Símatími

Mán - þri kl. 10-13

Hafa samband

heimilin@heimilin.is

Á döfinni

Við mótmælum...

Á björtu og köldu haustsíðdegi við þingsetningu Alþingis 10. september síðastliðinn stóðu stéttarfélög og heildarsamtök launafólks sameinuð að mótmælum við Austurvöll. Alþýðusamband Íslands, BSRB og Kennarasamband Íslands mótmæltu aðgerðaleysi stjórnvalda í efnahagsmálum. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR var fundarstjóri og ræðumenn voru Magnús Þór Jónsson, formaður KÍ, Sonja Þorbergsdóttir, formaður BSRB, Halla Gunnarsdóttir, varaformaður VR og Þórarinn Eyfjörð, formaður Sameykis. Um fimmhundruð mótmælendur voru mættir til að hlýða á formenn stéttarfélaganna. Formaður VR og fundarstjóri talaði um tímamótamótmæli heildarsamtaka launafólks og gagnrýni á stöðu efnahagsmála, áhrif þeirra á fjárhag heimilanna og aðgerðaleysi stjórnvalda. Stjórn Hagsmunasamtaka heimilanna tók þátt í mótmælunum og Ásthildur Lóa Þórsdóttir, formaður samtakanna og alþingiskona fyrir Flokk fólksins sendi frá sér skoðanagrein á Vísi með Ragnari Þór Ingólfssyni daginn fyrir viðburðinn. Í grein þeirra voru áhrif verðbólgu á fjárhag heimila og lánþega harðlega gagnrýnd. Hér er grein Ragnars Þórs Ingólfssonar og Ásthildar Lóu Þórsdóttur: 

Lesa áfram...

Áhrif vaxtahækkana - ákall til fjármálastofnana

Hagsmunasamtök heimilanna hafa sent forstöðumönnum einstaklingsþjónustu bankanna eftirfarandi áskorun: Ákall til fjármálastofnana um samfélagslega ábyrgð, aukna og samhæfða þjónustu. Borið hefur á því í fyrirspurnum til Hagsmunasamtaka heimilanna vegna aukinnar greiðslubyrði lána að einstaklingar fái ekki alltaf þá þjónustu sem þeir þarfnast og eiga tilkall til, hjá viðskiptabanka sínum. Af þeim sökum sendu samtökin fyrirspurn til þjónustudeilda allra viðskiptabanka heimilanna, í desember síðastliðnum.

Skortur á samhæfðri þjónustu

Það er áberandi við nánari ígrundun á svörum bankanna og fyrirspurnum sem til samtakanna hafa borist, að skortur er á samhæfðri þjónustu vegna þeirrar stöðu sem uppi er í samfélaginu. Eina niðurstaðan sem hægt er að draga af þessum skorti er ábyrgðar- og sinnuleysi fjármálastofnanna gagnvart þeim kostnaðarauka sem þeir hafa varpað yfir á heimilin, þegar hagnaður af starfseminni er langt fyrir ofan ásættanlega arðsemi. Við auknum greiðsluerfiðleikum heimila þurfa fjármálastofnanir að bregðast við með samfélagslegri ábyrgð.

Lesa áfram...

Vaxtahækkanir og skyldur lánveitenda

Hagsmunasamtök heimilanna vekja athygli á upplýsingaskyldu lánveitanda í tengslum við vaxtahækkanir. Þegar Seðlabanki Íslands hækkar meginvexti sína (stýrivexti) fylgja oftast í kjölfarið hækkanir á útlánsvöxtum hjá fjármálastofnunum. Þær eru mismiklar og háðar mati hverrar fjármálastofnunar fyrir sig, en lögum samkvæmt verður þó að vera gagnsæi um slíkar ákvarðanir og forsendur þeirra. Samtökin hafa gagnrýnt vaxtahækkanir seðlabankans og lánveitenda. Burtséð frá þeirri gagnrýni lúta lánveitendur lögum og reglum sem þeir eiga að fylgja við framkvæmd þessara hækkanna.

Lesa áfram...

Bankarnir skulda neytendum vaxtalækkanir!

Seðlabankinn hækkaði meginvexti sína um 1 prósentustig í gær eða um  36% og flestir gera ráð fyrir að bankarnir fylgi í kjölfarið og hækki vexti á húsnæðislánum og öðrum neytendalánum.

Hagsmunasamtök heimilanna vilja minna bankana á að þegar meginvextir Seðlabankans lækkuðu á síðasta ári, þá fylgdu lækkanir bankanna ekki eftir í sama hlutfalli.

Almennt hafa vextir bankanna að undanförnu verið 40%-75% hærri en meginvextir Seðlabankans. Þannig að þegar meginvextir Seðlabankans hafa verið 2,75% hafa vextir bankanna á húsnæðislánum verið í kringum 4,7% á óverðtryggðum íbúðalánum. Að undanförnu hafa vextir bankanna þannig verið um 42% hærri en meginvextir Seðlabankans.

En þá komum við að því sem gerðist, eða gerðist ekki, þegar viðmiðunarvextir Seðlabankans fóru niður í 0,75%. Þá hefðu vextir bankanna átt að fylgja hlutfallslega með og fara niður í rétt rúmlega 1% á óverðtryggðum lánum.

Lesa áfram...

Vaxtahækkanir eru ekkert lögmál og engin þörf á þeim

Hagsmunasamtök heimilanna senda áskorun til  ríkisstjórnarinnar og lánveitenda um að halda aftur af vaxtahækkunum.

Samtökin vekja athygli á hvernig heimilin eru nú sem oftar, gjörsamlega berskjölduð fyrir vaxtaákvörðunum lánastofnana.

Eftir að hafa verið í sögulegu lágmarki í ársbyrjun hafa meginvextir Seðlabanka Íslands verið hækkaðir þrisvar, um 0,25 prósentustig í hvert skipti. Flestir lánveitendur hafa fylgt þeim hækkunum dyggilega eftir með sambærilegum hækkunum á vöxtum húsnæðislána og þannig lagt auknar fjárhagslegar byrðar á stærstan hluta íslenskra heimila.

Lesa áfram...

Heimilin eiga inni allt að 250% vaxtamun

Fréttatilkynning

Hagsmunasamtök heimilanna krefjast þess að bankarnir dragi vaxtaokur og vaxtahækkanir sínar til baka og geri þeir það ekki að eigin frumkvæði grípi stjórnvöld til þeirra úrræða sem þau geta til að stöðva þessa ósvinnu. Hagsmunasamtök heimilanna ítreka kröfu sína fyrir hönd heimilanna í landinu um að bankarnir taki á sig byrðarnar með öðrum í samfélaginu og benda á þá staðreynd að heimilin eiga inni hjá bönkunum allt að 250% vaxtamun á húsnæðislánum.

Neytendur hljóta að gera þá kröfu til stjórnvalda að þau sjái til þess að sú lækkun nái strax fram að ganga.

Hagsmunasamtök heimilanna ítreka að það er ólíðandi að bankarnir stingi mismuninum í eigin vasa, ekki síst í núverandi árferði.

Lesa áfram...
Subscribe to this RSS feed

© Hannað af Filmís 

Hagsmunasamtök heimilanna voru stofnuð 15. janúar 2009 og eru frjáls og óháð hagsmunasamtök á neytendasviði, til varnar og hagsbóta fyrir heimilin í landinu.

Orð frá formanni

CEO 

Orð frá formanni Varlega áætlað hafa 15.000 fjölskyldur, 45.000 einstaklingar misst heimili sín frá hruni. Enginn hefur svarað fyrir það, hvað þá axlað á því ábyrgð. 

Þegar 15% þjóðarinnar missa heimili sín, gætir áhrifanna víða. Við sjáum þau í ástandinu á leigumarkaði og við sjáum þau líka í auknum kvíða meðal ungmenna og kulnun hjá þeim sem eldri eru.

Þegar fólk er svipt heimilum sínum glatar það öryggi sínu sínu og fótfestu. Þegar við bætist magnvana reiði og örvænting vegna óréttlætisins sem það stendur frammi fyrir ásamt hjálpar- og varnaleysinu sem það upplifir þegar heimilinu er hreinlega stolið af því, er ekki nema von að eitthvað láti undan.

Spillingin í þjóðfélaginu er djúp og hún á sér margar hliðar. Hún birtist ekki bara í háu húsnæðisverði og skelfilegum leigumarkaði eða háum vöxtum og verðtryggingu, hún birtist ekki bara í því hvernig lífeyrissjóðirnir misfara með fé okkar allra eða í „krónu á móti krónu“ skerðingu, hún birtist ekki bara í lágum launum verkafólks á meðan sjálftökufólk af ýmsum toga skammtar sjálfu sér milljónir, hún birtist ekki bara í spilltum dómstólum sem gæta hagsmuna „hinna sterku“ í dómum sínum eða í því hvernig lög- og stjórnaskrárvarin réttindi hafa verið brotin á neytendum frá hruni með skelfilegum afleiðingum.

Nei, hún birtist í þessu öllu og meiru til. Spillingin er djúp og teygir anga sína víða. Hana þarf að rífa upp með rótum til að hægt sé að byggja upp nýtt og betra þjóðfélag.

Fyrsta skrefið væri að að afnema verðtryggingu á lánum heimilanna! Öðruvísi er ekki hægt að skapa eðlilegan húsnæðismarkað eða stöðva sjálftöku fjármálastofnanna á tekjum fólks.

En til að takast á við ræturnar þarf að fara fram rannsókn á aðgerðum stjórnvalda eftir hrun. Jú það var líka spilling fyrir hrun, en þá urðu ákveðin vatnaskil og það var þá sem meðvituð ákvörðun var tekin um að fórna heimilum landsins fyrir bankana.

15.000 heimili eiga skilið að fá svör og uppreist æru.

Við biðjum ykkur um að styðja kröfuna um Rannsóknarskýrslu heimilanna!

Ásthildur Lóa Þórsdóttir
Formaður HH

Fylgstu með á samfélagsmiðlum