Frambjóðendur til stjórnar HH 2017
Eftirtaldir einstaklingar höfðu boðið sig fram til stjórnarkjörs á aðalfundi Hagsmunasamtaka heimilanna 2017, áður en framboðsfrestur rann út í dag:
Aðalfundur Hagsmunasamtaka heimilanna 2017
- Skipun fundarstjóra, ritara, og fundarsetning
- Skýrsla stjórnar: Vilhjálmur Bjarnason, formaður
- Reikningar samtakanna: Róbert Bender, gjaldkeri
- Tillaga stjórnar um ákvörðun félagsgjalda
- Tillögur um breytingar á samþykktum
- Kosning 7 aðalmanna í stjórn
- Kosning 3-7 varamanna í stjórn
- Kosning skoðunarmanna
- Önnur mál
Opinn spjallfundur um málefni heimilanna
Kæru félagsmenn
Nú er komið að mánaðarlegum opnum spjallfundi Hagsmunasamtaka heimilanna. Fundurinn verður haldinn næstkomandi miðvikudag, 10. maí, kl. 20-22, á Café Meskí, Fákafeni 9 (í innri sal kaffihússins).
Fundir sem þessir eru kjörinn vettvangur fyrir félagsmenn til að ræða þau mál sem brenna á þeim, jafnt sín á milli sem og við fulltrúa stjórnar samtakanna.
Við hvetjum félagsmenn sem og aðra til að nýta sér þetta tækifæri og mæta til að taka þátt í umræðum um málefni heimilanna!
Stjórn Hagsmunasamtaka heimilanna.
Opinn spjallfundur um málefni heimilanna
Kæru félagsmenn
Nú er komið að mánaðarlegum opnum spjallfundi Hagsmunasamtaka heimilanna. Fundurinn verður haldinn næstkomandi fimmtudag, 9. mars, kl. 20-22, á Café Meskí, Fákafeni 9.
Fundir sem þessir eru kjörinn vettvangur fyrir félagsmenn til að ræða þau mál sem brenna á þeim, jafnt sín á milli sem og við fulltrúa stjórnar samtakanna.
Við hvetjum félagsmenn sem og aðra til að nýta sér þetta tækifæri og mæta til að taka þátt í umræðum um málefni heimilanna!
Stjórn Hagsmunasamtaka heimilanna.
Opinn spjallfundur um málefni heimilanna
Kæru félagsmenn
Nú er komið að mánaðarlegum opnum spjallfundi Hagsmunasamtaka heimilanna. Fundurinn verður haldinn næstkomandi miðvikudag, 8. febrúar, kl. 20-22, á Café Meskí, Fákafeni 9.
Fundir sem þessir eru kjörinn vettvangur fyrir félagsmenn til að ræða þau mál sem brenna á þeim, jafnt sín á milli sem og við fulltrúa stjórnar samtakanna.
Við hvetjum félagsmenn sem og aðra til að nýta sér þetta tækifæri og mæta til að taka þátt í umræðum um málefni heimilanna!
Stjórn Hagsmunasamtaka heimilanna.
Uppgjör við hrunið - 2017!
Á íslenskum fjármálamarkaði hefur upplýsingaskylda fjármálastofnanna gagnvart neytendum lengi verið brotin eða vanrækt, ekki eingöngu með tilliti til verðtryggingar húsnæðislána, heldur einnig yfirdráttarlána og annarra lánasamninga. Í dag kveða lög um neytendalán frá 2013 enn skýrar en áður á um framkvæmd upplýsingagjafar til neytenda og að árleg hlutfallstala kostnaðar (ÁHK) megi ekki samkvæmt lögum fara upp fyrir 50% að viðbættum stýrivöxtum.
Jólakveðja til heimilanna
Hagsmunasamtök heimilanna senda félagsmönnum sínum sem og landsmönnum öllum hugheilar hátíðakveðjur.
Nú þegar áttunda starfsár samtakanna er senn að baki, er ljóst að baráttunni fyrir réttindum heimilanna er hvergi nærri lokið. Undanfarin misseri hafa kröfur um afnám verðtryggingar og viðurkenningu á ólögmæti verðtryggðra neytendalána verið fyrirferðarmikill þáttur í starfi samtakanna. Þrátt fyrir að þeim markmiðum hafi enn ekki verið náð nema að takmörkuðu leyti, er þó langt frá því að öll slík kurl séu komin til grafar. Fyrir tilstilli samtakanna bíða ýmis mál af þeim toga enn úrlausnar og gæti átt eftir að draga til tíðinda af þeim á nýju ári.
Opinn spjallfundur um málefni heimilanna
Kæru félagsmenn
Nú er komið að mánaðarlegum opnum spjallfundi Hagsmunasamtaka heimilanna. Fundurinn verður haldinn næstkomandi fimmtudag, 1. desember, kl. 20-22, á Café Meskí, Fákafeni 9.
Fundir sem þessir eru kjörinn vettvangur fyrir félagsmenn til að ræða þau mál sem brenna á þeim, jafnt sín á milli sem og við fulltrúa stjórnar samtakanna.
Við hvetjum félagsmenn sem og aðra til að nýta sér þetta tækifæri og mæta til að taka þátt í umræðum um málefni heimilanna!
Stjórn Hagsmunasamtaka heimilanna.
Íslenska ríkið skaðabótaskylt á hvorn veginn sem málið fer
Hagsmunasamtök heimilanna hafa nú sent formlega kvörtun til Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) yfir framkvæmd verðtryggðra neytendalána og brotum gegn EES-reglum á sviði neytendaverndar af hálfu íslenska ríkisins. Ástæða þess er sú að í nóvember 2015 voru hagsmunir fjármálafyrirtækja látnir vega þyngra en neytendaréttur í æðsta dómsal landsins, í máli Hagsmunasamtaka heimilanna um framkvæmd verðtryggra neytendalána (nr. 243/2015). Framkvæmd slíkra lána hér á landi hefur ekki verið í samræmi við EES-reglur um upplýsingaskyldu lánveitenda, þar sem fjármálafyrirtækin hafa undanskilið kostnað vegna verðtryggingar, þ.e. verðbætur, frá lögboðinni upplýsingagjöf til neytenda um heildarlántökukostnað og árlega hlutfallstölu kostnaðar vegna lántöku.
Opinn spjallfundur um málefni heimilanna
Kæru félagsmenn
Nú er komið að mánaðarlegum opnum spjallfundi Hagsmunasamtaka heimilanna. Fundurinn verður haldinn næstkomandi miðvikudag, 2. nóvember, kl. 20-22, á Café Meskí, Fákafeni 9.
Fundir sem þessir eru kjörinn vettvangur fyrir félagsmenn til að ræða þau mál sem brenna á þeim, jafnt sín á milli sem og við fulltrúa stjórnar samtakanna.
Við hvetjum félagsmenn sem og aðra til að nýta sér þetta tækifæri og mæta til að taka þátt í umræðum um málefni heimilanna!
Stjórn Hagsmunasamtaka heimilanna.
Svör framboða í Alþingiskosningum 2016 við spurningum HH
Það hefur án efa vakið athygli margra, félagsmanna sem og annarra, að afnám verðtryggingar hefur verið minna í umræðunni í aðdraganda þessara kosninga en oft áður. Hverju það sætir er erfitt að henta reiður á með vissu eða afgerandi hætti. Þó má benda á að ríkisrekinn fjölmiðill landsmanna batt þannig um hnútana að umræður um húsnæðismál voru settar undir einn hatt og verðtryggingin var ekki dregin sérstaklega fram í umræðunni. Það var því fjallað um húsnæðismál á víðum grundvelli í umfjöllun RÚV. Þetta hefur óneitanlega vegið þungt á metunum. Þó kemur fram í nýafstaðinni netkönnun RÚV, þar sem verðtryggingin og afnám hennar kemur loks við sögu að meirihluti þáttakenda er hlynntur afnámi.
Opinn spjallfundur um málefni heimilanna
Kæru félagsmenn
Nú er komið að því að opnir spjallfundir Hagsmunasamtaka heimilanna hefjist á ný að loknum sumarleyfum.
Fyrsti fundur vetrarins verður haldinn næstkomandi fimmtudag, þann 15. september, kl. 20-22, á Café Meskí, Fákafeni 9. Slíkir fundir verða svo haldnir mánaðarlega á komandi vetri líkt og síðasta vetur, en þeir verða auglýstir nánar hverju sinni.
Fundir sem þessir eru kjörinn vettvangur fyrir félagsmenn til að ræða þau mál sem brenna á þeim, jafnt sín á milli sem og við fulltrúa stjórnar samtakanna.
Við hvetjum félagsmenn til þess að mæta!
Stjórn Hagsmunasamtaka heimilanna.