Símatími

Mán - þri kl. 10-13

Hafa samband

heimilin@heimilin.is

Á döfinni

Af hverju rannsóknarskýrsla heimilanna?

Af hverju rannsóknarskýrsla heimilanna?

Það að gerð verði rannsókn á aðgerðum stjórnvalda eftir hrun og áhrif þeirra á heimilin, hefur verið annað af helstu baráttumálum Hagsmunasamtaka heimilanna sl. tvö ár. 

Það er ekki ætlun okkar að gera lítið úr þeim vanda sem stjórnvöld stóðu frammi fyrir í kjölfar hrunsins, en lausn þeirra má aldrei brjóta á lög- og stjórnarskrárvörðum réttindum almennings. Um þetta ætti ekki að þurfa að ræða en engu að síður þá stendur deilan um hvort þannig aðgerðir hafi verið réttlætanlegar.

Það voru sem betur fer ekki allir landsmenn sem urðu fyrir barðinu á þessum aðgerðum og lögbrotum stjórnvalda, en það voru engu að síður um 15% landsmanna, a.m.k.  50.000 – 60.000 einstaklingar. Þetta fólk á skýlausan rétt á rannsókn og uppreist æru.

Lesa áfram...
Verðtrygging lánsfjár

Verðtrygging lánsfjár

Íslensk heimili búa við lánaumhverfi sem einkennist af því að meirihluti húsnæðislána og annara neytendalána eru verðtryggð, en almennar heimildir til að verðtryggja lánsfé voru leiddar í lög árið 1966 og festar enn frekar í sessi árið 1979. Síðan þá gafst íslenskum heimilum ekki kostur á að fjármagna húsnæðiskaup nema með verðtryggðum lánum, eða allt fram til ársins 2011 þegar óverðtryggð húsnæðislán byrjuðu smám saman að ryðja sér til rúms. Þau eru þó ekki “óverðtryggðari” en svo að vaxtakjör þeirra eru jafnan ákvörðuð þannig að þau virðist vera óhagstæðari en vextir og verðbætur verðtryggðu lánanna og fyrir vikið er vaxtastig hér á landi hærra en ella.

Verðtryggð lán hafa þann stórfellda innbyggða hönnunargalla að þær verðbætur sem falla á þau eru aldrei staðgreiddar nema að litlu leyti en bróðurpartur þeirra bætist við höfuðstól lánsins á hverjum gjalddaga sem gerir að verkum að hann hækkar í stað þess að lækka við hverja afborgun eins og í eðlilegu lánaumhverfi. Auk þess þarf að greiða sífellt hærri upphæð í vexti þar sem þeir reiknast af síhækkandi höfuðstól. Fari árleg verðbólga umfram afborganir lána leiðir þessi eiginleiki jafnframt til peningaprentunar í bankakerfinu sem eykur enn við þá verðbólgu sem annars væri og er þannig hluti af ósjálfbærum vítahring þar sem lánin hækka verðbólgu sem hækkar lánin sem hækkar verðbólgu sem hækkar lánin, og svo koll af kolli. Þegar lántakandinn ræður svo ekki lengur við greiðslubyrðina er oft eina leiðin út úr þeim vanda að endurfjármagna lánið eða skuldbreyta því og lengja lánstímann, en þá hefst sama hringrásin aftur nema nú frá hærri byrjunarpunkti en í upphafi, og svo allt upp á nýtt og koll af kolli í hvert sinn sem sama staða kemur upp þ.e. að lántakandinn ræður ekki lengur við síhækkandi greiðslubyrðina. Rannsóknir hafa sýnt að þegar verðtryggt langtímalán hefur þannig verið endurfjármagnað einu sinni eða oftar, greiðist það aldrei upp heldur mun það að óbreyttu hækka og hækka út í hið óendanlega, eða þangað til lántakandinn verður gjaldþrota. Lánið verður því bókstaflega óborganlegt og að sannkölluðu sjálfskaparvíti.

Lesa áfram...
Hvaðan komu 650 þúsund milljónir?

Hvaðan komu 650 þúsund milljónir?

Samkvæmt nýlegum tölum hefur hagnaður bankanna frá hruni verið um 650 milljarðar.

„Afkoma bankana er góð“ er sagt með ákveðinni lotningu fyrir dugnaði bankamanna að græða peninga, þegar um þennann ofsagróða er fjallað.

En hvaðan hefur þetta fé komið? Féll það bara af himnum ofan? Það mætti að minnsta kosti ætla miðað við hversu lausar við gagnrýni allar fréttir af ofsagróða bankanna í gegnum árin hafa verið.

Eða ætli að þetta sé vegna ábatasamra fjárfestinga bankamanna og klókinda þeirra í fjármálum? 

Nei, sú skýring gengur ekki heldur upp, því í fyrsta lagi hafa þeir ekkert  verið í svo miklum fjárfestingum undanfarin ár og í öðru lagi þarf ekki annað en að nefna Borgun, United Silicon, Primera Air, WOW Air, Valitor og svo náttúrulega hrunið sjálft, til að átta sig á að bankamenn eru í besta falli afskaplega mistækir.

Lesa áfram...
Pallborðsumræður á RIFF um húsnæðismál

Pallborðsumræður á RIFF um húsnæðismál

Laugardaginn 27. september var heimildarmyndin PUSH frumsýnd á kvikmyndahátíðinni RIFF. Heimildamyndin fjallar húsnæðismál og það að hafa þak yfir höfuðið sem eitt af grundvallarréttindum okkar, forsenda öryggis og heilbrigðs lífs. Húsnæðisverð er að hækka upp úr öllu valdi í borgum heimsins en tekjur fólks hækka ekki í samræmi við það. Hér er hægt að skoða stiklu úr myndinni: PUSH (2019) KICKSTARTER TRAILER

Myndin hefur vakið gríðarlega athygli víða um heim. Borgarstjóri Kaupmannahafnar mætti á frumsýningu myndarinnar í Danmörku og fór strax í það að breyta reglum borgarinnar. Stjórnarmönnum Hagsmunasamtaka heimilanna var boðið á frumsýningu myndarinnar og tók Vilhjálmur Bjarnason, varaformaður stjórnar þátt í pallborðsumræðu um myndina, ásamt Breka Karlssyni formanni Neytendasamtakanna. 

Lesa áfram...
Afstaða HH til þriðja orkupakkans

Afstaða HH til þriðja orkupakkans

Hagsmunasamtök heimilanna lýsa yfir andstöðu við svokallaðan þriðja orkupakka í óbreyttri mynd.Samtökin beina því til utanríkisráðherra og alþingismanna að nýta sér 102. grein EES samningsins og sækja um undanþágu frá þriðja orkupakkanum, enda tengist landið ekki orkumarkaði ESB.

Aðstæður á Íslandi er allt aðrar en á meginlandi Evrópu og við berum ábyrgð gagnvart börnum okkar og barnabörnum á að engin vafi leiki á að orkan okkar verði alltaf sameign þjóðarinnar. Það má aldrei vera háð neinum lögfræðilegum vafa eða einföldum meirihluta á Alþingi.

Lesa áfram...

Samþykktir HH frá 20. febrúar 2018

Eftirfarandi samþykktir voru samþykktar með breytingum á aðalfundi Hagsmunasamtaka heimilanna 27. apríl. 2010, 31. maí 2012, 15. maí 2014, 21. maí 2015, 30. maí 2017 og 20. febrúar 2018. Þær eiga rætur að rekja til stofnsamþykkta samtakanna frá 15. janúar 2009 með þeim breytingum sem samþykktar voru á aðalfundi 2009.

Lesa áfram...

Úrskurðarnefnd lögmanna telur innheimtuhætti vegna smálána aðfinnsluverða

Hagsmunasamtök heimilanna vekja athygli á nýlegum úrskurði úrskurðarnefndar lögmanna í máli nr. 3/2019.

Úrskurðarnefndin komst að þeirri niðurstöðu að háttsemi Almennrar innheimtu ehf. við innheimtu vegna smáláns væri aðfinnsluverð, en fyrirtækið byggir starfsheimildir sínar á lögmannsréttindum Gísla Kr. Björnssonar, forsvarsmanns þess, sem fellur undir eftirlit Lögmannafélags Íslands.

Lesa áfram...

Neytendaréttur og ólöglegar vaxtabreytingar

Hagsmunasamtök heimilanna vekja athygli á:

ákvörðun Neytendastofu um ólöglegar vaxtabreytingar
stuðningi samtakanna við aðgerðir formanns VR vegna Lífeyrissjóðs Verzlunarmanna
ólöglegum lánaskilmálum og vaxtabreytingum Lífeyrissjóðs Verzlunarmanna
kvörtun Hagsmunasamtakanna til Neytendastofu vegna Lífeyrissjóðs Verzlunarmanna
erindi Hagsmunasamtakanna til Fjármálaeftirlitsins vegna ákvörðunar Neytendastofu

Lesa áfram...

Afstaða HH til þriðja orkupakkans

Hagsmunasamtök heimilanna lýsa yfir andstöðu við svokallaðan þriðja orkupakka í óbreyttri mynd.

Samtökin beina því til utanríkisráðherra og alþingismanna að nýta sér 102. grein EES samningsins og sækja um undanþágu frá þriðja orkupakkanum, enda tengist landið ekki orkumarkaði ESB.

Lesa áfram...
Subscribe to this RSS feed

© Hannað af Filmís 

Hagsmunasamtök heimilanna voru stofnuð 15. janúar 2009 og eru frjáls og óháð hagsmunasamtök á neytendasviði, til varnar og hagsbóta fyrir heimilin í landinu.

Orð frá formanni

CEO 

Orð frá formanni Varlega áætlað hafa 15.000 fjölskyldur, 45.000 einstaklingar misst heimili sín frá hruni. Enginn hefur svarað fyrir það, hvað þá axlað á því ábyrgð. 

Þegar 15% þjóðarinnar missa heimili sín, gætir áhrifanna víða. Við sjáum þau í ástandinu á leigumarkaði og við sjáum þau líka í auknum kvíða meðal ungmenna og kulnun hjá þeim sem eldri eru.

Þegar fólk er svipt heimilum sínum glatar það öryggi sínu sínu og fótfestu. Þegar við bætist magnvana reiði og örvænting vegna óréttlætisins sem það stendur frammi fyrir ásamt hjálpar- og varnaleysinu sem það upplifir þegar heimilinu er hreinlega stolið af því, er ekki nema von að eitthvað láti undan.

Spillingin í þjóðfélaginu er djúp og hún á sér margar hliðar. Hún birtist ekki bara í háu húsnæðisverði og skelfilegum leigumarkaði eða háum vöxtum og verðtryggingu, hún birtist ekki bara í því hvernig lífeyrissjóðirnir misfara með fé okkar allra eða í „krónu á móti krónu“ skerðingu, hún birtist ekki bara í lágum launum verkafólks á meðan sjálftökufólk af ýmsum toga skammtar sjálfu sér milljónir, hún birtist ekki bara í spilltum dómstólum sem gæta hagsmuna „hinna sterku“ í dómum sínum eða í því hvernig lög- og stjórnaskrárvarin réttindi hafa verið brotin á neytendum frá hruni með skelfilegum afleiðingum.

Nei, hún birtist í þessu öllu og meiru til. Spillingin er djúp og teygir anga sína víða. Hana þarf að rífa upp með rótum til að hægt sé að byggja upp nýtt og betra þjóðfélag.

Fyrsta skrefið væri að að afnema verðtryggingu á lánum heimilanna! Öðruvísi er ekki hægt að skapa eðlilegan húsnæðismarkað eða stöðva sjálftöku fjármálastofnanna á tekjum fólks.

En til að takast á við ræturnar þarf að fara fram rannsókn á aðgerðum stjórnvalda eftir hrun. Jú það var líka spilling fyrir hrun, en þá urðu ákveðin vatnaskil og það var þá sem meðvituð ákvörðun var tekin um að fórna heimilum landsins fyrir bankana.

15.000 heimili eiga skilið að fá svör og uppreist æru.

Við biðjum ykkur um að styðja kröfuna um Rannsóknarskýrslu heimilanna!

Ásthildur Lóa Þórsdóttir
Formaður HH

Fylgstu með á samfélagsmiðlum