Dómsmálaráðherra þarf að draga dómara til ábyrgðar!
Í máli Silju er staðfest að bankinn hafði sagt umrætt veðskuldabréf að fullu greitt árið 2015 og að því hafi í framhaldinu verið aflýst hjá sýslumanni.
Pallborðsumræður á RIFF um húsnæðismál
Laugardaginn 27. september var heimildarmyndin PUSH frumsýnd á kvikmyndahátíðinni RIFF. Heimildamyndin fjallar húsnæðismál og það að hafa þak yfir höfuðið sem eitt af grundvallarréttindum okkar, forsenda öryggis og heilbrigðs lífs. Húsnæðisverð er að hækka upp úr öllu valdi í borgum heimsins en tekjur fólks hækka ekki í samræmi við það. Hér er hægt að skoða stiklu úr myndinni: PUSH (2019) KICKSTARTER TRAILER
Myndin hefur vakið gríðarlega athygli víða um heim. Borgarstjóri Kaupmannahafnar mætti á frumsýningu myndarinnar í Danmörku og fór strax í það að breyta reglum borgarinnar. Stjórnarmönnum Hagsmunasamtaka heimilanna var boðið á frumsýningu myndarinnar og tók Vilhjálmur Bjarnason, varaformaður stjórnar þátt í pallborðsumræðu um myndina, ásamt Breka Karlssyni formanni Neytendasamtakanna.
Afstaða HH til þriðja orkupakkans
Hagsmunasamtök heimilanna lýsa yfir andstöðu við svokallaðan þriðja orkupakka í óbreyttri mynd.Samtökin beina því til utanríkisráðherra og alþingismanna að nýta sér 102. grein EES samningsins og sækja um undanþágu frá þriðja orkupakkanum, enda tengist landið ekki orkumarkaði ESB.
Aðstæður á Íslandi er allt aðrar en á meginlandi Evrópu og við berum ábyrgð gagnvart börnum okkar og barnabörnum á að engin vafi leiki á að orkan okkar verði alltaf sameign þjóðarinnar. Það má aldrei vera háð neinum lögfræðilegum vafa eða einföldum meirihluta á Alþingi.
Samþykktir HH frá 20. febrúar 2018
Eftirfarandi samþykktir voru samþykktar með breytingum á aðalfundi Hagsmunasamtaka heimilanna 27. apríl. 2010, 31. maí 2012, 15. maí 2014, 21. maí 2015, 30. maí 2017 og 20. febrúar 2018. Þær eiga rætur að rekja til stofnsamþykkta samtakanna frá 15. janúar 2009 með þeim breytingum sem samþykktar voru á aðalfundi 2009.
Úrskurðarnefnd lögmanna telur innheimtuhætti vegna smálána aðfinnsluverða
Hagsmunasamtök heimilanna vekja athygli á nýlegum úrskurði úrskurðarnefndar lögmanna í máli nr. 3/2019.
Úrskurðarnefndin komst að þeirri niðurstöðu að háttsemi Almennrar innheimtu ehf. við innheimtu vegna smáláns væri aðfinnsluverð, en fyrirtækið byggir starfsheimildir sínar á lögmannsréttindum Gísla Kr. Björnssonar, forsvarsmanns þess, sem fellur undir eftirlit Lögmannafélags Íslands.
Neytendaréttur og ólöglegar vaxtabreytingar
Hagsmunasamtök heimilanna vekja athygli á:
• ákvörðun Neytendastofu um ólöglegar vaxtabreytingar
• stuðningi samtakanna við aðgerðir formanns VR vegna Lífeyrissjóðs Verzlunarmanna
• ólöglegum lánaskilmálum og vaxtabreytingum Lífeyrissjóðs Verzlunarmanna
• kvörtun Hagsmunasamtakanna til Neytendastofu vegna Lífeyrissjóðs Verzlunarmanna
• erindi Hagsmunasamtakanna til Fjármálaeftirlitsins vegna ákvörðunar Neytendastofu
Alþingi fékk rangar upplýsingar um nauðungarsölur
Svar dómsmálaráðherra við fyrirspurn Ólafs Ísleifssonar þingmanns, um nauðungarsölur, fjárnám og gjaldþrot hjá einstaklingum árið 2018, var birt á vef Alþingis 31. maí síðastliðinn.
Opinn spjallfundur um málefni heimilanna
Ágætu félagsmenn og annað áhugafólk um málefni heimilanna.
Opinn fundur fyrir félagsmenn og aðra áhugasama verður haldinn þriðjudagskvöldið 4. júní næstkomandi kl. 20-22 í sal Hjálpræðishersins í Álfabakka 12 (Mjóddinni).
Við hvetjum félagsmenn og aðra áhugasama til að fjölmenna enda er margt á döfinni framundan og því enginn skortur á umræðuefnum!
Afstaða HH til þriðja orkupakkans
Hagsmunasamtök heimilanna lýsa yfir andstöðu við svokallaðan þriðja orkupakka í óbreyttri mynd.
Samtökin beina því til utanríkisráðherra og alþingismanna að nýta sér 102. grein EES samningsins og sækja um undanþágu frá þriðja orkupakkanum, enda tengist landið ekki orkumarkaði ESB.
Opið bréf til Umboðsmanns skuldara
vegna morgunverðarráðstefnu í samstarfi við Samtök fjármálafyrirtækja þann 25. mars 2019
Sæl Ásta Sigrún,
Við hjá Hagsmunasamtökum heimilanna lýsum furðu okkar á samstarfi embættis Umboðsmanns skuldara við Samtök fjármálafyrirtækja og teljum fyrirhugaða morgunráðstefnu í samstarfi við þau vera kalda kveðju til skjólstæðinga embættis þíns.
Niðurstöður aðalfundar Hagsmunasamtaka heimilanna 2019
Aðalfundur Hagsmunasamtaka heimilanna 2019 var haldinn 26. febrúar síðastliðinn. Á fundinum var kosin ný stjórn sem hefur nú skipt með sér verkum og er skipuð þannig:
Ásthildur Lóa Þórsdóttir formaður
Vilhjálmur Bjarnason varaformaður
Guðrún Bryndís Harðardóttir gjaldkeri
Einar Valur Ingimundarson ritari
Guðrún Indriðadóttir meðstjórnandi
Hafþór Ólafsson meðstjórnandi
Róbert Þ Bender meðstjórnandi
Niðurstöður aðalfundar Hagsmunasamtaka heimilanna 2019
Aðalfundur Hagsmunasamtaka heimilanna 2019 var haldinn 26. febrúar síðastliðinn. Á fundinum var kosin ný stjórn sem hefur nú skipt með sér verkum og er skipuð þannig: