenda þeirra. Lántakar eru jafn mikilvægir öðrum leikmönnum í fjármálakerfinu en hlutverk þeirra og hagsmunir voru hér fyrir borð bornir. Hér skal einnig bent á að SÍ og FME eru stofnanir sem eru með beinum hætti ábyrgar fyrir því að lögbrot bankanna viðgengust, hvað þessi tilteknu lán varðar svo ekki sé minnst á ábyrgðalaus útlán bankanna til innherja ofl. Þrátt fyrir ábendingar og fyrirspurnir Hagsmunasamtaka heimilanna fyrir rúmu ári síðan virðast yfirmenn þessara stofnana engar sjálfstæðar athuganir hafa gert á lögmæti lána með gjaldeyrisviðmið og vísuðu fyrirspurnum á aðra eins og þeim kæmi þetta ekkert við.

Lesa áfram...

Arion banki tekur af skarið

Arion banki hefur nú tekið afgerandi forystu meðal íslenskra banka í að leysa þann skuldavanda sem hefur hrjáð heimili þessa lands. Frjálsi fjárfestingabankinn og slitastjórn SPRON höfðu áður boðið viðskiptavinum sambærilegar tímabundnar lausnir vegna réttaróvissu gengistryggðra lána. Arion banki hefur greinilega unnið heimavinnuna sína en þeir funduðu síðast með fulltrúum Hagsmunasamtaka heimilanna þriðjudaginn 6. júlí. Þeir voru óvenju léttir á sér á þeim fundi og hlustuðu vel en gáfu ekkert uppi um fyrirætlanir sínar. Þeir komu okkur því skemmtilega á óvart með þessu útspili.

Arion banki hafði af sjálfsdáðum áður tekið einhliða ákvörðun um að láta viðskiptavini njóta vafans og sett allar aðfarir vegna gengistryggðra lána í bið út árið 2010 í þeirri von að réttarstaða gengistryggðra lánasamninga myndi skýrast á árinu. Nú er að koma í ljós hversu skynsamleg sú stefna þeirra var.

Lesa áfram...

Sparnaður gefur út reiknivél fyrir gengistryggð lán

Að áskorun formanns stjórnar HH ákvað stjórn Sparnaðar ehf að gefa frjálsan aðgang að reiknivél sem þeir hafa þróað fyrir gengistryggð lán. reiknivélin er í formi skjals fyrir töflureikni. Sparnaður brást fljótt og vel við ákoruninni og má nú hlaða reikninum niður af vefsíðu þeirra hér.

Það er von stjórnar HH að reiknivélin gefi fólki einhverjar hugmyndir um stöðu sinna mála en ekki er þó hægt að reikna með að nákvæm niðurstaða fáist í hverju máli með svo almennu tóli. Stjórn HH vísar á Sparnað ehf og vefsíðu þeirra varðandi allar frekari fyrirspurnir um þetta mál. Eins og gengur með þróun húgbúnaðartóla er þetta væntanlega verkefni í þróun. Við reiknum því með að Sparnaður ehf þiggi með þökkum allar ábendingar frá notendum um betrumbætur reiknivélarinnar. Þeir hafa tekið ábendingum HH mjög vel og reynt eftir fremsta megni að bæta og breyta eftir okkar ábendingum.

 

Lesa áfram...

"Ef vér slítum í sundur lögin, slítum vér og í sundur friðinn"

Hagsmunasamtök heimilanna vinna að tilmælum sem verður beint til lántakenda vegna dóms Hæstaréttar. Tilmælin verða birt á heimasíðunni við fyrsta tækifæri. Stjórn HH gerir sér grein fyrir mikilvægi þess að lántakar hafi bakhjarla í beinni árás fjármálastofnana á þeirra hag. SÍ og FME hafa nú tekið skíra afstöðu með lögbrjótandi fjármálafyrirtækjum gegn lántökum og virðast telja efnahagsstöðugleika byggjast á stuðningi við varglánastarfsemi. Þessari árás verður að hrinda og setja þessum stofnunum viðeigandi mörk.

 

Lesa áfram...

FME og SÍ afhjúpa sig

SÍ og FME héldu sameiginlegan blaðamannafund í morgun (30. júní 2010). Gefnar voru yfirlýsingar og tilmæli til lánastofnana að notast við vexti Seðlabankans við útreikning gengistryggðra lána í stað þeirra vaxtakjara sem samningar lánanna segja til um. Báðar þessar stofnanir eru berar að stórfelldri vanrækslu í eftirliti með útlánum fjármálastofnana en kóróna nú vanrækslu fyrri ára með hvatningu til áframhaldandi lögbrota fjármálafyrirtækja.

Stjórnendur þessara stofnana hafa með þessu líklega gert FME og SÍ skaðabótaskild og einnig eiga þeir á hættu að vera persónulega skaðabótaskildir. Egill Helgason, einn af megin pennum á vefnum eyjan.is og stjórnandi þáttarins Silfur Egils hefur sagt frammistöðu kerfisins hér að stórum hluta "fúsk". Störf SÍ og FME falla líklega með þessum gjörningi mjög tryggilega innan ramma þessa lýsandi og kjarnyrta hugtaks.

Lesa áfram...

Góður fundur í Iðnó

Sjá má fundinn hér á hjariveraldar.is

Fullt var út úr dyrum á borgarafundi sem haldinn var í Iðnó á mánudagskvöld 28. júní á vegum Borgarafunda. Pétur Blöndal, Gylfi Magnússon, Lilja Mósesdóttir og Guðmundur Andri Skúlason fluttu erindi og í kjölfarið komu spurningar úr sal og umræður. Marinó G Njálsson var fulltrúi Hagsmunasamtaka heimilanna í pallborði en Ragnar Baldursson hrl sat einnig fyrir svörum en við höfum ekki nöfn annarra sem voru í pallborði. Gunnar Sigurðsson stjórnaði fundinum.

Málflutningur viðskiptaráðherra var fyrirsjáanlegur og kom því miður ekkert nýtt frá honum að þessu sinni. Pétur Blöndal var hressilegur að vanda, hann stillir sér fyrirsjáanlega upp sem verndara sparifjáreigenda. Heimilin eru nefnilega stærstu sparifjáreigendur landsins en það fé er reyndar bundið að mestu í fasteignum heimilanna. Af einhverjum ástæðum hefur PB einskorðað vernd sína við sparifjáreigendur sem eiga peningaeignir, flestir aðrir teljast skuldarar í hans huga og "naflaskoðarar" eins og hann komst að orði í erindi sínu.

Lesa áfram...
Subscribe to this RSS feed

© Hannað af Filmís 

Hagsmunasamtök heimilanna voru stofnuð 15. janúar 2009 og eru frjáls og óháð hagsmunasamtök á neytendasviði, til varnar og hagsbóta fyrir heimilin í landinu.

Orð frá formanni

CEO 

Orð frá formanni Varlega áætlað hafa 15.000 fjölskyldur, 45.000 einstaklingar misst heimili sín frá hruni. Enginn hefur svarað fyrir það, hvað þá axlað á því ábyrgð. 

Þegar 15% þjóðarinnar missa heimili sín, gætir áhrifanna víða. Við sjáum þau í ástandinu á leigumarkaði og við sjáum þau líka í auknum kvíða meðal ungmenna og kulnun hjá þeim sem eldri eru.

Þegar fólk er svipt heimilum sínum glatar það öryggi sínu sínu og fótfestu. Þegar við bætist magnvana reiði og örvænting vegna óréttlætisins sem það stendur frammi fyrir ásamt hjálpar- og varnaleysinu sem það upplifir þegar heimilinu er hreinlega stolið af því, er ekki nema von að eitthvað láti undan.

Spillingin í þjóðfélaginu er djúp og hún á sér margar hliðar. Hún birtist ekki bara í háu húsnæðisverði og skelfilegum leigumarkaði eða háum vöxtum og verðtryggingu, hún birtist ekki bara í því hvernig lífeyrissjóðirnir misfara með fé okkar allra eða í „krónu á móti krónu“ skerðingu, hún birtist ekki bara í lágum launum verkafólks á meðan sjálftökufólk af ýmsum toga skammtar sjálfu sér milljónir, hún birtist ekki bara í spilltum dómstólum sem gæta hagsmuna „hinna sterku“ í dómum sínum eða í því hvernig lög- og stjórnaskrárvarin réttindi hafa verið brotin á neytendum frá hruni með skelfilegum afleiðingum.

Nei, hún birtist í þessu öllu og meiru til. Spillingin er djúp og teygir anga sína víða. Hana þarf að rífa upp með rótum til að hægt sé að byggja upp nýtt og betra þjóðfélag.

Fyrsta skrefið væri að að afnema verðtryggingu á lánum heimilanna! Öðruvísi er ekki hægt að skapa eðlilegan húsnæðismarkað eða stöðva sjálftöku fjármálastofnanna á tekjum fólks.

En til að takast á við ræturnar þarf að fara fram rannsókn á aðgerðum stjórnvalda eftir hrun. Jú það var líka spilling fyrir hrun, en þá urðu ákveðin vatnaskil og það var þá sem meðvituð ákvörðun var tekin um að fórna heimilum landsins fyrir bankana.

15.000 heimili eiga skilið að fá svör og uppreist æru.

Við biðjum ykkur um að styðja kröfuna um Rannsóknarskýrslu heimilanna!

Ásthildur Lóa Þórsdóttir
Formaður HH

Fylgstu með á samfélagsmiðlum