Símatími

Mán - þri kl. 10-13

Hafa samband

heimilin@heimilin.is

Á döfinni

Greiðsluþak á óverðtryggðum íbúðalánum

Greiðsluþak á óverðtryggðum íbúðalánum

Með hagsmuni lántakenda í forgrunni í sínu starfi hafa samtökin kallað eftir því að bankarnir efli þjónustu sína við heimilin með sanngirni í lánskjörum að leiðarljósi. Nýlega kynnti einn þeirra greiðsluþak á óverðtyggðum íbúðalánum. Hér eru nánari útskýringar á því í hverju greiðsluþak felst en við hvetjum fólk einnig til þess að leita til Hagsmunasamtaka heimilanna ef þörf er á óháðu mati eða leiðsögn við endurfjármögnun eða skilmálabreytingu lána.

Greiðsluþak - vaxtagreiðsluþak

Beðið hefur verið eftir því að fjármálastofnanir hugsi í lausnamiðuðum farvegi og bjóði nothæfar lausnir vegna stighækkandi vaxta og hækkandi greiðslubyrði á óverðtryggðum íbúðalánum. Fram að þessu hefur verið einungis verið eitt ráð við þessum mikla vanda, sem er að færa sig yfir í verðtryggð lán. Þegar þar er komið þá gerir það neytendum því miður erfitt fyrir fara aftur á milli lánsforma vegna þess að þá eru minni líkur á að viðkomandi standist greiðslumat eða greiðslubyrðarhlutfall til þess að fara aftur yfir í óverðtryggt lán. Þar með situr neytandinn því fastur án þess að eiga annarra kosta völ.

Lesa áfram...
Vegna uppfærslu á lánshæfismati Creditinfo

Vegna uppfærslu á lánshæfismati Creditinfo

Creditinfo hefur gert uppfærslu á lánshæfismati einstaklinga. Áhrif hennar eru að sögn fyrirtækisins þau að í 25% tilfella hafi lánshæfismat hækkað en lækkað í 15% tilfella. Hjá 60% einstaklinga stóð það hins vegar í stað. Hagsmunasamtök heimilanna gera í megindráttum eftirfarandi athugasemdir við þær breytingar sem Creditinfo hefur gert við uppfærslu á lánshæfismati einstaklinga og framkvæmd þeirra:

Lesa áfram...
Mótmælum stafrænum nauðungarsölum!

Mótmælum stafrænum nauðungarsölum!

Hagsmunasamtök heimilanna mótmæla alfarið fyrirhuguðu frumvarpi dómsmálaráðherra um stafrænar nauðungarsölur. Það á ekki að líðast að hægt verði að svipta fólk heimili sínu einfaldlega með því að senda tölvupóst. Sérstaklega ekki nema tryggt verði að því hafi að minnsta kosti fyrst borist tilkynning um að hætta á slíku sé yfirvofandi svo hægt sé að bregðast við í tæka tíð.

Frumvarp í samráðsgátt

Með drögum að frumvarpi sem dómsmálaráðuneytið hefur birt í samráðsgátt stjórnvalda er lagt til að stafræn málsmeðferð verði innleidd í fjárnáms- og nauðungarsölumálum. Yfirlýstur tilgangur þess er að auka hagræði og skilvirkni, en við nánari athugun blasir við að það yrði alfarið í þágu kröfuhafa og á kostnað réttaröryggis almennra borgara.

Lesa áfram...
Umræðufundur um stöðu heimilanna - upptaka

Umræðufundur um stöðu heimilanna - upptaka

Hagsmunasamtök heimilanna stóðu fyrir umræðufundi um stöðu heimilanna í Iðnó snemma á árinu. Samtökin kölluðu til opins fundar og pallborðsumræðu baráttufólks fyrir bættum fjárhag heimilanna í efnahagslegum ólgusjó, þá ekki síst í húsnæðismálum. Fundurinn var tekinn upp og hér vill stjórn samtakanna deila upptökunni með félagsmönnum, velunnurum og samstarfsfólki á YouTube rás samtakanna. Efni fundarins var meðal annars hæg uppbygging hagkvæmra íbúða fyrir almenning og leigumarkaður sem er sannarlega ekki leigjendavænn. Síðast en ekki síst var rætt um verðtryggingu lána og slæma stöðu lántakenda í íbúðakaupum sem standa frammi fyrir sífelldum hækkunum á greiðslubyrði vaxta og oftar en ekki höfuðstóls þar að auki.  Fyrirhyggju með almannahag að leiðarljósi skortir og hefur lengi skort í þessum málaflokkum. 

Lesa áfram...
Afneitun og hvítþvottur

Afneitun og hvítþvottur

Nú þegar fimmtán ár eru liðin frá hruninu er reynt að endurskrifa söguna og óþægilegum fórnarlömbum sópað undir teppið. Sjónvarp allra landsmanna sýndi þætti, Baráttan um Ísland, sem voru ekkert annað en hvítþvottur og móðgun við hin raunverulegu fórnarlömb hrunsins. Nú skal fimmtán þúsund heimilum sópað undir teppið og látið sem þau hafi ekki verið til. 

Það er til háborinnar skammar að enn skuli dregið í efa að 15.000 fjölskyldur hafi misst heimili sín í gin bankanna, hvort sem var í gegnum nauðungarsölu eða nauðasamninga við þá.* Það eitt og sér staðfestir þörfina á rannsókn á þeim aðgerðum sem stjórnvöld réðust í eftir hrun, sem gerðu heimilin að varnarlausum leiksoppum fjármálafyrirtækjanna. Engin pólitískur vilji virðist þó vera fyrir því inni á Alþingi, nema þá hjá einum flokki.

Lesa áfram...
Verðtryggt lán eða vanskil?

Verðtryggt lán eða vanskil?

Hagsmunasamtök heimilanna fordæmdu nýlega fjórtándu vaxtahækkun seðlabankans í röð og áréttuðu að ekkert réttlætti sífelldar árásir á heimilin. Aukin greiðslubyrði fasteignalána hefur verið mörgum heimilum allt of þungur baggi og því hafa lánþegar nú streymt yfir í verðtryggð fasteignalán. Fjölmargir íbúðarkaupendur neyðast því til þess að grípa til þessarar ráðstöfunar, til þess eins að vera í skilum. Húsnæðisöryggi er í húfi. 

Lesa áfram...
Gjaldtaka og arðsemi bankanna

Gjaldtaka og arðsemi bankanna

Í ágústlok kom út skýrsla starfshóps menningar- og viðskiptaráðherra um gjaldtöku og arðsemi banka á Íslandi. Kristín Eir Helgadóttir var fulltrúi Hagsmunasamtaka heimilanna í starfshópnum. Hér er að finna ályktun frá stjórn Hagsmunasamtaka heimilanna vegna útgáfu skýrslunnar. 

Stjórn Hagsmunasamtaka heimilanna telur að helstu niðurstöður hafa í aðalatriðum blasað við eins og samtökin hafa oft bent á, en þær eru:

  • Bankarnir hafa aldrei hagnast meira en í fyrra
  • Lækkun bankaskatts hefur ekki skilað sér til neytenda
  • Stærsti tekjupóstur bankanna eru vextir af lánum
  • Arðsemi bankanna hefur aldrei verið meiri 

Fleira mætti tína til, en þetta er í samræmi við þær áherslur sem Hagsmunasamtökin hafa haldið á lofti.

Það voru þó ákveðnar takmarkanir við gerð þessarar skýrslu sem fulltrúi samtakanna gerði ítrekað athugasemdir við en þær koma ekki fram í skýrslunni. Það skiptir máli að koma þeim athugasemdum að, sérstaklega í ljósi þess að nú hamast bankarnir við að hampa sjálfum sér í tengslum við skýrsluna.

Frá árslokum 2022 og fram að öðrum ársfjórðungi 2023 hafa orðið miklar breytingar sem eiga rætur sínar að rekja til stýrivaxtahækkana. Vaxtamunur hefur aukist stöðugt frá árslokum 2022 þegar hann var 2,8% í tæplega 3,1% í lok annars ársfjórðungs 2023 og er nú hærri en áður en bankaskatturinn var lækkaður en það er töluverð hækkun á stuttum tíma.

Allt of lítil áhersla var lögð á að skoða hækkandi greiðslubyrði óverðtryggðra íbúðalána og vaxtatekjur sem bankarnir moka inn af þeim. Það er sama sagan, þetta er ekki skoðað frá árslokum 2022 og það sem af er ári 2023. Það er stóri vandinn sem skiptir mestu máli núna.

Það fór líka of lítil vinna og rannsókn í að skoða bæði neytendamál og samkeppnismál þar sem það gafst ekki tími til þess sökum umfangs og afmörkunar verkefnisins og það vantar í skýrsluna. Þetta eru málefni sem eru gríðarlega mikilvæg, sérstaklega þar sem neytendur semja í dag frá sér öll réttindi þegar þeir skrifa undir margra blaðsíðna neytendalánaskilmála við lántöku.

Verðskrá bankanna er einnig síbreytileg en frá því að greining fór fram, fram að árslokum 2022, hafa bankarnir breytt verðskrám og sá banki sem kom best út í gjaldaliðum kemur verst út núna.

Þetta sýnir okkur að eina leiðin til að veita bönkunum aðhald á markaði er að skýrsla sem þessi sé gefin út á hverju ári. Það skiptir máli að bankarnir geti ekki skýlt sér á bak við hluta af niðurstöðum sem „besti bankinn“ í þessu hraðbreytilega umhverfi vaxta og kostnaðar þegar mestu máli skiptir að ná tökum á vaxta- og verðbótagreiðslum heimilanna!

Þessi skýrsla staðfestir þó algjörlega málflutning samtakanna öll þessi ár. Það að bankarnir geti sett sér 10-13% arðsemiskröfur og greitt út milljarða í arð en látið svo eins og þeir séu að lepja dauðann úr skel því að þessi arðsemi gangi þeim svo nærri segir allt sem segja þarf!



Lesa áfram...
Ekkert réttlætir sífelldar árásir á heimilin

Ekkert réttlætir sífelldar árásir á heimilin

Yfirlýsing frá stjórn samtakanna

Hagsmunasamtök heimilanna fordæma fjórtándu vaxtahækkun Seðlabankans í röð og lýsa yfir áhyggjum af afdrifum heimila sem ekki standa undir sífelldum vaxtahækkunum. Greiðslubyrði húsnæðislána hefur margfaldast og eina „lausn“ margra heimila er að flýja yfir í verðtryggð lán í von um skjól.

Verðtryggð lán veita eingöngu tímabundið svikaskjól en það mun hverfa áður en langt um líður og þá munu tugþúsundir heimila standa á berangri, varnarlaus fyrir ásókn banka, sem eins og dæmin sanna munu ekki hika við að hirða af þeim húsnæðið og senda þau á götuna.

Lesa áfram...
Stefnuskrá stjórnar 2023-2024

Stefnuskrá stjórnar 2023-2024

Samkvæmt samþykktum Hagsmunasamtaka heimilanna skal stjórn gera sér stefnuskrá ár hvert. Síðastliðin ár hefur verið horft til stefnuskrár í starfseminni sem vísar með almennum hætti til helstu baráttumála samtakanna. Stjórn Hagsmunasamtaka heimilanna hefur nú samþykkt uppfærða stefnuskrá og vill kynna hana fyrir félagsmönnum og almenningi: 

Lesa áfram...
Nauðungarsala á heimili öryrkja fordæmd

Nauðungarsala á heimili öryrkja fordæmd

Fram kom í kvöldfréttum Ríkissjónvarpsins 27. júní 2023 að ungur öryrki í Keflavík sé því sem næst allslaus eftir að sýslumaður samþykkti tilboð í hús hans á nauðungaruppboði upp á einn tuttugasta af markaðsvirði þess. Hagsmunasamtök heimilanna fordæma þessa nauðungarsölu á heimili öryrkjans.

Ungi maðurinn varð öryrki 13 ára eftir alvarleg læknamistök. Fyrir þau fékk hann bætur sem hann notaði til að kaupa hús fyrir sig og fjölskyldu sína þegar hann var ný orðinn 18 ára og staðgreiddi kaupverðið án þess að taka nein lán. Þannig taldi hann sig hafa eignast öruggt skjól um ókomna ævi. Að eigin sögn gerði hann sér þó ekki grein fyrir því að þrátt fyrir að eiga húsið skuldlaust þyrfti engu að síður að greiða af því, þar á meðal ýmis opinber gjöld á borð við fasteignagjöld. Þar sem gjöldin voru ekki greidd söfnuðust upp vanskil upp á um 2,5 milljónir króna og húsið fór því að lokum á nauðungaruppboð, en það er í dag verðmetið á 57 milljónir króna.

Lesa áfram...
Heimilin eiga að vera friðhelg

Heimilin eiga að vera friðhelg

Fyrsti maí 2023

Öryggisleysið í húsnæðismálum Íslendinga er afhjúpað í hárri verðbólgu, síendurteknum hækkunum stýrivaxta og sinnuleysi stjórnvalda. Þetta er óumdeilanlegt fyrir þá einstaklinga sem greiða alltof hátt hlutfall launa sinna í leigukostnað og þeirra sem eiga í erfiðleikum með að mæta hækkandi greiðslubyrði húsnæðislána eða einfaldlega geta það ekki lengur. Rétturinn til eigna er því misskiptur og rétturinn til öryggis á leigumarkaði er vanvirtur. Í þessum sívaxandi húsnæðisvanda vekur furðu að stjórnvöld ætli ekki að bregðast við. Enn fjarlægari virðast áform um að sækja skatttekjur til þeirra sem hafa beinlínis rakað að sér auði í verðbólgu eða aukið álögur sínar og hagnað á kostnað heimilanna.

Fyrsta maí mótmæltu Hagsmunasamtök heimilanna og Samtök leigjenda í sameiningu þessu öryggisleysi og misrétti í húsnæðismálum í kröfugöngu launafólks.

Lesa áfram...
Opnir spjallfundir Hagsmunasamtaka heimilanna

Opnir spjallfundir Hagsmunasamtaka heimilanna

Hagsmunasamtök heimilanna boða til opinna spjallfunda fyrir félagsmenn um stöðu heimilanna. Þeir verða haldnir miðvikudagana 12. apríl og 3. maí í Sigtúni 42 (í húsi ÖBÍ), frá klukkan 19:30-21:30. Samtökin berjast fyrir því að heimilin séu ávallt í fyrsta sæti í ákvörðunum stjórnvalda og þá ekki síst þegar verðbólga er í hæstu hæðum og vaxtahækkanir út úr korti. Tími aðgerða er núna. Við sendum því ákall til félagsmanna um að hefja samtal um stöðuna og lausnir við henni.
Ráðgjafi samtakanna verður á staðnum ásamt fulltrúum stjórnar. 

Heimilin í fyrsta sæti!

Hagsmunasamtök heimilanna 

 

Lesa áfram...
Subscribe to this RSS feed
  • 1
  • 2

© Hannað af Filmís 

Hagsmunasamtök heimilanna voru stofnuð 15. janúar 2009 og eru frjáls og óháð hagsmunasamtök á neytendasviði, til varnar og hagsbóta fyrir heimilin í landinu.

Orð frá formanni

CEO 

Orð frá formanni Varlega áætlað hafa 15.000 fjölskyldur, 45.000 einstaklingar misst heimili sín frá hruni. Enginn hefur svarað fyrir það, hvað þá axlað á því ábyrgð. 

Þegar 15% þjóðarinnar missa heimili sín, gætir áhrifanna víða. Við sjáum þau í ástandinu á leigumarkaði og við sjáum þau líka í auknum kvíða meðal ungmenna og kulnun hjá þeim sem eldri eru.

Þegar fólk er svipt heimilum sínum glatar það öryggi sínu sínu og fótfestu. Þegar við bætist magnvana reiði og örvænting vegna óréttlætisins sem það stendur frammi fyrir ásamt hjálpar- og varnaleysinu sem það upplifir þegar heimilinu er hreinlega stolið af því, er ekki nema von að eitthvað láti undan.

Spillingin í þjóðfélaginu er djúp og hún á sér margar hliðar. Hún birtist ekki bara í háu húsnæðisverði og skelfilegum leigumarkaði eða háum vöxtum og verðtryggingu, hún birtist ekki bara í því hvernig lífeyrissjóðirnir misfara með fé okkar allra eða í „krónu á móti krónu“ skerðingu, hún birtist ekki bara í lágum launum verkafólks á meðan sjálftökufólk af ýmsum toga skammtar sjálfu sér milljónir, hún birtist ekki bara í spilltum dómstólum sem gæta hagsmuna „hinna sterku“ í dómum sínum eða í því hvernig lög- og stjórnaskrárvarin réttindi hafa verið brotin á neytendum frá hruni með skelfilegum afleiðingum.

Nei, hún birtist í þessu öllu og meiru til. Spillingin er djúp og teygir anga sína víða. Hana þarf að rífa upp með rótum til að hægt sé að byggja upp nýtt og betra þjóðfélag.

Fyrsta skrefið væri að að afnema verðtryggingu á lánum heimilanna! Öðruvísi er ekki hægt að skapa eðlilegan húsnæðismarkað eða stöðva sjálftöku fjármálastofnanna á tekjum fólks.

En til að takast á við ræturnar þarf að fara fram rannsókn á aðgerðum stjórnvalda eftir hrun. Jú það var líka spilling fyrir hrun, en þá urðu ákveðin vatnaskil og það var þá sem meðvituð ákvörðun var tekin um að fórna heimilum landsins fyrir bankana.

15.000 heimili eiga skilið að fá svör og uppreist æru.

Við biðjum ykkur um að styðja kröfuna um Rannsóknarskýrslu heimilanna!

Ásthildur Lóa Þórsdóttir
Formaður HH

Fylgstu með á samfélagsmiðlum