Undirskriftarsöfnun á Akureyrarvöku
Akureyringar fengu innblástur vegna uppákomu HH á menningarnótt þar sem um 1800 undirskriftir söfnuðust og vilja nú leggja samtökunum lið.
Sjálfboðaliðar á vegum HH safna undirskriftum á Akyreyrarvöku á laugardaginn frá 13-17 á horni Göngugötu og Listagils, eða á milli Eymundsson og KEA. Undirskrftarsöfnunin fer fram til stuðnings eftirfarandi kröfu:
,,Í nafni almannahagsmuna krefjumst við undirrituð almennra og réttlátra leiðréttinga á stökkbreyttum lánum heimilanna og afnáms verðtryggingar.
Hagsmunasamtök heimilanna á sama máli og virtustu hagfræðingar heims
Málflutningur Hagsmunasamtakanna í lánamálum heimilanna reynist eiga skýran samhljóm með skoðunum Kenneth Rogoff og Carmen Reinhart, sem eru á meðal virtustu hagfræðinga heims.
Svikamylla verðtryggingarinnar í tölum
Öllu máli skiptir fyrir lántaka hvernig afborganir af verðtryggðum lánum eru reiknaðar út. Munurinn á 40 ára íbúðalánum nemur sem dæmi, langt yfir hundrað milljónum króna (100.000.000 krónum), allt eftir því hvort höfuðstóll láns og afborganir eru verðbættar samkvæmt forskrift verðtryggingarinnar eða einungis afborganirnar.
Andrea J. Ólafsdóttur, formaður Hagsmunasamtaka heimilanna, rakti nokkur dæmi um þennan hrópandi mun í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Auk mismunandi lánstegunda til 40 ára fór hún einnig í gegnum heildarkostnaðinn af 25 ára lánum.
Hagsmunasamtök heimilanna telja sem kunnugt er að innheimta og aðferðarfræðin sem felst í viðbótarlánum sem veitt eru vegna verðbótaþáttar verðtryggðra lána stangist í framkvæmd á við lög. Engar lagaheimildir séu fyrir viðbótarlánum sem bætt er við höfuðstól lána, heldur megi einungis reikna verðbætur af afborgunum (eða reikna þær rétt af höfuðstól) og þær eigi að staðgreiðs. Þetta þýðir í reynd, að reikna ber verðtryggð lán út með sama hætti og svonefnd óverðtryggð lán, þar sem breytilegir vextir taka mið af verðbólgu, eins og "óverðtryggðu" vextir Seðlabankans gera.
Lántakar óverðtryggðu lánanna staðgreiða með öðrum orðum verðbólguna án þess að átt sé við viðbótarlán ofan á höfuðstól lánsins, á meðan þeir sem taka hefðbundin verðtryggð lán sitja upp með uppreiknaðan höfuðstól út lánstímann. Þessi aðferðafræðilegi munur hefur gríðarleg áhrif á heildarkostnað lántaka. Það er semsagt viðbótarlánastarfsemin og margfeldisáhrifin sem þar koma inn í myndina vegna vaxtavaxta og síendurtekinna vaxtaútreikninga ofan á viðbótarlánin sem er vandamálið.
Í tölum lítur dæmið þannig út að heildarkostnaður af 25 ára láni er 24 millj kr af óverðtryggðu láni, 34 millj kr af verðtryggðu láni með jöfnum afborgunum og 40 millj kr af verðtryggðu jafngreiðsluláni. Hafa ber hugfast að óverðtryggða lánið er - þrátt fyrir nafngiftina - er í reynd verðtryggt með breytilegum vöxtum sem taka mið af verðbólgu hverju sinni.
Undirskriftasöfnun heimilanna á menningarnótt
Hagsmunasamtök heimilanna verða með fjölskylduvæna dagskrá frá klukkan 13 til 17 á menningarnótt. Við verðum á horni Laugavegar og Skólavörðustígs og munum fagna því í samvinnu við öflugan hóp listamanna að yfir 20.000 undirskriftir hafa safnast í undirskriftasöfnum heimilanna.