Símatími

Mán - þri kl. 10-13

Hafa samband

heimilin@heimilin.is

Á döfinni

Ríkisstyrkt barátta fyrir hagsmunum fjármálamarkaðarins

Ríkisstyrkt barátta fyrir hagsmunum fjármálamarkaðarins

Hagsmunasamtök heimilanna vilja þakka Viðskiptablaðinu fyrir sýndan og óvæntan áhuga á samtökunum. Á undanförnum vikum hefur Viðskiptablaðið birt a.m.k. fjórar greinar um Hagsmunasamtök heimilanna þar sem hefur greinilega verið kafað ofan í ársskýrslur samtakanna allt frá árinu 2018.

Fyrirsagnirnar í þessum greinaflokki voru: Ríkisstyrkt barátta gegn verðtryggingu, Sakar bankana um land­ráð í „mál­efna­legri bar­áttu“, Vill að ríkið fjármagni aukin umsvif, Styrkir Hagsmunasamtök heimilanna og Samtök leigjenda. Greinarnar má lesa hér fyrir neðan.

Hagsmunasamtökin hafa sjaldan eða aldrei aldrei fengið viðlíka umfjöllun og í þessum greinaflokki og eru vægast sagt þakklát fyrir hana.

Eitt af því sem greinar Viðskiptablaðsins hafa dregið fram er hversu lítið Hagsmunasamtökin hafa fengið af opinberu fé á þeim 14 árum sem hafa liðið síðan þau voru stofnuð, því það eru ekki nema 34 milljónir, eða um 2,4 milljónir á ári. Á sama tíma hefur Umboðsmaður skuldara fengið um 6 milljarða, eða um 430 milljónir á ári.

Lesa áfram...
Forvarnir fyrir heimilin alltaf en ekki síst í kreppum

Forvarnir fyrir heimilin alltaf en ekki síst í kreppum

Ráðgjafarþjónusta samtakanna hlýtur styrk

Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið hefur veitt Hagsmunasamtökum heimilanna rekstrarstyrk að upphæð 3.000.000 kr. fyrir árið 2023. Um er að ræða styrk af safnliðum fjárlaga sem samtökin sóttu um 11. nóvember 2022. Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið hefur stutt við uppbyggingu óháðrar ráðgjafarþjónustu samtakanna síðastliðinn ár, sem hefur gert samtökunum kleift að ráða til sín ráðgjafa í fullt starf í greiðsluerfiðleikaþjónustu og réttindagæslu. Óháð ráðgjafarþjónusta á fjármálamarkaði er mikilvægur hlekkur í hagsmunagæslu heimilanna og almennt séð fyrir lántakendur á Íslandi. Fulltrúar samtakanna mættu því á athöfn á vegum ráðuneytisins 13. mars og veittu styrknum viðtöku ásamt öðrum styrkþegum. Þó svo að samfélagið sé ekki í kreppu samkvæmt skilgreiningum hagfræðinnar þá kreppir svo sannarlega að hjá stórum hluta þjóðarinnar nú í hárri verðbólgutíð, sem hefur m.a. haft umtalsverð áhrif á húsnæðiskuldbindingar heimilanna. Samkvæmt nýlegum könnunum á rúmlega þriðjungur landsmann erfitt með að ná endum saman eða hreinlega nær ekki endum saman og safnar skuldum. Við hvetjum fólk til að leita til samtakanna eftir mati á sinni stöðu og aðstoð við að koma henni til betri vegar - This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..

Lesa áfram...
Niðurstöður aðalfundar 2023

Niðurstöður aðalfundar 2023

Aðalfundur Hagsmunasamtaka heimilanna 2023 var haldinn 23. febrúar síðastliðinn. Á fundinum var kosin ný stjórn sem hefur nú skipt með sér verkum og er skipuð þannig:

  • Ásthildur Lóa Þórsdóttir formaður
  • Guðmundur Ásgeirsson varaformaður
  • Sigríður Örlygsdóttir gjaldkeri
  • Guðrún Harðardóttir ritari
  • Guðmundur Hrafn Arngrímsson meðstjórnandi
Lesa áfram...
Áhrif vaxtahækkana - ákall til fjármálastofnana

Áhrif vaxtahækkana - ákall til fjármálastofnana

Hagsmunasamtök heimilanna hafa sent forstöðumönnum einstaklingsþjónustu bankanna eftirfarandi áskorun: Ákall til fjármálastofnana um samfélagslega ábyrgð, aukna og samhæfða þjónustu. Borið hefur á því í fyrirspurnum til Hagsmunasamtaka heimilanna vegna aukinnar greiðslubyrði lána að einstaklingar fái ekki alltaf þá þjónustu sem þeir þarfnast og eiga tilkall til, hjá viðskiptabanka sínum. Af þeim sökum sendu samtökin fyrirspurn til þjónustudeilda allra viðskiptabanka heimilanna, í desember síðastliðnum.

Skortur á samhæfðri þjónustu

Það er áberandi við nánari ígrundun á svörum bankanna og fyrirspurnum sem til samtakanna hafa borist, að skortur er á samhæfðri þjónustu vegna þeirrar stöðu sem uppi er í samfélaginu. Eina niðurstaðan sem hægt er að draga af þessum skorti er ábyrgðar- og sinnuleysi fjármálastofnanna gagnvart þeim kostnaðarauka sem þeir hafa varpað yfir á heimilin, þegar hagnaður af starfseminni er langt fyrir ofan ásættanlega arðsemi. Við auknum greiðsluerfiðleikum heimila þurfa fjármálastofnanir að bregðast við með samfélagslegri ábyrgð.

Lesa áfram...
Ársskýrsla HH 2022-2023

Ársskýrsla HH 2022-2023

Aðalfundur 2023

Samkvæmt venju eru fundargögn birt á heimasíðu samtakanna í aðdraganda aðalfundar í formi ársskýrslu.

Félagsmenn eru minntir á aðalfundinn kl. 20:00 fimmtudaginn 23. febrúar 2022, í húsnæði Hjálpræðishersins á Íslandi að Suðurlandsbraut 72, 108 Reykjavík.

Lesa áfram...
Glæpsamlegt áhlaup á varnarlaus heimili

Glæpsamlegt áhlaup á varnarlaus heimili

Hagsmunasamtök heimilanna mótmæla harðlega þeirri aðför að heimilum landsins sem Seðlabankinn stendur fyrir.

Á einu ári hefur Seðlabankinn aukið mánaðarlega greiðslubyrði heimilanna um 130 – 200.000 kr. í hverjum mánuði og það er augljóst öllu sæmilega skynsömu fólki, að heimili með meðaltekjur eða minna munu ekki standa undir þessum álögum til lengdar.

Það má líkja aðgerðum Seðlabankans við það að kveikja í húsi til að losna við köngulóavef.

Allar aðgerðir Seðlabankans eru verðbólguhvetjandi, því hvert fara ört hækkandi álögur á fyrirtæki, annað en út í verðlagið? Og hvert fer aukinn húsnæðiskostnaður heimilanna annað en beint inn í húsnæðislið vísitölu neysluverðs?

Og hvert fer fjármagn heimilanna annað en inn í troðfullar hirslur bankanna sem nú fitna eins og púkinn á fjósbitanum? Þar er sko veisla.

Það er hreinlega pínlegt að hlusta á gaslýsingar Seðlabankastjóra þegar hann reynir að sannfæra fólkið í landinu um að þessar verðbólguhvetjandi aðgerðir séu þeim til góðs og gerðar til að verja kjarabætur þeirra frá því að brenna upp á verðbólgubáli, því að á sama tíma tekur hann margfalt hærri fjárhæðir af fólkinu og afhendir bönkunum á silfurfati.

Skynsemin er víst ekki meiri en Guð gefur og maður skyldi ætla að nóg væri af henni innan veggja Seðlabankans, en þá ber að líta til þess hversu einsleitur hópurinn sem skipar peningastefnunefndina er. Þau koma öll úr fjármálageiranum og setja hagsmuni hans alltaf í forgang, eins og sjá má á vaxtahækkunum síðasta árs.

Lesa áfram...
Aðalfundur 2023

Aðalfundur 2023

Fundarboð aðalfundar

Hagsmunasamtök heimilanna boða hér með til aðalfundar, fimmtudagskvöldið 23. febrúar 2023 kl. 20:00, í hátíðarsal Hjálpræðishersins á Íslandi að Suðurlandsbraut 72, 108 Reykjavík.

Dagskrá:

  1. Skipun fundarstjóra, ritara, og fundarsetning
  2. Skýrsla stjórnar: Ásthildur Lóa Þórsdóttir, formaður
  3. Reikningar samtakanna: Sigríður Örlygsdóttir, gjaldkeri
  4. Tillaga stjórnar um ákvörðun félagsgjalda
  5. Tillögur um breytingar á samþykktum
  6. Kosning stjórnarmanna
  7. Kosning varamanna
  8. Kosning skoðunarmanna
  9. Önnur mál

Eftirfarandi tillaga um breytingu á samþykktum verður lögð fyrir fundinn:

4. mgr. 14. gr. orðast svo:

Verði samtökunum slitið, skal eignum þeirra ráðstafað til almannaheillafélags eða -félaga sem starfa að neytendamálum eða til stuðnings við fólk í fjárhagserfiðleikum. Með almannaheillafélögum er átt við lögaðila sem uppfylla skilyrði skráningar á almannaheillaskrá samkvæmt lögum um tekjuskatt eða almannaheillafélagaskrá samkvæmt lögum um félög til almannaheilla.”

Lesa áfram...
Að brjóta lög í sátt við yfirvöld

Að brjóta lög í sátt við yfirvöld

Sala Íslandsbanka - Fjármálaeftirlit

Íslenska ríkið eignaðist Íslandsbanka 2015 og sumarið 2021 fór fram almennt útboð á hlutabréfum ríkisins í bankanum. Í marsmánuði 2022 var hlutur ríkisins aftur til sölu en með tilboðsfyrirkomulagi ætluðu hæfum fjárfestum, í lokuðu útboði í umsjón Bankasýslu ríkisins. Seinna söluferli Íslandsbanka hefur verið harðlega gagnrýnt. Fjölmargir Alþingismenn kröfðust þess að rannsóknarnefnd yrði skipuð til að fara yfir ferlið. Ríkisstjórnin hafnaði því en fjármála- og efnahagsráðherra óskaði eftir stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar. Jafnframt réðst fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands (FME) í athugun á háttsemi söluaðilanna. Samkvæmt tilkynningu Íslandsbanka til Kauphallarinnar 9. janúar 2023 kemur fram í frummati FME að bankinn kunni að hafa brotið gegn nánar tilgreindum ákvæðum laga og reglna við framkvæmd sölunnar.  

Formaður stjórnar og alþingiskonan Ásthildur Lóa Þórsdóttir hefur gagnrýnt seinna söluferli bankans harðlega, bæði á Alþingi og á opinberum vettvangi. Í nýlegri grein fjallar Ásthildur Lóa um undirlægjuhátt yfirvalda í garð fjármálafyrirtækja í aðsendri grein í Heimildinni. Hún heitir: Að brjóta lög í sátt við yfirvöld. Hér er grein formanns Hagsmunasamtaka heimilanna:

Að brjóta lög í sátt við yfirvöld

Íslandsbanki er nú í einhverskonar sáttameðferð hjá Fjármálaeftirlitinu. Enn hefur hvorki verið upplýst um eðli eða alvarleika brota Íslandsbanka, en sagan sýnir að lögbrot fjármálafyrirtækja lúta allt öðrum lögmálum en lögbrot allra annarra og að refsingar, jafnvel fyrir stórfelld brot, hafa verið fáránlega vægar eða jafnvel engar.

Fórnarlömbunum refsað fyrir lögbrot

Á árunum fyrir hrun buðu bankar og önnur fjármálafyrirtæki upp á ólögleg lán. Fjölmargir létu blekkjast og gengu í gildruna. Stjórnendur bankanna og „kerfið“ vissu alveg að gengistryggð lán voru ólögleg. Fjármálaeftirlitið, Seðlabankinn, ríkisstjórnin og aðrir innan stjórnkerfisins létu þau engu að síður afskiptalaus og gerðu engar athugasemdir við veitingu þeirra svo árum skipti. 

Lesa áfram...
Subscribe to this RSS feed
  • 1
  • 2

© Hannað af Filmís 

Hagsmunasamtök heimilanna voru stofnuð 15. janúar 2009 og eru frjáls og óháð hagsmunasamtök á neytendasviði, til varnar og hagsbóta fyrir heimilin í landinu.

Orð frá formanni

CEO 

Orð frá formanni Varlega áætlað hafa 15.000 fjölskyldur, 45.000 einstaklingar misst heimili sín frá hruni. Enginn hefur svarað fyrir það, hvað þá axlað á því ábyrgð. 

Þegar 15% þjóðarinnar missa heimili sín, gætir áhrifanna víða. Við sjáum þau í ástandinu á leigumarkaði og við sjáum þau líka í auknum kvíða meðal ungmenna og kulnun hjá þeim sem eldri eru.

Þegar fólk er svipt heimilum sínum glatar það öryggi sínu sínu og fótfestu. Þegar við bætist magnvana reiði og örvænting vegna óréttlætisins sem það stendur frammi fyrir ásamt hjálpar- og varnaleysinu sem það upplifir þegar heimilinu er hreinlega stolið af því, er ekki nema von að eitthvað láti undan.

Spillingin í þjóðfélaginu er djúp og hún á sér margar hliðar. Hún birtist ekki bara í háu húsnæðisverði og skelfilegum leigumarkaði eða háum vöxtum og verðtryggingu, hún birtist ekki bara í því hvernig lífeyrissjóðirnir misfara með fé okkar allra eða í „krónu á móti krónu“ skerðingu, hún birtist ekki bara í lágum launum verkafólks á meðan sjálftökufólk af ýmsum toga skammtar sjálfu sér milljónir, hún birtist ekki bara í spilltum dómstólum sem gæta hagsmuna „hinna sterku“ í dómum sínum eða í því hvernig lög- og stjórnaskrárvarin réttindi hafa verið brotin á neytendum frá hruni með skelfilegum afleiðingum.

Nei, hún birtist í þessu öllu og meiru til. Spillingin er djúp og teygir anga sína víða. Hana þarf að rífa upp með rótum til að hægt sé að byggja upp nýtt og betra þjóðfélag.

Fyrsta skrefið væri að að afnema verðtryggingu á lánum heimilanna! Öðruvísi er ekki hægt að skapa eðlilegan húsnæðismarkað eða stöðva sjálftöku fjármálastofnanna á tekjum fólks.

En til að takast á við ræturnar þarf að fara fram rannsókn á aðgerðum stjórnvalda eftir hrun. Jú það var líka spilling fyrir hrun, en þá urðu ákveðin vatnaskil og það var þá sem meðvituð ákvörðun var tekin um að fórna heimilum landsins fyrir bankana.

15.000 heimili eiga skilið að fá svör og uppreist æru.

Við biðjum ykkur um að styðja kröfuna um Rannsóknarskýrslu heimilanna!

Ásthildur Lóa Þórsdóttir
Formaður HH

Fylgstu með á samfélagsmiðlum