Á döfinni

Eignaupptaka lánastofnana á fullu

Nokkuð víst má telja að margur er að missa heimili og aleiguna í klær fjármálastofnana þessa dagana (sjá frétt á vef RÚV). Forsendubrestur er ekki viðurkenndur af stjórnvöldum af því það þykir "of dýrt". Spyrja má, of dýrt fyrir hvern? Í fréttinni birtist "réttlæti" og "lausnir" stjórnvalda og fjármálakerfisins í hnotskurn.

Fólkið sem hefur misst og mun missa það sem það hefur nurlað saman um ævina mun líkast til ekki gleyma þessu í bráð. Það er ekki nóg með að eigur þess eru gerðar upptækar á grundvelli stórtækra fjársvika, okkur er boðið á námskeið í fjármálalæsi ofl. til frekari niðurlægingar.

Hagsmunasamtök heimilanna telja þessa leið dýrari, óréttláta og í reynd ófæra fyrir samfélag sem vill standa undir nafni. Það verður ekki sagt að stjórnvöld og forráðamenn fjármálakerfis hafi ekki verið aðvöruð eða bent á réttlátari leiðir til að leysa vandann.

Sjá frétt á vef RÚV

Lesa áfram...

Skattpíning bifreiðanotenda

FÍB hafa hafið undirskriftasöfnun til að mótmæla enn meiri skattheimtu bifreiðanotkunar í gegn um vegtolla. Þeir segja að sátt hafi verið um innheimtu bensíngjalds til að standa undir vegagerð og viðhaldi og hér sé verið að ógna og brjóta á þeirri sátt. Þess má reyndar geta að skattheimta af bifreiðum er mun hærri en sá kostnaður sem ríkið hefur af vegagerð og tengdum útgjaldaliðum. Tollhlið á vegi út úr höfuðborginni munu augljóslega auka mjög á kostnað heimila við samgöngur.

Kristján Möller fyrrum ráðherra samgöngumála hefur nefnt í viðtölum að finna þurfi nýjar leiðir til gjaldtöku fyrir vegagerð þar sem rafbílum fari að fjölga á næstu árum. Þarf ríkið ekki að koma með áætlun um rafvæðingu bílaflota landsmanna um leið og áætlanir af þessu tagi eru settar út? Rafvæðing bílaflotans tekur einhver ár og er spurning hvort ekki sé áhugi fyrir að skoða framleiðslu á rafbílum hérlendis. Hugsanlega má nýta eitthvað af öllu því áli sem hér er framleitt. Að svo stöddu hafa Hagsmunasamtök heimilanna ekki fjallað formlega um málið og vísa á heimasíðu FÍB fyrir þá sem vilja kynna sér málið og taka undir kröfur FÍB.

Nú þegar hafa safnast mörg þúsund undirskriftir og því ljóst að mikil andstaða er við áform stjórnvalda. Stjórn Hagsmunasamtaka heimilanna hefur áhyggjur af auknum álögum á heimili landsmanna svo ekki sé minnst á áhrifin á verðtryggð lán. Hér er enn eitt dæmið um fáránleika verðtryggingar þar sem hugsanlegt er að þessar auknu álögur hafi áhrif til hækkunar vísitölu neysluverðs. Með miklum hækkunum á eldsneytisverði undanfari ár hafa landsmenn dregið úr notkun bifreiða nú þegar. Spurningin er hvort sú notkun sé komin niður í nauðþurftanotkun eða hvort svigrúm sé fyrir enn meiri samdrátt á þessu sviði. Við vitum um nokkra sem mundu kætast mjög við slíkar fréttir en þau heimili sem hafa minnstar tekjur myndu líða mest fyrir breytingar af þessu tagi. Þau verða nánast njörvuð niður innan eða utan borgarmakanna með skattheimtu.

Lesa áfram...

Nýárskveðja til lögbrjóta

Um leið og Hagsmunasamtök heimilanna óska landsmönnum gleðilegs árs og í tilefni þess árangurs sem lögbrjótar hafa náð við að velta afleiðingum gerða sinna yfir á heimili og fyrirtæki landsmanna. Birtum við hér smá grín áramótakveðju frá Nábítum, böðlum og illum öndum ehf.

Erfitt ár er nú að baki. Því miður er útlitið ekki bjart fyrir þorra íslenskra heimila á komandi ári. Hagsmunasamtök heimilanna hafa sterklega varað við þeirri leið eignaupptöku sem ríkisstjórn ásamt fjármálastofnunum eru að feta. Því miður hefur ekki verið hlustað á varnaðarorð samtakanna hvað þá tillögur um betri og sanngjarnari leið. Menn og fjölmiðlar sem hafa oft verið taldir málsmetandi hafa gengið svo langt að uppnefna samtökin og gera þeim upp ásetning sem enginn fótur er fyrir. Málefnalegri umræðu var gefið langt nef satt best að segja, ráðist var á æru einstaklinga og frasar og fyrirsagnir komu í stað alvöru fréttaskýringa.

Lesa áfram...

Leið HH er allt að helmingi ódýrari

10% leið ásamt lækkun vaxta er áætluð að kosti 24 milljarða á ári ef marka má fréttaflutning RÚV af málinu. Leiðréttingaleið Hagsmunasamtaka heimilanna kostar hinsvegar frá 12 til 16 milljarða á ári eftir því hversu miklar tekju/eigna - tengingar eru í dæminu. Stærsti ókostur 110% leiðréttingar er að fasteignir halda áfram að vera yfirveðsettar. Það kemur í veg fyrir losun um fasteignamarkað.

Lesa áfram...

Bréf til forsætisráherra og sérálit fulltrúa HH

Formaður stjórnar HH sendi forsætisráðherra bréf 16. nóv. 2010 til að kalla eftir formlegum viðræðum um aðgerðir í þágu heimilanna. Erindinu hefur í engu verið svarað þrátt fyrir yfirlýsingar forsætisráðherra þess efnis að áhugi væri á samvinnu við Hagmunasamtök heimilanna um aðgerðir í þágu heimilanna. Fulltrúi Hagsmunasamtaka heimilanna í svonefndum sérfræðingahóp skilaði séráliti. Skýrsla hópsins hefur verið birt á heimasíðu forsætisráðuneytisins en sérálitið ekki.

Lesa áfram...

Er fasteignaverð að lækka?

Að sögn fasteignasala kann að vera að þeir sem eiga pening til að kaupa fasteignir, séu að bíða eftir þeirri lækkun sem sé óhjákvæmileg. Í það minnsta er engin nýliðun sem heitið getur á markaði. Þau viðskipti sem eiga sér stað eru skipti með milligjöf. Á meðan bankarnir gefa ekki nóg eftir af skuldum er allt frosið. Þeir eru í einskonar störukeppni við heimilin og fyrirtækin í landinu.

Lesa áfram...

Leiðrétting vegna forsendubrests úti

Þá er það orðið opinbert. Stjórn HH var dregin á asnaeyrunum í tvær vikur af getulausu stjórnkerfi. Það glæddist með okkur smá von er fulltrúar okkar urðu vitni að því þegar hver stjórnmálamaðurinn á fætur öðrum húðskammaði forkólfa fjármálakerfisins á fundi í Þjóðmenningarhúsinu á miðvikudagskvöld. Þeir voru reiðir, það fór ekkert á milli mála. Þeir voru reiðir af því þeir voru að fá hitann frá almenningi. Hita vegna afglapa og þvermóðsku fjármálaaðalsins. Jóhanna má eiga það að hún lætur þó vita að ríkisstjórnin ætlar að gefast upp.

ASÍ og svonefnd Samtök Atvinnulífsins tóku að sögn hamskiptum eftir ofangreindan fund þegar vondu stjórnmálamennirnir sviku lit. Í kjölfarið hafa þeir tekið í taumana. Er ríkisstjórnin að láta verkalýsforystuna og samtök atvinnulífsins segja sér fyrir verkum? Hvaða hótunum ætli þeir hafi beitt? Vita félagsmenn þessara samtaka af því hvað forystan aðhefst?

Lesa áfram...

Frétt RÚV dregin til baka

Á fundum okkar með stjórnsýslunni hefur oft komið í ljós áhyggjur fólks af neikvæðri umræðu og sýn á svokölluð úrræði stjórnvalda við skuldavanda heimilanna. Við höfum spurt á móti hverju fólk bjóst eiginlega við? Héldu þau virkilega að fólk tæki því fagnandi að það væri leitt í gegn um eignaupptöku og fjárhagslegrar aftöku?

Svo virtist sem það hefði fundist einn sem var ánægður með aðfarirnar og birtist frétt af því á RÚV. Sú frétt hefur nú verið dregin til baka en við látum fréttastofu RÚV eftir að útskýra af hverju.

Fréttastofan RÚV biðst afsökunar.

Lesa áfram...

Mikill innheimtuvandi fjármálafyrirtækja

Eftirfarandi upplýsingar eru fengnar úr skýrslu AGS Iceland Staff Report 2010 A4 and 3 review.

Í nýlegri skýrslu AGS er að finna ýmsar athyglisverðar upplýsingar. Þar eru m.a. tvö meðfylgjandi gröf. Það fyrra sýnir hlutfall lána sem eru það sem nefnt er NPL (Non-performing Loans) þ.e.a.s. lán sem eru í vanskilum (NPL eru lán sem eru í 90 daga vanskilum eða meira). Þetta hlutfall er hvorki meira né minna en 63% samkvæmt línuritinu. Í Febrúar 2010 virðast þetta hafa tekið að aukast lítillega. Hugsanlega tengist það greiðsluverkfalli HH en það þarf þó ekki að vera.

Lesa áfram...

VLFA styrkir HH og lýsir yfir stuðningi

Verkalýðsfélag Akraness hefur styrkt Hagsmunasamtök heimilana um kr. 200.000 og gefið sérstaka yfirlýsingu á heimasíðunni um stuðning við þjóðarsáttartillögu HH, kröfur samtakanna um leiðréttingu og tillögur um lausnir um hvernig megi mæta vandanum.

Stjórn HH vill þakka VLFA stuðninginn og sendir félagsmönnum kærar kveðjur og þakkir. Jafnframt hvetja samtökin fleiri verkalýðsfélög til að kynna sér tillögur HH og hiklaust spyrja félagsmenn álits.

Lesa áfram...
Subscribe to this RSS feed

© Hannað af Filmís 

Hagsmunasamtök heimilanna voru stofnuð 15. janúar 2009 og eru frjáls og óháð hagsmunasamtök á neytendasviði, til varnar og hagsbóta fyrir heimilin í landinu.

Orð frá formanni

CEO 

Orð frá formanni Varlega áætlað hafa 15.000 fjölskyldur, 45.000 einstaklingar misst heimili sín frá hruni. Enginn hefur svarað fyrir það, hvað þá axlað á því ábyrgð. 

Þegar 15% þjóðarinnar missa heimili sín, gætir áhrifanna víða. Við sjáum þau í ástandinu á leigumarkaði og við sjáum þau líka í auknum kvíða meðal ungmenna og kulnun hjá þeim sem eldri eru.

Þegar fólk er svipt heimilum sínum glatar það öryggi sínu sínu og fótfestu. Þegar við bætist magnvana reiði og örvænting vegna óréttlætisins sem það stendur frammi fyrir ásamt hjálpar- og varnaleysinu sem það upplifir þegar heimilinu er hreinlega stolið af því, er ekki nema von að eitthvað láti undan.

Spillingin í þjóðfélaginu er djúp og hún á sér margar hliðar. Hún birtist ekki bara í háu húsnæðisverði og skelfilegum leigumarkaði eða háum vöxtum og verðtryggingu, hún birtist ekki bara í því hvernig lífeyrissjóðirnir misfara með fé okkar allra eða í „krónu á móti krónu“ skerðingu, hún birtist ekki bara í lágum launum verkafólks á meðan sjálftökufólk af ýmsum toga skammtar sjálfu sér milljónir, hún birtist ekki bara í spilltum dómstólum sem gæta hagsmuna „hinna sterku“ í dómum sínum eða í því hvernig lög- og stjórnaskrárvarin réttindi hafa verið brotin á neytendum frá hruni með skelfilegum afleiðingum.

Nei, hún birtist í þessu öllu og meiru til. Spillingin er djúp og teygir anga sína víða. Hana þarf að rífa upp með rótum til að hægt sé að byggja upp nýtt og betra þjóðfélag.

Fyrsta skrefið væri að að afnema verðtryggingu á lánum heimilanna! Öðruvísi er ekki hægt að skapa eðlilegan húsnæðismarkað eða stöðva sjálftöku fjármálastofnanna á tekjum fólks.

En til að takast á við ræturnar þarf að fara fram rannsókn á aðgerðum stjórnvalda eftir hrun. Jú það var líka spilling fyrir hrun, en þá urðu ákveðin vatnaskil og það var þá sem meðvituð ákvörðun var tekin um að fórna heimilum landsins fyrir bankana.

15.000 heimili eiga skilið að fá svör og uppreist æru.

Við biðjum ykkur um að styðja kröfuna um Rannsóknarskýrslu heimilanna!

Ásthildur Lóa Þórsdóttir
Formaður HH

Fylgstu með á samfélagsmiðlum