Viljayfirlýsing HH í skoðun
Í morgun átti formaður HH fund með forsætisráðherra um þá viljayfirlýsingu sem samtökin sendu ráðherra í gærkvöldi. Samtökin setja það sem skilyrði fyrir samstarfi að rætt verði saman og komist að sameiginlegri niðurstöðu um nálgun á viðfangsefnið með viljayfirlýsingu. Viljayfirlýsingin er nú í skoðun. Báðum aðilum þykir ákaflega mikilvægt að komast af stað með verkefnið hið fyrsta, en HH vilja tryggja rétta nálgun og kortleggja verkefnin áður en farið er af stað.
Hagsmunasamtök heimilanna hefja viðræður við forsætisráðherra
Í kjölfar fjölmennra mótmæla fyrir ári síðan sáu stjórnvöld sér þann leik helstan á borði að bjóða fulltrúa Hagsmunasamtaka heimilanna að borðinu til að reikna út, í félagi við fulltrúa úr stjórnkerfinu og fjármálageiranum, hvað hinar ýmsu aðgerðir myndu koma til með að kosta og hvernig þær myndu gagnast fólki. Að endingu fór hins vegar svo að sjónarmið samtakanna voru blásin út af borðinu og fulltrúi samtakanna sá sig tilneyddan til að skila séráliti sem stjórnvöld hafa neitað að birta.
HH harma efnahagslegt og líkamlegt ofbeldi
Hagsmunasamtök heimilanna afhentu forsætisráðherra 33.525 undirskriftir á Austurvelli í gær, þann 1. október, en söfnunin heldur samt sem áður áfram til áramóta og getur fólk enn sagt hug sinn í þessum efnum á www.heimilin.is. Samtökin lýsa yfir ánægju með stuðning og samstöðu um kröfur og þakka öllum þeim sem skrifað hafa undir undirskriftarsöfnun.
Kastljós viðtal og staðreyndavillur
Andrea J. Ólafsdóttir, formaður HH, sat fyrir svörum í Kastljósi gærkveldsins og benti á hvernig heimilin bera ekki ábyrgð á þeim forsendubresti sem orðið hefur í lánasamningum. Hvernig einstaklingurinn skrifar ekki undir lánasamninga með það fyrir augum að fjármálakerfið fari síðan í fjárhættuspil í formi stórfelldrar markaðsmisnotkunar og stöðu gegn krónunni.
Kvörtun til Umboðsmanns Alþingis
Hagmsunasamtök heimilanna hafa nú sent Umboðsmanni Alþingis frekari skýringar og gögn er varðar kvörtun samtakanna yfir reiknireglum Seðlabanka Íslands og þeirri aðferðarfræði sem notuð er á verðtryggðum lánum. Í svari Seðlabankans kemur fram augljós misskilningur á því sem við er átt og eins hefur opinber umræða verið á verulegum villigötum. Leitast samtökin nú við að skýra hvaða áhrif þessi aðferðarfræði hefur í samanburði við þá aðferð sem samtökin telja réttmæta og löglega.
Er forseti ASÍ að vakna af Þyrnirósarsvefni?
Gylfi Arnbjörnsson, forseti Alþýðusambands Íslands, segir óskiljanlegt að á meðan bankarnir skila ofsagróða þurfi fólk sem á í erfiðum greiðsluvandræðum að bíða mánuðum og jafnvel árum saman eftir úrlausn sinna mála.
Lýðræðisleg vinnubrögð og lánapólitík
Stjórn Hagsmunasamtaka heimilanna þakkar fráfarandi stjórnarmönnum, þeim Elíasi Péturssyni, Gunnari Kr. Þórðarsyni og Matthildi Skúladóttur samstarfið það sem af er þessu starfsári. Jafnframt lýsir stjórn yfir vonbrigðum með að ekki hafi tekist að leysa þann málefnalega ágreining sem nú birtist í úrsögn stjórnarmanna. Ákvarðanir hafa ávallt verið teknar á lýðræðislegan hátt og þeim fylgt eftir sem slíkum.
Stjórn þakkar samstarfið
Stjórn Hagsmunasamtaka heimilanna þakkar Helgu Guðrúnu Jónasdóttur samstarfið og góða viðkynningu í sumar. Helga Guðrún var ráðin sem starfsmaður stjórnar í tímabundna verkefnastöðu með starfslokum í lok ágúst.
HH telja svar Seðlabankans ófullnægjandi
Hagsmunasamtök heimilanna (HH) hafa komist að þeirri niðurstöðu eftir skoðun á svari Seðlabanka Íslands (SÍ) við fyrirspurn Umboðsmanns Alþingis vegna kvörtunar HH til hans, að svarið sé ekki fullnægjandi. Er það skoðun samtakanna að SÍ víki sér undan því að vísa til þeirrar lagaheimildar sem aðferðarfræði þeirrar framkvæmdar byggir á að veita nýtt lán um hver mánaðarmót í formi yfirfærslu verðbóta yfir á höfuðstól láns. Einnig undrast Hagsmunasamtökin þá sýn SÍ að ekki hafi þótt ástæða til að breyta aðferðarfræðinni, og eða óska skýringa löggjafans þegar bráðabirgða ákvæði laga sem heimiluðu viðbótarlán fyrir verðbótum féll úr gildi.
HH fer fram á opinbera athugun á 110% leiðinni
Hagsmunasamtök heimilanna hafa nú sent erindi til efnahags- og viðskiptaráðherra um að gera opinbera athugun á hinni svo kölluðu 110% leið.
Mismuna bankar lántákendum í 110% leiðinni?
Hagsmunasamtök heimilanna hafa farið farm á við Árna Pál Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra, að framkvæmd lánastofnana á 110% leiðinni verði rannsökuð.
Undirskriftasöfnunin uppfyllir skilyrði þjóðaratkvæðagreiðslu
Rúmlega 25.000 undirskriftir hafa nú safnast í undirskriftasöfnun heimilanna fyrir afnámi verðtryggingar og almennri leiðréttingu lána.
Þar með hefur söfnunin náð þeim áfanga að uppfylla skilyrði þjóðaratkvæðagreiðslu, eins og þau eru skilgreind í frumvarpi Stjórnlagaráðs til nýrra stjórnlaga.