Símatími

Mán - þri kl. 10-13

Hafa samband

heimilin@heimilin.is

Á döfinni

Stjórn Hagsmunasamtaka heimilanna fundaði með forsetanum.

Stjórn Hagsmunasamtaka heimilanna (HH) átti í gær fund á Bessastöðum með forseta Íslands, Ólafi Ragnari Grímssyni, þar sem honum voru afhentar undirskriftir þeirra tæplega 38.000 Íslendinga sem safnast hafa í undirskriftasöfnun samtakanna til stuðnings kröfunni um almenna og  réttláta leiðréttingu á stökkbreyttum lánum heimilanna og afnám verðtryggingar eða þjóðaratkvæðagreiðslu þar um.

Stjórn HH var vel tekið af forsetanum sem bauð upp á bollur á Bessastöðum. Á fundinum fóru fram athyglisverðar umræður um baráttumál samtakanna og það með hvaða leiðum íslensk stjórnskipun og réttarríki geta verndað hagsmuni heimilanna í landinu, m.a. í ljósi dómsúrskurða Hæstaréttar. Augljóst er að forsetinn hefur hugsað mikið um þau mál sem brenna á samtökunum, skuldavanda heimilanna og íhugað stöðu og réttindi lántakenda og virðist sammála stjórn HH um að finna þurfi úrlausn þeirra mála með einum eða öðrum hætti.

Undirskriftir þeirra þúsunda Íslendinga sem hafa lýst sig sammála kröfum HH með undirskrift sinni eru því í höndum forseta Íslands núna sem er hluti af stjórnvöldum landsins. Áhugavert verður að fylgjast með því á næstunni hvað forsetinn gerir með þær og hvort hann bregst við með einum eða öðrum hætti til verndar almannahagsmunum.

 

Sjá einnig áhugaverðar umræður og fyrirlestur um aðgerðir HH varðandi þrýsting forsetann til að beita stjórnarskránni

 

Lesa áfram...

Stéttabarátta 21. aldarinnar og framtíð Hagsmunasamtaka heimilanna

Hagsmunasamtök heimilanna (HH) hafa verið starfandi í rúm þrjú ár. Starf samtakanna hefur mestmegnis verið borið uppi af félagsmönnum í sjálfboðavinnu. Starfið hefur verið mjög krefjandi og gefandi. Gott er að geta orðið að liði í baráttu gegn svíðandi óréttlæti. Þó að stjórnvöld hafi ekki enn orðið við meginkröfum samtakanna um leiðréttingu lána og afnám verðtryggingar njóta þær fylgis 80% þjóðarinnar samkvæmt skoðanakönnunum. Þá hafa um 37.500 undirskriftir safnast kröfunum til stuðnings. Það er ekki hvað síst í viðhorfi almennings til málstaðs samtakanna sem við upplifum árangur. Betur má þó ef duga skal.

 

Lesa áfram...

Ályktun stjórnar HH vegna dóms Hæstaréttar í máli 600/2011

Dómur Hæstaréttar er áfangasigur

Hagsmunasamtök heimilanna (HH) fagna niðurstöðu Hæstaréttar í máli nr 600/2011, 15. febrúar 2012. Hæstiréttur Íslands hefur nú staðfest réttmæti málflutnings HH um ólögmæti afturvirkrar lagasetningar í sambærilegum málum. Allir sjö dómarar Hæstiréttar voru sammála um þá meginreglu að lög gildi ekki afturvirkt. Jafnframt úrskurðar Hæstiréttur um að kvittanir hafi fullnaðargildi og vöxtum af greiddum kröfum því ekki haggað með íþyngjandi hætti. Samtökin vilja í því samhengi leggja áherslu á að Hæstiréttur hefur aldrei dæmt á þá leið að endurreikna ætti ólögmæt gengistryggð lán þannig að óverðtryggðir vextir seðlabankans leggist á greidda gjalddaga, heldur féllust málsaðilar þess máls á þá vexti á ógreiddar eftirstöðvar en slíkt samkomulag málsaðila hefur lítið fordæmisgildi fyrir rétti, hvað þá fyrir lagasetningu. Sumir þingmenn sem samþykktu lög 151/2010 hafa haldið því fram að dómurinn hafi verið afturvirkur, sem er ekki rétt.

Lesa áfram...

Hagsmunasamtök heimilanna kæra bankastjórnendur

Hagsmunasamtök heimilanna hafa lagt fram kæru til efnahagsbrotadeildar á hendur öllum stjórnendum og bankaráðum bankanna frá árinu 2001-2012 fyrir brot á stjórnarskrá, almennum hegningarlögum, vaxtalögum, lögum um samningsgerð, lögum um hlutafélög og fyrir að vanrækja eftirlitsskyldu sína.

Lesa áfram...

Fimm stærstu bankarnir semja við bandarísk stjórnvöld um leiðréttin​gar húsnæðislá​na

Bandarísk stjórnvöld eru að ná samkomulagi við fimm af stærstu bönkum landsins um leiðréttingar húsnæðislána.  Alls mun um 26 milljörðum dollara verða varið til aðgerðarinnar, sem felst í því að skuldir verða að hluta til lækkaðar og í öðrum tilvikum endurfjármagnaðar á lægri vöxtum.  Um 750 þúsund Bandaríkjamenn, sem misst hafa heimili sín frá september 2008 til loka 2011 fá sendan tékka, sem nemur 2000 dollurum. Samtals hafa um 4 milljónir manna misst heimili sín í Bandaríkjunum frá ársbyrjun 2007.

Lesa áfram...

Hagsmunasamtök heimilanna fara fram á aðgang að gögnum bankanna á grundvelli upplýsingalaga

Hagsmunasamtök heimilanna hafa sent fjármálaráðherra bréf þar sem óskað er eftir að ráðherrann afhendi, birti opinberlega eða veiti samtökunum aðgang að gögnum sem innihalda upplýsingar um þá samninga er varða yfirfærslu lánasafna heimilanna frá gömlu bönkunum yfir í þá nýju, þ.e. öll gögn sem nauðsynleg eru til að greina tilurð og afdrif þess afsláttar sem veittur var við yfirfærsluna.

Lesa áfram...

HH mótmæla hlutdrægum fréttaflutningi

Hagsmunasamtök heimilanna mótmæla harðlega mjög svo hlutdrægum fréttaflutningi stöðvar 2 í gær þar sem rætt var við forsætisráðherra og vitnað í skýrslu Hagfræðistofnunar sem nú þegar hefur verið harðlega gagnrýnd bæði af hálfu samtakanna og ýmissa málsmetandi hagfræðinga. Það hefði verið ákaflega auðvelt og mun trúverðugri fréttamennska að taka viðtal við fulltrúa Hagsmunasamtaka heimilanna ásamt því að taka viðtal við hagfræðinga sem hafa verið að gagnrýna skýrsluna undanfarna daga í fjölmiðlum.

Lesa áfram...

Fúsk, skemmtiefni eða fyrirlitning á heimilum landsins?

Hagsmunasamtök Heimilanna (HH) vísa meingallaðri greinargerð Hagfræðideildar Háskóla Íslands til föðurhúsanna. Í athugasemdum sem sjá má hér:  sést glögglega hvernig HHÍ fer rangt með tölur og útreikningar á svigrúmi gefa til kynna að enn sé um 52-53 milljarðar eftir af því (eða 55%). Þar að auki skilar skýrslan engan veginn markmiði sínu; að eyða óvissunni um svigrúm bankanna út frá þeim afslætti sem þeir fengu af lánasöfnum við yfirfærslu frá gömlu bönkunum yfir í þá nýju.

Lesa áfram...

Borgarafundur í Háskólabíói

Mánudagskvöldið 23. janúar verður borgarafundur haldinn í Háskólabíói þar sem staða lánþega verður í brennidepli. Fundurinn hefst klukkan 20:00 og stendur í tvo tíma. Auk reynslusagna verður farið í það hvernig verðtryggingin virkar og bent á lausnir.

Lesa áfram...

Fagleg vinnubrögð eða fúsk Hagfræðistofnunar Háskólans?

Hagsmunasamtök heimilanna (HH) voru boðuð á fund Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands fyrir hádegi í dag þann 17. janúar. Á fundinum voru niðurstöður og greining Hagfræðistofnunar kynntar fulltrúum HH og afhent afrit af skýrsludrögum. Skýrslan er 20 blaðsíður og hefur verið beðið eftir niðurstöðum frá í nóvember. Í tvo mánuði hefur Hagfræðistofnun unnið í skýrslunni sem er meingölluð frá upphafi til enda og vert væri að spyrja hvað þetta ævintýri hafi kostað skattborgara? HH var gefinn sólarhringur til að bregðast við og gera athugasemdir við skýrsluna áður en hún fer í birtingu. Í stuttu máli má segja að sólarhringsfresturinn einn og sér sé efni í sérstaka gagnrýni og getur hver maður séð að slíkt er varla svara vert þegar gefið var til kynna af hálfu stjórnvalda að skýrslan yrði unnin þannig að HH fengi aðgang að Hagfræðistofnun til að koma á framfæri spurningum og síðan gefið tækifæri til að koma á framfæri athugasemdum og gagnrýni áður en skýrslan birtist.

Lesa áfram...

Hagsmunasamtök heimilanna vilja að forsetinn beiti sér fyrir þjóðarhag

Hagsmunasamtök heimilanna (HH) áttu fund með þingmönnum síðdegis í gær í þeim tilgangi að ýta við þeim sem áhuga hafa á því að taka höndum saman á Alþingi og setja fram þingmál um kröfur samtakanna sem snúa að leiðréttingum lána, afnámi verðtryggingar eða þjóðaratkvæðagreiðslu um þær. Þeir þingmenn sem hingað til hafa lýst yfir áhuga að taka þátt í að setja málið á dagskrá þingsins koma allir úr stjórnarandstöðu.

Lesa áfram...
Subscribe to this RSS feed

© Hannað af Filmís 

Hagsmunasamtök heimilanna voru stofnuð 15. janúar 2009 og eru frjáls og óháð hagsmunasamtök á neytendasviði, til varnar og hagsbóta fyrir heimilin í landinu.

Orð frá formanni

CEO 

Orð frá formanni Varlega áætlað hafa 15.000 fjölskyldur, 45.000 einstaklingar misst heimili sín frá hruni. Enginn hefur svarað fyrir það, hvað þá axlað á því ábyrgð. 

Þegar 15% þjóðarinnar missa heimili sín, gætir áhrifanna víða. Við sjáum þau í ástandinu á leigumarkaði og við sjáum þau líka í auknum kvíða meðal ungmenna og kulnun hjá þeim sem eldri eru.

Þegar fólk er svipt heimilum sínum glatar það öryggi sínu sínu og fótfestu. Þegar við bætist magnvana reiði og örvænting vegna óréttlætisins sem það stendur frammi fyrir ásamt hjálpar- og varnaleysinu sem það upplifir þegar heimilinu er hreinlega stolið af því, er ekki nema von að eitthvað láti undan.

Spillingin í þjóðfélaginu er djúp og hún á sér margar hliðar. Hún birtist ekki bara í háu húsnæðisverði og skelfilegum leigumarkaði eða háum vöxtum og verðtryggingu, hún birtist ekki bara í því hvernig lífeyrissjóðirnir misfara með fé okkar allra eða í „krónu á móti krónu“ skerðingu, hún birtist ekki bara í lágum launum verkafólks á meðan sjálftökufólk af ýmsum toga skammtar sjálfu sér milljónir, hún birtist ekki bara í spilltum dómstólum sem gæta hagsmuna „hinna sterku“ í dómum sínum eða í því hvernig lög- og stjórnaskrárvarin réttindi hafa verið brotin á neytendum frá hruni með skelfilegum afleiðingum.

Nei, hún birtist í þessu öllu og meiru til. Spillingin er djúp og teygir anga sína víða. Hana þarf að rífa upp með rótum til að hægt sé að byggja upp nýtt og betra þjóðfélag.

Fyrsta skrefið væri að að afnema verðtryggingu á lánum heimilanna! Öðruvísi er ekki hægt að skapa eðlilegan húsnæðismarkað eða stöðva sjálftöku fjármálastofnanna á tekjum fólks.

En til að takast á við ræturnar þarf að fara fram rannsókn á aðgerðum stjórnvalda eftir hrun. Jú það var líka spilling fyrir hrun, en þá urðu ákveðin vatnaskil og það var þá sem meðvituð ákvörðun var tekin um að fórna heimilum landsins fyrir bankana.

15.000 heimili eiga skilið að fá svör og uppreist æru.

Við biðjum ykkur um að styðja kröfuna um Rannsóknarskýrslu heimilanna!

Ásthildur Lóa Þórsdóttir
Formaður HH

Fylgstu með á samfélagsmiðlum