Símatími

Mán - þri kl. 10-13

Hafa samband

heimilin@heimilin.is

Á döfinni

ÍTREKUN: Tryggjum heimilunum skjól undir öruggu þaki

ÍTREKUN: Tryggjum heimilunum skjól undir öruggu þaki

 Fréttatilkynning

Hagsmunasamtök heimilanna ítreka  kröfur sínar frá því í mars á þessu ári um að sett verði þak á verðtryggingu lána heimilanna sem miðist við verðbólgumarkmið stjórnvalda og seðlabankans. 

Þá var því svarað með því að benda á að ekki væri útlit fyrir mikla verðbólgu og slík aðgerð gæti grafið undan trausti á því að seðlabankanum takist það markmið sitt að halda verðbólgu skefjum. Þrátt fyrir þær yfirlýsingar hefur verðbólga hækkað um helming síðan þá og greiningaraðilar spá nú verðbólgu upp undir efri vikmörk verðbólgumarkmiðs í árslok. Hvað sem trausti á því að seðlabankanum takist að halda verðbólgu í skefjum líður þá liggur einfaldlega fyrir að honum hefur ekki tekist það eins og lofað var. Þannig eru öll fyrrnefnd rök gegn þaki á verðtryggingu fallin um sig sjálf.

Lesa áfram...
Hræðsluáróður um óverðtryggð lán

Hræðsluáróður um óverðtryggð lán

Fréttatilkynning

Nýlega hafa bæði varaseðlabankastjóri og Húsnæðis- og mannvirkjastofnun talið ástæðu til að vara við því að breytilegir vextir óverðtryggðra lána geti hækkað. Rétt eins og það sé ekki augljóst hvað orðið “breytilegir” þýðir eða neytendur geri sér ekki grein fyrir því að slíkar breytingar geti orðið bæði til hækkunar og lækkunar.

Lesa áfram...
Stjórnarskrárfrumvarp forsætisráðherra

Stjórnarskrárfrumvarp forsætisráðherra

Umsögn

Hagsmunasamtök heimilanna sendu í gær umsögn um stjórnarskrárfrumvarp forsætisráðherra inn í samráðsgátt stjórnvalda. Í umsögninni er fjallað efnislega um þær breytingar sem forsætisráðherra leggur til að verði gerðar á stjórnarskrá Íslenska lýðveldisins.

Lesa áfram...
Eiga bankar að hagnast á Covid-19?

Eiga bankar að hagnast á Covid-19?

Hvernig mun samfélagið líta út þegar þjóðfélagið rís upp eftir Covid?

Hvað hefur þá orðið mikil eignatilfærsla frá heimilum og fyrirtækjum til bankanna? 

Hvernig komum við í veg fyrir að eignatilfærslan verði eins og eftir bankahrunið 2008?

Lesa áfram...
Hindrar Hagstofan lækkun vísitölu?

Hindrar Hagstofan lækkun vísitölu?

Fréttatilkynning

Hagstofan birti í gær vísitölu neysluverðs fyrir þennan mánuð. Í stuttu máli er ekkert mark takandi á vísitölu apríl mánaðar og í henni kristallast að verðtryggð lán heimilanna geta ekki lækkað, eða réttara sagt, þau fá ekki að lækka.

Lesa áfram...
Hjálpið okkur að hjálpa ykkur!

Hjálpið okkur að hjálpa ykkur!

Bréf frá formanni til félagsmanna, gesta neytendatorgs og umræðuhóps Hagsmunasamtaka heimilanna. 

Kæru félagsmenn og konur,

Hafi einhver efast um þörfina fyrir Hagsmunasamtök heimilanna þarf sá hinn sami ekki lengur að velkjast í neinum vafa

Lesa áfram...
Dómsmálaráðherra vill "síma-nauðungarsölur"

Dómsmálaráðherra vill "síma-nauðungarsölur"

Fréttatilkynning

Um þessar mundir sjá tugþúsundir heimila fram á algjöra óvissu og mjög erfiða fjárhagslega stöðu á komandi mánuðum, ekki aðeins hér á landi heldur um allan heim. Þess vegna hafa stjórnvöld í mörgum löndum, þar á meðal Bandaríkjunum, fyrirskipað algjöra stöðvun á öllum nauðungarsölum þar til þetta ástand verður yfirstaðið.

Lesa áfram...
Fá heimilin að njóta vafans?

Fá heimilin að njóta vafans?

Stjórn Hagsmunasamtaka heimilanna vill að þak verði sett á vísitölu neysluverðs við útreikning á verðtryggðum lánum, nú þegar djúp efnahagslægð er í aðsigi. Umfang og áhrif hennar eru óljós.

Íslensk heimili þurfa því fullvissu um að greiðslubyrði verðtryggðra lána haldist í hendur við þau verðbólgumarkmið

Lesa áfram...
Subscribe to this RSS feed

© Hannað af Filmís 

Hagsmunasamtök heimilanna voru stofnuð 15. janúar 2009 og eru frjáls og óháð hagsmunasamtök á neytendasviði, til varnar og hagsbóta fyrir heimilin í landinu.

Orð frá formanni

CEO 

Orð frá formanni Varlega áætlað hafa 15.000 fjölskyldur, 45.000 einstaklingar misst heimili sín frá hruni. Enginn hefur svarað fyrir það, hvað þá axlað á því ábyrgð. 

Þegar 15% þjóðarinnar missa heimili sín, gætir áhrifanna víða. Við sjáum þau í ástandinu á leigumarkaði og við sjáum þau líka í auknum kvíða meðal ungmenna og kulnun hjá þeim sem eldri eru.

Þegar fólk er svipt heimilum sínum glatar það öryggi sínu sínu og fótfestu. Þegar við bætist magnvana reiði og örvænting vegna óréttlætisins sem það stendur frammi fyrir ásamt hjálpar- og varnaleysinu sem það upplifir þegar heimilinu er hreinlega stolið af því, er ekki nema von að eitthvað láti undan.

Spillingin í þjóðfélaginu er djúp og hún á sér margar hliðar. Hún birtist ekki bara í háu húsnæðisverði og skelfilegum leigumarkaði eða háum vöxtum og verðtryggingu, hún birtist ekki bara í því hvernig lífeyrissjóðirnir misfara með fé okkar allra eða í „krónu á móti krónu“ skerðingu, hún birtist ekki bara í lágum launum verkafólks á meðan sjálftökufólk af ýmsum toga skammtar sjálfu sér milljónir, hún birtist ekki bara í spilltum dómstólum sem gæta hagsmuna „hinna sterku“ í dómum sínum eða í því hvernig lög- og stjórnaskrárvarin réttindi hafa verið brotin á neytendum frá hruni með skelfilegum afleiðingum.

Nei, hún birtist í þessu öllu og meiru til. Spillingin er djúp og teygir anga sína víða. Hana þarf að rífa upp með rótum til að hægt sé að byggja upp nýtt og betra þjóðfélag.

Fyrsta skrefið væri að að afnema verðtryggingu á lánum heimilanna! Öðruvísi er ekki hægt að skapa eðlilegan húsnæðismarkað eða stöðva sjálftöku fjármálastofnanna á tekjum fólks.

En til að takast á við ræturnar þarf að fara fram rannsókn á aðgerðum stjórnvalda eftir hrun. Jú það var líka spilling fyrir hrun, en þá urðu ákveðin vatnaskil og það var þá sem meðvituð ákvörðun var tekin um að fórna heimilum landsins fyrir bankana.

15.000 heimili eiga skilið að fá svör og uppreist æru.

Við biðjum ykkur um að styðja kröfuna um Rannsóknarskýrslu heimilanna!

Ásthildur Lóa Þórsdóttir
Formaður HH

Fylgstu með á samfélagsmiðlum