Á döfinni

Mikill innheimtuvandi fjármálafyrirtækja

Eftirfarandi upplýsingar eru fengnar úr skýrslu AGS Iceland Staff Report 2010 A4 and 3 review.

Í nýlegri skýrslu AGS er að finna ýmsar athyglisverðar upplýsingar. Þar eru m.a. tvö meðfylgjandi gröf. Það fyrra sýnir hlutfall lána sem eru það sem nefnt er NPL (Non-performing Loans) þ.e.a.s. lán sem eru í vanskilum (NPL eru lán sem eru í 90 daga vanskilum eða meira). Þetta hlutfall er hvorki meira né minna en 63% samkvæmt línuritinu. Í Febrúar 2010 virðast þetta hafa tekið að aukast lítillega. Hugsanlega tengist það greiðsluverkfalli HH en það þarf þó ekki að vera.

Lesa áfram...

VLFA styrkir HH og lýsir yfir stuðningi

Verkalýðsfélag Akraness hefur styrkt Hagsmunasamtök heimilana um kr. 200.000 og gefið sérstaka yfirlýsingu á heimasíðunni um stuðning við þjóðarsáttartillögu HH, kröfur samtakanna um leiðréttingu og tillögur um lausnir um hvernig megi mæta vandanum.

Stjórn HH vill þakka VLFA stuðninginn og sendir félagsmönnum kærar kveðjur og þakkir. Jafnframt hvetja samtökin fleiri verkalýðsfélög til að kynna sér tillögur HH og hiklaust spyrja félagsmenn álits.

Lesa áfram...

Ekkert fast í hendi eftir fund í stjórnarráði

Fulltrúar HH áttu fund morguninn 6. okt. 2010 með forsætisráðherra, fjármálaráðherra, innanríkisráðherra, ráðherra velferðarmála og ráðherra efnahags og viðskipta ásamt efnahagsráðgjafa ríkisstjórnarinnar. Tilgangur fundarins var að kynna fyrir ríkisstjórninni tillögur Hagsmunasamtaka heimilanna um þjóðarsátt um skuldavanda heimilanna.

Ráðherrarnir hlustuðu á tillögur og rökstuðning HH af athygli. Þeir virtust sammála mörgum af niðurstöðum okkar varðandi þann kerfisvanda sem þarf að leysa en höfðu miklar efasemdir sem fyrr um leiðréttingartillögur samtakanna. Fundarmenn sammæltust um að samningaleiðin væri líklega illskásta leiðin, þ.e. að allir aðilar fjármálakerfisins komi að borðinu til að leysa þann hnút sem þessi mál eru komin í. Við gerðum þeim grein fyrir þeim hættum og kostnaði sem það hefur í för með sér halda óbreyttri stefnu. Við erum ekki viss um að ríkisstjórnin geri sér grein fyrir afleiðingunum þ.e. því siðrofi og fólksflótta sem framundan er, sé haldið áfram á braut eignaupptöku og gjaldþrota.

Lesa áfram...

VR styður HH

Verslunarmannafélag Reykjavíkur, stærsta verkalýðsfélag landsins hefur lýst yfir stuðningi við tillögur Hagsmunasamtaka heimilanna. Á heimasíðu VR má lesa svohljóðandi:

Stjórn VR samþykkti eftirfarandi yfirlýsingu á fundi sínum þann 5. október sl.:

"Stjórn VR lýsir yfir stuðningi við kröfur Hagsmunasamtaka heimilanna um aðgerðir til lausnar skuldavanda heimilanna."

Lesa áfram...

Mótmæli á mörkum óeirða

Eftirfarandi lýsing er frá Steingrími Sævari Ólafssyni af eyjan.is

"Þetta var fjölskyldufólk, sumir með börn, aðrir sem eiga líklega uppkomin börn. Þetta voru ráðsettir einstaklingar, millistéttin. Þetta var hinn hefðbundni Íslendingur, þetta var vísitölufjölskyldan, fólkið sem kaupir áskrift að Stöð 2, finnst Spaugstofan skemmtileg og er spennt yfir Útsvari og man hvernig Ísland var áður en bjórinn var leyfður. Þetta var fólk sem er seinþreytt til vandræða, fólkið sem á Lazy-Boy stólana, sem á fjölskyldupassa í Fjölskyldu- og Húsdýragarðinn, á hvorki jeppa né smábíl heldur station-bíl, borgar skattana og hlustar á hádegisfréttir Ríkisútvarpsins.  Þetta var „venjulegt fólk“!"

Lesa áfram...

Íslendingar mótmæla

Töluverður fjöldi mótmælti við setningu Alþingis 1. okt. 2010. Megin krafan var það sem HH hefur barist fyrir þ.e. leiðrétting stökkbreyttra skulda heimilanna. Við nálgumst óðum þann veruleika sem samtökin vöruðu við frá upphafi. Skaðinn er þegar geigvænlegur. Hvenær ætla stjórnvöld að láta segjast? Hvað þarf að ganga langt til að menn fari að opna augun?

NÆSTU MÓTMÆLI ERU MÁNUD. 4. OKT. KL. 19:30 VIÐ AUSTURVÖLL

Lesa áfram...

Nágrannavarsla heimilanna

Frést hefur af grunsamlegum mönnum á ferð að taka myndir af heimilum fólks. Við látum hér bréf aðstoðar yfirlögregluþjóns fylgja með um leið og við hvetjum fólk til að hafa augu og eyru opin.

"Sæll Jón Ragnar.

Við höfum verðir að fá tilkynningar um grunsamlegar
mannaferðir í ásunum þ.e. Heiðarási, Grundarási, Klapparási
og fleiri götum þar sem um er að ræða gangandi menn á
aldrinum 20 til 30 ára.  Í einhverjum tilvikum hafa þeir
verið að taka ljósmyndir af húsum og í öðrum hafa þeir
vakið athygli árvökulla íbúa og þótt grunsamlegir.  Styggð
hefur komið að mönnum í einhverjum tilvikum þegar þeir
veittu því athygli að íbúar voru að fylgjast með þeim.
Lesa áfram...

Blaðamannafundur 24. sept. 2010

Stjórn HH hélt mjög vel heppnaðan blaðamannafund föstudaginn 24. sept. 2010 í tilfefni af kynningu á tillögum stjórnar samtakanna til lausnar skuldavanda heimilanna.

Lesa áfram...

Hæstaréttardómur er áfall fyrir lántaka

Hæstaréttardómur er féll 16. september, nákvæmlega 3 mánuðum eftir að sami réttur dæmdi gengistryggingu ólöglega, hefur ekki gert neitt til að draga úr óvissu með skuldastöðu lántaka gengistryggðra fasteignalána. Satt best að segja hefur óvissan aldrei verið meiri. Reikna má þó með að fjármálastofnanir telji sig vera komnar á beinu brautina og fjárnám og nauðungarsölur fari nú af stað af enn meiri þunga en þegar er orðið.

Hagsmunasamtök heimilanna minna á að greiðsluverkfall er enn í fullu gildi. Þúsundir hafa verið í greiðsluverkfalli í allt að tvö ár og nú munu bætast þúsundir í hópinn. Fleiri og fleiri telja glórulaust að setja peninga þá botnlausu hít sem kerfið er orðið.

Von er á ályktun Hagsmunasamtaka heimilanna vegna hæstaréttardómsins. Vinsamlega fylgist með heimasíðunni.

 

Lesa áfram...

Hópmálssóknir samþykktar

Neytendaréttur hefur unnið góðan áfangasigur með nýjum lögum um hópmálssóknir. Hópmálssóknir ganga út á að þrír eða fleiri aðilar sem ,,eiga kröfur á hendur sama aðila sem eiga rætur að rekja til sama atviks, aðstöðu eða löggernings" geti stofnað ,,málssóknarfélag" í þessum eina tilgangi. Félagið er þá samnefnari félagsmanna og fer með þann rétt til málssóknar sem hver þeirra hefur sem einstaklingur eða lögaðili. Með nýju lögunum opnast möguleiki á að ná mun fyrr fram niðurstöðum í miklum fjölda lagalegra deilumála sem hafa hlotist af bankahruninu. Álagi á dómskerfið kann að létta í heildina miðað við það sem annars lá fyrir. Líkur aukast á að fleiri fá réttarbætur og eða niðurstöðu í málum og geti haldið áfram með lífið með slík mál að baki. HH hafa verið eindregnir talsmenn þessarar réttarbótar fyrir almenning og veitt nefndum Alþingis umsagnir ofl. í þessu sambandi. Við óskum Alþingi og þjóðinni til hamingju með þennan áfanga.

 

Lesa áfram...

Bréf Gunnars Tómassonar hagfræðings til Alþingis

Ritstjóri vefs HH vill vekja athygli lesenda á nýju bréfi Gunnars Tómassonar til Alþingismanna. GT bendir á mál sem eru mikið áhyggjuefni þ.e. að sú hugmyndafræði sem byggt hefur verið á við fjármálastjórn ríkja eins og Íslands gangi ekki upp. Þetta eru ekki bara fræðilegar vangaveltur lengur, almenningur hefur fengið að finna á eigin skinni hverjar afleiðingarnar eru.

Lesa áfram...

Umboðsmaður Alþingis krefur SÍ og FME svara

Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis hefur sent Seðlabanka Íslands og Fjármálaeftirlitinu fyrirspurn vegna tilmæla þeirra síðarnefndu til fjármálafyrirtækja varðandi dóm Hæstaréttar um lögmæti gengistryggingar lánasamninga. UA gefur engar undankomuleiðir í bréfinu. Svörin skulu tilgreina og rökstyðja lagagrundvöll og ásetning tilmælanna auk þess að afhend skulu þau gögn sem rökstuðningur og ákvarðanaferlið byggja á.

Að mati Hagsmunasamtaka heimilanna brutu FME og SÍ lög með tilmælunum eins og umboðsmaður vísar til að kunni að vera raunin. Stofnanir þessar gengu fram grímulaust sem einhverskonar sérlegir verndarar eða talsmenn fjármálafyrirtækja og eigenda þeirra. Lántakar eru jafn mikilvægir öðrum leikmönnum í fjármálakerfinu en hlutverk þeirra og hagsmunir voru hér fyrir borð bornir. Hér skal einnig bent á að SÍ og FME eru stofnanir sem eru með beinum hætti ábyrgar fyrir því að lögbrot bankanna viðgengust, hvað þessi tilteknu lán varðar svo ekki sé minnst á ábyrgðalaus útlán bankanna til innherja ofl. Þrátt fyrir ábendingar og fyrirspurnir Hagsmunasamtaka heimilanna fyrir rúmu ári síðan virðast yfirmenn þessara stofnana engar sjálfstæðar athuganir hafa gert á lögmæti lána með gjaldeyrisviðmið og vísuðu fyrirspurnum á aðra eins og þeim kæmi þetta ekkert við.

Lesa áfram...
Subscribe to this RSS feed

© Hannað af Filmís 

Hagsmunasamtök heimilanna voru stofnuð 15. janúar 2009 og eru frjáls og óháð hagsmunasamtök á neytendasviði, til varnar og hagsbóta fyrir heimilin í landinu.

Orð frá formanni

CEO 

Orð frá formanni Varlega áætlað hafa 15.000 fjölskyldur, 45.000 einstaklingar misst heimili sín frá hruni. Enginn hefur svarað fyrir það, hvað þá axlað á því ábyrgð. 

Þegar 15% þjóðarinnar missa heimili sín, gætir áhrifanna víða. Við sjáum þau í ástandinu á leigumarkaði og við sjáum þau líka í auknum kvíða meðal ungmenna og kulnun hjá þeim sem eldri eru.

Þegar fólk er svipt heimilum sínum glatar það öryggi sínu sínu og fótfestu. Þegar við bætist magnvana reiði og örvænting vegna óréttlætisins sem það stendur frammi fyrir ásamt hjálpar- og varnaleysinu sem það upplifir þegar heimilinu er hreinlega stolið af því, er ekki nema von að eitthvað láti undan.

Spillingin í þjóðfélaginu er djúp og hún á sér margar hliðar. Hún birtist ekki bara í háu húsnæðisverði og skelfilegum leigumarkaði eða háum vöxtum og verðtryggingu, hún birtist ekki bara í því hvernig lífeyrissjóðirnir misfara með fé okkar allra eða í „krónu á móti krónu“ skerðingu, hún birtist ekki bara í lágum launum verkafólks á meðan sjálftökufólk af ýmsum toga skammtar sjálfu sér milljónir, hún birtist ekki bara í spilltum dómstólum sem gæta hagsmuna „hinna sterku“ í dómum sínum eða í því hvernig lög- og stjórnaskrárvarin réttindi hafa verið brotin á neytendum frá hruni með skelfilegum afleiðingum.

Nei, hún birtist í þessu öllu og meiru til. Spillingin er djúp og teygir anga sína víða. Hana þarf að rífa upp með rótum til að hægt sé að byggja upp nýtt og betra þjóðfélag.

Fyrsta skrefið væri að að afnema verðtryggingu á lánum heimilanna! Öðruvísi er ekki hægt að skapa eðlilegan húsnæðismarkað eða stöðva sjálftöku fjármálastofnanna á tekjum fólks.

En til að takast á við ræturnar þarf að fara fram rannsókn á aðgerðum stjórnvalda eftir hrun. Jú það var líka spilling fyrir hrun, en þá urðu ákveðin vatnaskil og það var þá sem meðvituð ákvörðun var tekin um að fórna heimilum landsins fyrir bankana.

15.000 heimili eiga skilið að fá svör og uppreist æru.

Við biðjum ykkur um að styðja kröfuna um Rannsóknarskýrslu heimilanna!

Ásthildur Lóa Þórsdóttir
Formaður HH

Fylgstu með á samfélagsmiðlum