Símatími

Mán - þri kl. 10-13

Hafa samband

heimilin@heimilin.is

Á döfinni

Málflutningur í skaðabótamáli vegna verðtryggðra neytendalána

ATH. Fréttin hefur verið uppfærð: Þann 15. nóvember tilkynnti Héraðsdómur Reykjavíkur að fyrirhugaðri aðalmeðferð málsins nr. E-514/2018 yrði að fresta af óviðráðanlegum orsökum.

Síðan framangreind breyting var gerð hafa borist þær upplýsingar í millitíðinni að ný tímasetning aðalmeðferðar sé komin á dagskrá héraðsdóms þann 30. janúar 2019 kl. 13:15.

Lesa áfram...

Opinn spjallfundur um málefni heimilanna

Ágætu félagsmenn og áhugafólk um málefni heimilanna.

Nú er komið að fyrsta opna spjallfundi Hagsmunasamtaka heimilanna þetta haustið. Fundurinn verður haldinn næstkomandi þriðjudag, 4. september, kl. 20-22, á Café Meskí, Fákafeni 9 (í innri sal kaffihússins).

Að þessu sinni mun inntak fundarins snúast um stöðu neytendaverndar á fjármálamarkaði og hvert við stefnum í neytendavernd á Íslandi.

Lesa áfram...

Erindi til Alþingismanna: Fyrir hvern og hverja situr þú á Alþingi?

[Svohljóðandi erindi hefur verið sent öllum sitjandi Alþingismönnum.]

Ágæti alþingismaður,

Meðfylgjandi er yfirlýsing frá Hagsmunasamtökum heimilanna sem send var nýlega á fjölmiðla. Við förum fram á að þú lesir hana.

Eins og þú sérð koma þarna fram staðfestar tölur um fjölda þeirra heimila sem seld hafa verið nauðungaruppboðum á árunum frá hruni.

Lesa áfram...

Ekki þarf lengur að framvísa frumriti við innheimtu skuldabréfs

Hagsmunasamtök heimilanna vekja athygli á því að samkvæmt nýföllnum dómi Landsréttar virðist mega krefja skuldara um greiðslu skuldar þó kröfuhafi geti ekki framvísað frumriti skuldabréfsins. Samkvæmt dómnum er nóg að hafa afrit skuldabréfs og að líkur séu á því að kröfuhafinn hafi einhvern tímann haft frumrit skuldabréfsins undir höndum, jafnvel þegar svipta á fólk lífsstarfi sínu.

Lesa áfram...

Aðvörun til fjárfesta: kaupið ekki köttinn í sekknum!

Um þessar mundir stendur yfir útboð á hlutafjáreign Kaupþings í Arion banka. Að undanförnu hafa einnig komið fram hugmyndir um sölu á eignarhlutum ríkisins í stóru viðskiptabönkunum. Af þessu tilefni er rétt að vara fjárfesta við því að kaupa ekki köttinn í sekknum þegar hlutafé íslenskra banka er annars vegar. Margt bendir til þess að eignasöfn þeirra séu stórlega ofmetin og þar innan um leynist ýmsar gallaðar vörur. Eftirfarandi eru nokkur staðfest dæmi um slíkt.

Lesa áfram...

Opinn spjallfundur um málefni heimilanna

Ágætu félagsmenn og áhugafólk um málefni heimilanna.

Nú er komið að mánaðarlegum opnum spjallfundi Hagsmunasamtaka heimilanna. Fundurinn verður haldinn næstkomandi þriðjudag, 15. maí, kl. 20-22, á Café Meskí, Fákafeni 9 (í innri sal kaffihússins).

Lesa áfram...

Niðurstaða ESA um kvörtun vegna verðtryggðra neytendalána

Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) hefur komist að niðurstöðu í kvörtunarmáli Hagsmunasamtaka heimilanna yfir útfærslu verðtryggðra neytendalána og dómi Hæstaréttar Íslands í máli nr. 243/2015 þar sem rétturinn lagði blessun sína yfir framkvæmd sem þó er ljóst að var andstæð EES-reglum.

Í stuttu máli vísaði stofnunin málinu frá sér á þeirri forsendu að viðkomandi lög væru ekki lengur í gildi og því óþarfi fyrir stofnunina að knýja á um breytingar á þeim. Þessi lokaniðurstaða er í samræmi við bráðabirgðaniðurstöðu sem barst frá stofnuninni í fyrra og kemur því ekki á óvart.

Þó að kvörtunin hafi ekki leitt til neinnar efnislegrar niðurstöðu hjá ESA, komu engu að síður fram dýrmætar upplýsingar í málinu sem munu gagnast í áframhaldandi baráttu fyrir réttindum neytenda á fjármálamarkaði. Ber þar hæst að ákvörðunin felur í sér viðurkenningu á því að eldri lögin sem ekki eru lengur í gildi hafi verið í andstöðu við EES-reglur um neytendalán.

Við meðferð málsins kom fram skýr viðurkenning íslenskra stjórnvalda á umræddu broti sem Hagsmunasamtök heimilanna ætla að sækja skaðabætur fyrir. Þetta styður að sjálfsögðu eindregið málstað neytenda í skaðabótamáli sem var nýlega höfðað fyrir tilstilli samtakanna og gefur aukið tilefni til bjartsýni um að skaðabótakrafan nái fram að ganga.

Einnig er tekið sterkt til orða í ákvörðuninni um mikilvægi þess að neytendur séu ávallt upplýstir rækilega um allan kostnað við lántöku og vísað til þess að Dómstóll Evrópusambandsins telji það vera algjört frumskilyrði neytendaverndar. Á ensku er notað orðalagið “of critical importance” og verður varla kveðið mikið fastar en svo að orði í niðurstöðum dómstóla.

Að teknu tilliti til alls þessa og þrátt fyrir frávísun, sem er að vissu leyti skiljanleg vegna brottfalls viðkomandi laga, verður engu að síður að telja kvörtunina hafa skilað mjög þýðingarmiklum afrakstri. Þessi ákvörðunin er ekki endir að neinu heldur aðeins áfangi á leiðinni að því að sækja réttindi neytenda vegna ólögmætrar útfærslu verðtryggðra lána.

Hér má sjá kvörtunina ásamt öllum gögnum málsins:  

2016-2018-ESA-Case-No-79870 by Hagsmunasamtök heimilanna

Lesa áfram...

Opinn spjallfundur um málefni heimilanna

Ágætu félagsmenn og áhugafólk um málefni heimilanna.

Nú er komið að mánaðarlegum opnum spjallfundi Hagsmunasamtaka heimilanna. Fundurinn verður haldinn næstkomandi þriðjudag, 3. apríl, kl. 20-22, á Café Meskí, Fákafeni 9 (í innri sal kaffihússins).

Lesa áfram...

Niðurstöður aðalfundar Hagsmunasamtaka heimilanna 2018

Aðalfundur Hagsmunasamtaka heimilanna 2018 var haldinn 20. febrúar síðastliðinn. Á fundinum var kosin ný stjórn sem hefur nú skipt með sér verkum og er skipuð sem hér segir.

  • Ásthildur Lóa Þórsdóttir formaður
  • Vilhjálmur Bjarnason varaformaður
  • Guðrún Bryndís Harðardóttir gjaldkeri
  • Einar Valur Ingimundarson ritari
  • Hafþór Ólafsson meðstjórnandi
  • Sigríður Örlygsdóttir meðstjórnandi
  • Sigurbjörn Vopni Björnsson meðstjórnandi

Lesa áfram...

Skaðabótamál höfðað vegna verðtryggðra neytendalána

Skaðabótamál hefur verið höfðað vegna verðtryggðra neytendalána og vanrækslu á upplýsingaskyldu fjármálastofnana um kostnað vegna verðtryggingar.

Sérstaða málsins felst í því að á hvorn veginn sem málið fer verður niðurstaðan Hagsmunasamtökum heimilanna í vil. Aðeins þarf að fá úr því skorið hvort innleiðing Alþingis á þeim neytendarétti sem um ræðir í málinu hafi verið röng sem gerir Alþingi ábyrgt eða þá að dómur Hæstaréttar Íslands í máli nr. 243/2015 hafi verið rangur sem gerir Hæstarétt og dómskerfið ábyrgt.

Lesa áfram...

Opinn spjallfundur um málefni heimilanna

Ágætu félagsmenn og áhugafólk um málefni heimilanna.

Nú er komið að mánaðarlegum opnum spjallfundi Hagsmunasamtaka heimilanna. Fundurinn verður haldinn næstkomandi þriðjudag, 6. mars, kl. 20-22, á Café Meskí, Fákafeni 9 (í innri sal kaffihússins).

Lesa áfram...
Subscribe to this RSS feed

© Hannað af Filmís 

Hagsmunasamtök heimilanna voru stofnuð 15. janúar 2009 og eru frjáls og óháð hagsmunasamtök á neytendasviði, til varnar og hagsbóta fyrir heimilin í landinu.

Orð frá formanni

CEO 

Orð frá formanni Varlega áætlað hafa 15.000 fjölskyldur, 45.000 einstaklingar misst heimili sín frá hruni. Enginn hefur svarað fyrir það, hvað þá axlað á því ábyrgð. 

Þegar 15% þjóðarinnar missa heimili sín, gætir áhrifanna víða. Við sjáum þau í ástandinu á leigumarkaði og við sjáum þau líka í auknum kvíða meðal ungmenna og kulnun hjá þeim sem eldri eru.

Þegar fólk er svipt heimilum sínum glatar það öryggi sínu sínu og fótfestu. Þegar við bætist magnvana reiði og örvænting vegna óréttlætisins sem það stendur frammi fyrir ásamt hjálpar- og varnaleysinu sem það upplifir þegar heimilinu er hreinlega stolið af því, er ekki nema von að eitthvað láti undan.

Spillingin í þjóðfélaginu er djúp og hún á sér margar hliðar. Hún birtist ekki bara í háu húsnæðisverði og skelfilegum leigumarkaði eða háum vöxtum og verðtryggingu, hún birtist ekki bara í því hvernig lífeyrissjóðirnir misfara með fé okkar allra eða í „krónu á móti krónu“ skerðingu, hún birtist ekki bara í lágum launum verkafólks á meðan sjálftökufólk af ýmsum toga skammtar sjálfu sér milljónir, hún birtist ekki bara í spilltum dómstólum sem gæta hagsmuna „hinna sterku“ í dómum sínum eða í því hvernig lög- og stjórnaskrárvarin réttindi hafa verið brotin á neytendum frá hruni með skelfilegum afleiðingum.

Nei, hún birtist í þessu öllu og meiru til. Spillingin er djúp og teygir anga sína víða. Hana þarf að rífa upp með rótum til að hægt sé að byggja upp nýtt og betra þjóðfélag.

Fyrsta skrefið væri að að afnema verðtryggingu á lánum heimilanna! Öðruvísi er ekki hægt að skapa eðlilegan húsnæðismarkað eða stöðva sjálftöku fjármálastofnanna á tekjum fólks.

En til að takast á við ræturnar þarf að fara fram rannsókn á aðgerðum stjórnvalda eftir hrun. Jú það var líka spilling fyrir hrun, en þá urðu ákveðin vatnaskil og það var þá sem meðvituð ákvörðun var tekin um að fórna heimilum landsins fyrir bankana.

15.000 heimili eiga skilið að fá svör og uppreist æru.

Við biðjum ykkur um að styðja kröfuna um Rannsóknarskýrslu heimilanna!

Ásthildur Lóa Þórsdóttir
Formaður HH

Fylgstu með á samfélagsmiðlum